Fréttablaðið - 25.03.2022, Síða 20

Fréttablaðið - 25.03.2022, Síða 20
Hvaða húsnæði sem horft er til þá tryggir aðstöðustjórnun að það sé ekki bara umhverfisvænt heldur sjálfbært. Fjárfestar horfa í auknum mæli til ESG þegar þeir taka fjárfestingarákvarðanir, bæði hérlendis og í alþjóðlegu fjárfesta­ umhverfi. Anna Þórdís Rafnsdóttir Í kjölfar samruna Kviku banka við TM og Lykil fjár- mögnun og kaup Kviku banka á fjártæknifélögunum Aur app og Netgíró á árinu 2021, átti sér stað stefnumót- unarvinna fyrir hina nýju samstæðu sem leiddi meðal annars til aukinnar áherslu á sjálfbærni. Eitt af leiðarljósum Kviku er ábyrg þátttaka í samfélaginu og eru gildi samstæðunnar langtímahugsun, einfaldleiki og hugrekki. Sjálf­ bærni hefur verið aukin í rekstri og kjarna starfseminnar. Anna Þórdís Rafnsdóttir, verk­ efnastjóri sjálfbærni hjá Kviku banka, segir að sett hafi verið á laggirnar nefnd Kviku um sam­ félagsábyrgð og sjálfbærni, sem er skipuð forstjóra Kviku og stjórn­ endum þvert á dótturfélög og svið. „Með þessu móti næst betri samræming í sjálfbærnimálum í ört stækkandi rekstri. Þá var einnig stofnuð staða verkefnastjóra sjálf­ bærni, sem vinnur að innleiðingu málaflokksins með nefndinni á samstæðugrunni.“ Kvika leggur áherslu á að styðja við lausnir sem miða að því að vinna bug á áhrifum loftslags­ breytinga á umhverfi og samfélög, en ljóst sé að til að ná megi mark­ miðum ríkisstjórnarinnar um kolefnishlutleysi árið 2040 þurfi samstillt átak einkaaðila og hins opinbera. „Meðal nýlegra aðgerða sem Kvika hefur ráðist í er að stýra fjármagni í átt að umhverfisvæn­ um lausnum. Má þar nefna útgáfu grænnar fjármálaumgjarðar, græna framtíðarreikninga Auðar með tengingu við barnatryggingu TM, sem eru innlánsreikningar fyrir börn, græna skuldabréfa­ útgáfu Kviku og loftslagssjóð sem Kvika eignastýring vinnur í að koma á fót.“ Stafrænar lausnir Anna segir Kviku banka og dótturfélög hafa verið leiðandi í því að veita stafræna fjármála­ og tryggingaþjónustu. „Á haustmán­ uðum greindum við sérstaklega ávinning af sjálfvirknivæðingu Lykilsamninga og Lykillána, sem fóru stafrænt í loftið á síðasta ári. Þetta skilar sér í tímasparnaði fyrir bæði starfsmenn og viðskiptavini, sparnaði í samgöngum, og þar með útblæstri gróðurhúsalofttegunda og annarrar mengunar, sem og í pappírsnotkun. Stafrænar lausnir og þjónusta falla einnig vel að þörfum neytenda í síbreytilegu samfélagi og auka samkeppni.“ Elísabet Guðrún Björnsdóttir, sérfræðingur í fjárstýringu, segir það lykilþátt í framgangi sjálf­ bærrar þróunar að fjármagni sé beint í sjálfbæra uppbyggingu og fjárfestingar. Þar gegni fjármála­ stofnanir og fjárfestar mikilvægu hlutverki og hafi mikla möguleika á að hafa veruleg og jákvæð áhrif. Elísabet nefnir að græn fjár­ mögnun sé nýtt til að fjármagna umhverfisvæn verkefni: „Græn fjármálaumgjörð Kviku gefur bankanum vettvang til að stýra fjármagni í slík verkefni. Umgjörð­ in var gefin út síðastliðið haust og Kvika hefur valið sér grænar samgöngur, grænar byggingar og endurnýjanlega orku, sem verk­ efnaflokka til að fjármagna. Svo er ekkert því til fyrirstöðu að bæta við fleiri verkefnaflokkum síðar meir