Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.03.2022, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 25.03.2022, Qupperneq 16
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumaður auglýsinga: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652. „Ég er sannfærður um að sinnum við sjálfbærniþáttunum í rekstr- inum af alúð, þá skapar það okkur fleiri tækifæri en ógnir og meiri tekjur en gjöld, til lengri tíma litið,“ segir Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Hann bendir á það nærtæka dæmi sem Carbfix, yngsta fyrirtækið innan OR-samstæðunnar, er. „Þessi aðferð, sem vissulega hefur kostað tals- vert að þróa, hefur ekki bara vegið þyngst í að draga úr kolefnisspori Orkuveitusamstæðunnar heldur er aðferðin nú komin í sjálfstætt fyrir- tæki í eigin sókn á markaði með frábæra lausn á boðstólum fyrir væntanlega viðskiptavini,“ bendir Bjarni á og segir dæmin fleiri, ekki síst tengd nýtingu jarðhitans. „Orka náttúrunnar hefur sýnt hringrásarhugsun í verki með uppbyggingu Jarðhitagarðs við Hellisheiðarvirkjun í Ölfusi; að nýta sífellt betur það sem sótt er í iður jarðar og líta ekki á vatnið eða efnin sem upp koma með gufunni sem úrgang og vandamál heldur tækifæri til frekari verðmæta- sköpunar. Fyrirtækin nýta kísil úr gufunni í heilsuvörur, afgangs- varma í örþörungaræktun og þar er líka fyrirtæki að skoða hefð- bundnari notkun á afgangsvatni og varma með því að opna baðstað. Allt stuðlar þetta að aukinni sjálf- bærni rekstursins á Hellisheiði, en við höfum ekkert farið í grafgötur með það að sjálfbær nýting háhita- svæða til raforkuvinnslu er mikil áskorun,“ segir Bjarni. Þar er hann að vísa til þess að þessi stærsta jarðhitavirkjun landsins var byggð mjög hratt og hefur þurft stærra upptökusvæði jarðgufu en áætlað var í upphafi. Hringrás vatnsins í veitunum Bjarni bendir á að hringrásarhugs- Bjarni segir að loftslagsváin knýi okkur öll til breytinga og að breytingar á einu sviði séu tækifæri til breytinga á fleiri sviðum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR „Stærsta verkefnið hjá okkur þessa dagana er undirbúningur Codastöðvarinn- ar; móttöku- og förgunarstöðvar fyrir koldíoxíð við Straumsvík,“ segir Edda Sif. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Ársskýrsla OR 2021 Allt frá árinu 2017 hefur Orkuveita Reykjavíkur gefið út rafræna ársskýrslu, gagn- virkan vef þar sem starfsemin á nýliðnu ári er rakin með tilliti til sjálfbærni rekstursins. Skýrslan er gerð í samræmi við svokölluð UFS-viðmið þar sem upplýsingagjöf um umhverfis- og loftslagsmál, félagslega þætti og stjórnar- hætti fylgir samræmdri forskrift eða staðli. Það eru leiðbeiningar sem Viðskipta- ráð gaf út í samstarfi við Nas- daq, Staðlaráð Íslands, Festu og IcelandSIF. Upplýsingarnar í ársskýrslunni eru stað- festar af óháðu fagfólki sem áritar hana ásamt forstjóra og stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. Ársskýrslan er á slóðinni arsskyrsla2021.or.is. Áherslumarkmið Orkuveitu Reykjavíkur Í framhaldi af vinnustofum með starfsfólki fyrirtækjanna innan samstæðu Orkuveitu Reykja- víkur og ytri hagsmunaaðilum, setti stjórn Orkuveitu Reykja- víkur fimm af heimsmarkmið- unum 17 í forgang í stefnu og starfsemi samstæðunnar. Auk OR eru innan samstæðunnar Veitur, Orka náttúrunnar, Ljós- leiðarinn og Carbfix. Í ársskýrslu OR er gerð grein fyrir því hvernig stutt er við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, ekki bara þessi fimm heldur öll 17 mark- miðin. Í hvert sinn sem stefna OR á einhverju sviði er rýnd og endurskoðuð – og það er gert einu sinni á ári með allar lykil- stefnur – eru þessi fimm Heims- markmið og undirmarkmið þeirra höfð til hliðsjónar með það fyrir augum hvernig best er stuðlað að framgangi þeirra. Carbfix er stórhuga sprota- fyrirtæki innan samstæðu OR. Það tók til starfa í árs- byrjun 2020 og hlutverk þess er að glíma við loftslagsvána. Það er útséð um að það er ekki nóg að draga bara úr losun koltvíoxíðs til að ná loftslagsmarkmiðunum. Það þarf líka að farga kolefni sem þegar er komið út í loftið. Það eru ekki aðeins tré sem binda kol- díoxíð úr andrúmsloftinu því gífurlegt magn er bundið í bergi. Carbfix líkir eftir og hraðar nátt- úrulegum ferlum þar sem CO2 er leyst upp í vatni og hvarfað við berg. Við það breytist gróðurhúsa- lofttegundin í stein og geymist varanlega neðanjarðar. Carbfix varð til sem samstarfs- verkefni milli