Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.03.2022, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 25.03.2022, Qupperneq 24
Hugtakið sjálfbær ferðaþjón- usta varð til í kjölfar útgáfu Brundtland-skýrslunnar árið 1987 þegar aðilar í ferðaþjónustu fóru að tengja umfjöllun skýrslunnar við atvinnugreinina. Margvísleg verkefni bíða ferðaþjónust- unnar á þessu sviði. starri@frettabladid.is Hugtakið sjálfbær ferðaþjónusta er dótturhugtak sjálfbærrar þróunar og varð til í kjölfar útgáfu Brundtland-skýrslunnar árið 1987 þegar aðilar í ferðaþjónustu fóru að tengja umfjöllun skýrslunnar við atvinnugreinina. Fræðimenn fóru í kjölfarið að fjalla í auknum mæli um sjálfbæra ferðaþjónustu um leið og menntun og skilningur innan greinarinnar á hugtakinu jókst, segir Áslaug Briem, verkefna- stjóri gæðamála hjá Ferðamála- stofu. „Árið 1996 var kynnt fyrsta formlega opinbera stefnumótunin í ferðaþjónustu á vegum stjórn- valda þar sem kom meðal annars fram mikilvægi þess að ferðaþjón- usta yrði í sátt við land og þjóð og í anda sjálfbærrar þróunar.“ Árið 1998 kom síðan út metn- aðarfull framkvæmdaáætlun til að framfylgja stefnunni þar sem fram kemur að „ferðaþjónusta í anda sjálfbærrar þróunar“ skuli efld og stefnt skuli að því að „Ísland gegni forystuhlutverki á sviði umhverfisverndar“. Í stefnunni og framkvæmdaáætluninni er mest áhersla lögð á umhverfismálin og mikilvægi þess að vernda auðlindir landsins til framtíðar. Mikilvægið flestum ljóst Ýmislegt hefur verið rætt og skrifað um hugtakið sjálfbær ferðaþjónusta síðan það kom fram á sjónarsviðið og í dag er flestum ljóst mikilvægi þess í allri ákvarð- anatöku og gjörðum sem tengjast ferðaþjónustu, að sögn Áslaugar. „Margt hefur verið gert á undan- förnum árum og áratugum sem tengja má við sjálfbærni, til dæmis bætt skipulag, áhersla á betri dreif- ingu ferðamanna yfir árið, landið og á svæði, aukin náttúruvernd og friðun svæða, auknar rannsóknir, greiningar og fræðsla, bætt öryggi, aukið samráð við heimamenn og þátttaka þeirra í ákvarðanatöku, miðlun menningar, betur hugað að félagslegum þolmörkum og vitundarvakning um samfélags- ábyrgð ferðaþjónustufyrirtækja og sjálfbærniáherslur.“ Aukin sjálfbærni og samfélagsábyrgð Árið 2012 fór Ferðamálastofa af stað með Vakann, sem er gæða- og umhverfisvottun ferða- þjónustunnar. „Vakinn býður ferðaþjónustufyrirtækjum að fá gæða- og umhverfisvottun sem byggir á gæða- og umhverfisvið- miðum þar sem öryggi, sjálfbærni og samfélagsábyrgð er leiðarljósið. Allt efni á vef Vakans, viðmið, fræðsla og hjálpargögn, eru opin og aðgengileg öllum þeim sem vilja vinna með og fræðast um efnið, hvort sem ætlunin er að ljúka þeirri vinnu með því að sækjast eftir formlegri vottun eða til að bæta starfshætti. Meðal efnis í Vakanum er gátlistinn Á leið til sjálfbærrar ferðaþjónustu, þar sem er að finna hugmyndir um 200 ein- faldar aðgerðir sem fyrirtæki geta gripið til, til að auka áherslur sínar á sviði sjálfbærni og samfélags- ábyrgðar.“ Ferðmálastofa hefur einnig tekið þátt í ýmsum öðrum verkefnum, innanlands sem erlendis, sem tengja má við sjálfbærni og sam- félagsábyrgð. „Þá hafa Íslandsstofa, Íslenski ferðaklasinn og fleiri verið með ýmis verkefni á þessu sviði, til dæmis Icelandic Pledge sem er beint til ferðamanna sem hingað koma og Ábyrga ferðaþjónustu sem er hvatningarverkefni fyrir ferðaþjónustufyrirtæki.“ Enn er verk að vinna Áslaug segir mjög misjafnt hvað sé verið að gera hjá öðrum þjóðum. Margar þeirra eru mun lengra komnar en við á þessu sviði og því ljóst að hér sé mikið verk sem enn á eftir að vinna. „Kosta Ríka hefur verið til fyrirmyndar í þessum efnum, Norðmenn eru að gera góða hluti og má nefna verkefni þar sem áfangastöðum og svæðum býðst að fá sjálfbærnivottun og ferðamenn eru hvattir sérstak- lega til að heimsækja þá staði. Þá hefur oft verið horft til Skotlands og Nýja-Sjálands sem fyrirmynda varðandi margvísleg verkefni á sviði ferðaþjónustu en þar hefur einnig náðst mjög góður árangur varðandi sjálfbærni og hvernig ferðaþjónustufyrirtæki eru hvött áfram með jákvæðum hætti.“ n Sjálfbærni í ferðaþjónustu er lykilatriði Áslaug Briem er verkefnastjóri gæðamála hjá Ferðamálastofu. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON Sjálfbærni er ein mikilvægasta áskorun fyrirtækja og stofnana Starfsfólk KPMG býr yfir breiðri þekkingu og reynslu á sviði umhverfis- og loftslagsmála, félagslegrar sjálfbærni, stjórnarhátta og hagsældar. Þá nýtur sjálfbærniteymi okkar stuðnings reynslumikils hóps sérfræðinga á sviði endurskoðunar, lögfræði, skattamála og gagnagreininga, bæði hérlendis og erlendis. Saman vinnum við að sjálfbæru samfélagi. Nánari upplýsingar er að finna á vef KPMG eða í síma 545 6000. Spurningin er hvernig tekist er á við þá áskorun 10 kynningarblað 25. mars 2022 FÖSTUDAGURSJÁLFBÆR REKSTUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.