þegar meiri reynsla er komin á umgjörðina. Græn skuldabréf Kvika gaf einnig út sitt fyrsta græna skuldabréf síðastliðið haust. Kjörin voru góð og eftir­ spurnin mikil. Annað sem fellur undir umgjörðina eru grænir framtíðarreikningar Auðar. Það er skemmtilegt að geta boðið upp á þann möguleika að ávaxta fram­ tíðarsparnað barna með góðum kjörum og stuðla um leið að sjálf­ bærri framtíð fyrir barnið þar sem sparnaðurinn er notaður til að fjármagna umhverfisvæn verkefni sem Kvika leggur áherslu á.“ Anna segir að hingað til hafi gjarnan verið vísað til sjálfbærni­ þáttanna, eða ESG, sem ófjárhags­ legra þátta og meira litið á þá sem ákveðna kostnaðareiningu, sem hafi þó þótt sjálfsagt og nauðsyn­ legt að sinna og styðja við. Merkja megi ákveðna breytingu þar sem ESG­þættirnir verði sífellt sam­ ofnari fjárhagslegum hagsmunum. „Fjárfestar horfa í auknum mæli til ESG þegar þeir taka fjárfestingar­ ákvarðanir, bæði hérlendis og í alþjóðlegu fjárfestaumhverfi.“ Elísabet segir mikilvægt að stuðla að jákvæðum áhrifum á umhverfið, samfélagið og sinna góðum stjórnarháttum, en rann­ sóknir sýni jafnframt að með því að taka sjálfbærni með inn í fjár­ festingaákvarðanir sé möguleiki á að bæta árangur eignasafna og minnka sveiflur í ávöxtun. „Við sáum það með mjög skýrum hætti hversu mikil­ vægir ESG­þættirnir eru orðnir og í raun nauðsynlegur hluti af rekstrinum, þegar Kvika gaf út sín fyrstu skuldabréf erlendis í janúar á þessu ári. Skuldabréfin voru seld til breiðs hóps erlendra fjárfesta og okkur kom á óvart hversu mikil áhersla og áhugi var á ESG málum félagsins hjá fjárfestum. Það var gaman að upplifa þau jákvæðu viðbrögð sem við fengum frá fjár­ festum þegar við kynntum stöðu Kviku í sjálfbærnimálum og það hefur sannarlega verið hvatning til okkar að halda áfram á þessari vegferð og gera enn betur.“ n Fjármagn í sjálfbæra uppbyggingu lykilatriði Anna Þórdís Rafnsdóttir, verkefnastjóri sjálfbærni, og Elísabet Guðrún Björnsdóttir, sérfræðingur í fjárstýringu hjá Kviku banka. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Alþjóðleg þróun í átt að sjálf- bærum rekstri og samfélags- ábyrgð er hröð og meðfram því er vaxandi krafa á að fyrirtæki og hið opinbera hérlendis taki upp yfirlýsta stefnu í sjálfbærni, svo sem stefnu í umhverfisþáttum, félagsþáttum og góðum stjórnarháttum. Aðstöðustjórnun er ný þjónustulína hjá VSÓ Ráðgjöf síðan vorið 2021. Ráðgjöfin snýst um aðlögun vinnu­ aðstöðu og þjónustuþarfa hennar að kröfum kjarnastarfseminnar og starfsfólki fyrirtækja. Hún bætist þar með við fjölda þjónustulína verkfræðistofunnar, sem aðstoðar viðskiptavini við að bæta sjálfbærni í þeirra rekstri. Matthías Ásgeirsson, byggingar­ verkfræðingur hjá VSÓ Ráðgjöf, segir umhverfisáhrif atvinnuhús­ næðis vera gríðarleg. Talið er að uppbygging og rekstur atvinnuhús­ næðis sé ábyrgt fyrir um 40 prósent af orkunotkun og 33 prósent af losun gróðurhúsalofttegunda, auk óbeinna áhrifa sem aðliggjandi inn­ viðir og samgöngukerfi hafa. Af þessari losun má rekja 88 pró­ sent til endurnýjunar, breytinga, viðhalds og orkunotkunar, sem eru lykilhlutverk og ábyrgð aðstöðu­ stjórnunar. Vegna þeirrar umhverf­ isvænu orku sem Ísland er svo lánsamt að hafa aðgang að, er þetta hlutfall í kringum 42 prósent hér á landi ef horft er á meðaltal allra bygginga, þar sem atvinnuhúsnæði er 35 prósent, samkvæmt nýút­ gefinni skýrslu Húsnæðis­ og mann­ virkjastofnunar um kolefnislosun íslenskra bygginga. Þetta er talsvert hærra hlutfall en margir gerðu ráð fyrir og kallar á faglega aðferðafræði til þess að leysa þennan vanda. Matthías segir aðstöðustjórnun aðstoða húseigendur og leigutaka við að draga úr þessari losun án þess þó að skerða skilvirkni vinnu­ staðarins eða vellíðan starfsmanna. „Með því að samræma þarfir fólks, ferla og vinnustaðinn á umhverfis­ vænan hátt styðst VSÓ Ráðgjöf við viðurkennda aðferðafræði og „best­ practice“ til þess að fínstilla aðstöð­ una að kröfum starfseminnar með umhverfisvænum hætti. Horft er til ýmissa hliða til þess að ná því markmiði, til dæmis hámörkun á rýmisnýtingu, með vinnustaðaskipulagi sem tekur mið af rekstrarþörfum án þess að draga úr þægindum starfsmanna, aðlögun orkunotkunar að álagsþörfum reksturs, sjálfvirkrar aðlögunar loftræsi­ og upphitunarkerfa að not­ endaþörfum, efnisvals með áherslu á endurnýtingarmöguleika, hag­ ræðingar og minnkunar á sóun með hentugri samnýtingu mismunandi leigutaka í sömu eign.“ Breyttar vinnuvenjur vegna áhrifa Covid­19 heimsfaraldursins hafa að sögn Matthíasar kallað á aðlögun vinnuaðstöðu og búið til tækifæri til aukinnar sjálfbærni. „Talið er að hægt sé að lækka kol­ efnisspor þekkingarstarfa um 30 prósent með fækkun vinnuferða og endurskipulagningu vinnustaðar­ ins með tilliti til fjarvinnumögu­ leika. Starfsfólk gerir í dag meiri kröfur um hvar og hvernig það vinnur. Aðstöðustjórnun styður við aðlögun að nýjum möguleikum og væntingum með faglegum hætti.“ Alþjóðlegar kannanir benda til þess að fjárfestingar­ og fasteigna­ félög séu að fara að stórauka fjárfestingar í umhverfisvænu atvinnuhúsnæði og telji leigutaka reiðubúna að borga hærri leigu fyrir meiri gæði og með væntingar um minni rekstrarkostnað. Á Íslandi má skynja hreyfingu í sömu átt en þó mun hægari, segir Matthías, sem telur ofangreinda niðurstöðu um umhverfisáhrif atvinnuhúsnæðis ýta á þessa þróun. „Hvaða húsnæði sem horft er til þá tryggir aðstöðustjórnun að það sé ekki bara umhverfisvænt heldur sjálfbært, með því að upp­ fylla einnig kröfur starfseminnar og fjármögnunargetu húseiganda og leigutaka. Hún styður einnig við ákvarðanatöku og ráðgjöf um vott­ un á sjálfbærni atvinnuhúsnæðis í rekstri eins og BREEAM In­use eða annarra sambærilegra vottunar­ kerfa, segir Matthías Ásgeirsson, byggingarverkfræðingur hjá VSÓ Ráðgjöf. n Aðstöðustjórnun lykill að bættri sjálfbærni Matthías Ás- geirsson, bygg- ingarverkfræð- ingur hjá VSÓ Ráðgjöf, segir aðstöðustjórn- un aðstoða húseigendur og leigutaka við að draga úr þessari losun án þess þó að skerða skilvirkni vinnu- staðarins eða vellíðan starfs- manna. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR 42 prósent kolefnislosunar frá byggingum stafar af endurnýjun og endur- bótum og orkunotkun í rekstri þeirra. SJÁLFBÆR REKSTUR6 kynningarblað 25. mars 2022 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.