Orkuveitu Reykja- víkur, Háskóla Íslands, CNRS í Toulouse og Earth Institute við Columbia-háskóla árið 2006. Síðan þá hafa fjölmargir háskólar og rannsóknastofnanir tekið þátt í verkefninu undir hatti ýmissa verkefna, sem notið hafa styrkja frá rannsóknar- og nýsköpunar- sjóðum Evrópusambandsins. Á fyrstu árunum var einblínt á að þróa aðferðina með tilraunum á rannsóknarstofu, náttúru- legar hliðstæður rannsakaðar, líkön gerð og svæði Carbfix fyrir tilraunaniðurdælingu kannað. Samhliða flóknu leyfisveitinga- ferli var búnaður fyrir gasföngun, niðurdælingu og eftirlit þróaður, hannaður og reistur. Tilraunir Carbfix með raun- verulega niðurdælingu voru gerðar 2011-2012 3 km suðvestur af Hellisheiðarvirkjun. Eftir vel heppnaðar tilraunir og vísbend- ingar um hraða steinrenningu var ákveðið að skala starfsemina á un sé ekki alveg ný í veiturekstrin- um. „Elstu veiturnar – vatnsveitan og fráveitan – eru talsvert meira en aldargamlar. Þær afhenda Veitum ferskt og heilnæmt neysluvatn við húsvegg og taka svo við því óhreinu aftur inn í fráveituna til að koma því í örugga höfn. Núna eru einmitt ýmsar spennandi hugmyndir á lofti um nýtingu verðmæta í skólpi þannig að það geti orðið til góðs, ekki síður en affallsvatnið við virkjanirnar.“ Bjarni nefnir að í útlöndum, þar sem ferskt vatn er víða af skornum skammti, hafi ýmis viðskipta- tækifæri verið þróuð í kringum skólp. Breytingar eru tækifæri Loftslagsváin knýr okkur öll til breytinga, að mati Bjarna, og breyt- ingar á einu sviði eru tækifæri til fleiri breytinga, segir hann. „Þegar við hjá Orkuveitunni þurftum að taka til í fjármálunum hjá okkur og endurskipuleggja allan reksturinn, nýttum við þær breytingar til eflingar kynjajafnréttis. Fyrst með því að jafna hlut kynjanna í stjórn- unarstöðum og síðan með því að útrýma óútskýrðum kynbundnum launamun. Jafnrétti er einhver mikilvægasti sjálfbærniþátturinn í hverjum rekstri, því framfarir á því sviði skila sér beint í betri ákvörð- unum og þar með betri afkomu,“ fullyrðir Bjarni og bætir við að lokum: „Annaðhvort breytum við fyrirtækjunum til að glíma við loftslagsvána eða loftslagsbreyt- ingarnar þvinga breytingar upp á okkur. Líklega verður niðurstaðan sitt lítið af hvoru en ef við nýtum þær breytingar sem loftslagsváin knýr okkur í til að breyta fleiru til betri háttar, þá verður glíman við loftslagsmálin miklu skemmti- legri.“ ■ Carbfix Hellisheiði upp á iðnaðarstig. Árið 2014 var hreinsistöð fyrir eina af sex háþrýstivélum virkjunarinnar reist og hefur hún verið í rekstri frá þeim tíma án vandkvæða. Förg- unargetan var tvöfölduð árið 2016 og stefnt er að því að fullhreinsa koldíoxíð og brennisteinsvetni úr jarðgufunni sem kemur frá virkjuninni árið 2025. Á þessu ári hefst tilraunahreinsun við Nesja- vallavirkjun. Sérstakt fyrirtæki – Carbfix ohf. – tók til starfa í ársbyrjun 2020. Markmið fyrirtækisins er að gegna lykilhlutverki í baráttunni gegn hamfarahlýnun með því að ná að farga einum milljarði tonna af CO2 eins fljótt og hægt er. Doktor Edda Sif Pind Aradóttir er framkvæmda- stýra Carbfix og hefur unnið við verkefnið allt frá því hún var í námi. Doktorsverkefni hennar sneri einmitt að líkanagerð fyrir kolefnisbindingu með Carbfix tækninni og tók hún við sem verk- efnisstjóri Carbfix hjá Orkuveitu Reykjavíkur árið 2011. „Stærsta verkefnið hjá okkur þessa dagana,“ segir Edda Sif, „er undirbúningur Codastöðvarinn- ar; móttöku- og förgunarstöðvar fyrir koldíoxíð við Straumsvík. Þar eigum við í góðu samstarfi meðal annarra við RioTinto, sem rekur álverið, Hafnarfjarðarbæ og danskt skipafélag sem sjá mun um flutning á CO2 frá grann- löndum okkar. Nú er áformað að byggja stöðina upp í áföngum og að afköst hennar vaxi úr bindingu 500 þúsund tonna af CO2 á ári í 3 milljónir tonna á einum áratug eða svo.“ Verkefnið leggur grunn- inn að nýjum loftslagsvænum iðnaði hér á landi en gert er ráð fyrir að um 600 bein og afleidd störf skapist vegna uppbyggingar og reksturs Codastöðvarinnar. ■ Markmið fyrir- tækisins er að gegna lykilhlutverki í baráttunni gegn ham- farahlýnun með því að ná að farga einum milljarði tonna af CO2 eins fljótt og hægt er. Ef við nýtum þær breytingar, sem loftslagsváin knýr okkur í, til að breyta fleiru til betri háttar, þá verður glíman við loftslagsmálin miklu skemmti legri. 2 kynningarblað 25. mars 2022 FÖSTUDAGURSJÁLFBÆR REKSTUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.