Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.03.2022, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 25.03.2022, Qupperneq 30
Nýting innlendra orkulinda og innflutningur á jarðefna- eldsneyti er ofarlega í huga vegna ástandsins í Evrópu í dag. Mikilvægt er að við á Íslandi séum sjálfum okkur nóg um orku. „Græn orka getur skapað ný störf og verðmæt tækifæri fyrir komandi kynslóðir, hvort sem hún er nýtt innanlands til orku- skipta, í uppbyggingu atvinnu- lífsins eða til útflutnings. Á sama tíma og tækifærin eru til staðar þá þurfum við að horfast í augu við að skortur á grænni orku mun koma niður á tækifærum til vaxtar, því orkuskipti, fólksfjölgun og ný atvinnustarfsemi krefst aukinnar orkuframleiðslu,“ segir Hugrún Elvarsdóttir, verkefnastjóri á sam- keppnishæfnisviði hjá Samtökum atvinnulífsins. „Til að tryggja næga græna orku til uppbyggingar atvinnu og betri lífskjara framtíðar þarf skýra stefnu yfirvalda um nýtingu orkukosta og uppbygg- ingu innviða, enda er forgangsmál að komandi kynslóðir búi við orkuöryggi. Íslenskt atvinnulíf byggir á öfl- ugum stoðum og hefur í gegnum árin sýnt hvers það er megnugt þegar kemur að því að mæta áskor- unum með nýrri tækni, hugviti og elju. Fram undan eru spennandi tímar í íslensku efnahagslífi þegar kemur að fjölbreyttum leiðum til orkuöflunar, orkuskiptum, útflutningi á vörum með lágt kol- efnisfótspor, uppbyggingu grænna innviða um allt land, innleiðingu á hringrásarhagkerfi, bættri sorp- hirðu, nýsköpun og svo mætti lengi fram telja,“ segir hún. Ábyrg afstaða atvinnulífsins Um þessar mundir fara fram árs- fundir aðildarsamtaka Samtaka atvinnulífsins. „Samtök iðnaðarins héldu glæsilegt Iðnþing í síðustu viku, en samtökin tileinka árið 2022 grænni iðnbyltingu. Samorka hélt fróðlegan ársfund undir yfir- skriftinni Græn framtíð og hvað þarf til þess að Ísland verði jarð- efnaeldsneytislaust innan fárra ára. Samtök verslunar og þjónustu fjölluðu um mikilvægi 360° sjálfbærnihugsunar og hvernig einstaklingar og fyrirtæki geta lagt sívaxandi áherslu á sjálfbærnina á tímum tæknibreytinga. Margir aðilar úr fjölbreyttum áttum komu á fundina og ljóst er að sjálfbærni er ekki tískuorð heldur lykilþáttur í sterku og öflugu hagkerfi. Á fundunum kom skýrt fram að atvinnulífið er að taka stór og markviss skref í átt að sjálfbæru efnahagslífi ásamt því að hafa margt fram að færa í baráttunni gegn loftslagsvánni. Margvísleg tækifæri felast í því að flytja tækni út fyrir landsteinana í formi hug- vits, tækni, vöru og þjónustu, enda nauðsynlegt að auka samvinnu þvert á landamæri þar sem lofts- lagsbreytingarnar eru hnattrænt vandamál. Þar hafa Íslendingar margt fram að færa. Einnig kom fram að enn eru mörg ljón á veginum. Það er því stjórnvalda að sjá til þess að rekstrarskilyrði atvinnulífsins séu eins og best verður á kosið. Inn- leiða þarf hagræna hvata og skapa umgjörð sem leyfir nýsköpun að blómstra svo nauðsynlegar tæknilausnir, sem styðja loftslags- markmið Íslands, geti orðið að veruleika. Grænt fjármagn er lykilþáttur í að finna lausnir á loftslagsvand- anum og mikilvægt er að fjármagn leiti í réttan farveg. Umhverfis- skattar eiga ekki að vera til tekju- öflunar fyrir ríkið heldur nýtast til að ná settum markmiðum í lofts- lagsmálum og styðja atvinnulífið við að fjárfesta í umhverfisvænum lausnum. Úrbætur á stoðum sjálf- bærrar þróunar haldast nefni- lega í hendur við efnahagslega og tæknilega framþróun í fyrir- tækjum, en eiga ekki uppsprettu sína í opinberum reglugerðum eða tilskipunum.“ Úrslitaleið Eðlilega viljum við vera í farar- broddi þegar kemur að grænni framtíð og að sögn Hugrúnar er Ísland komið vel á veg. „Vegferðin má þó ekki vera greidd of dýru verði og árangurinn ekki vera á kostnað hagvaxtar. Eins og Hall- dór Benjamín, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði í stuttu myndskeiði á ársfundi Samorku þá „ríkir þjóðarsátt á Íslandi um bætt lífskjör til fram- tíðar“ en það ríkir minni sátt um það með hvaða hætti við eigum að standa undir bættum lífskjörum. Þróttmikið atvinnulíf er eina svarið. Öflug samvinna atvinnulífs og stjórnvalda mun varða leiðina að settum markmiðum, enda er nú þegar mikil deigla til staðar um nýsköpun og þróun sem styður markmiðin vel. Leiðin áfram getur ekki verið að pakka í vörn og hörfa með þann árangur sem náðst hefur, heldur er það sá árangur sem leggur grundvöll að verðmæta- sköpun og lífsgæðum samtímans og til framtíðar.“ n Tækifæri framtíðarkynslóða Hugrún Elvarsdóttir, verkefnastjóri á samkeppnis- hæfnisviði hjá Samtökum atvinnulífsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Veritas, móðurfélag lykil- fyrirtækja sem starfa á heil- brigðismarkaði, hóf sjálf- bærnivegferð sína með tilliti til umhverfismála fyrir alvöru árið 2018, með stofnun umhverfisverndar.  „Við byrjuðum á því að endurskoða umhverfisstefnu fyrirtækisins og sáum að við gætum breytt miklu með litlum aðgerðum og vitundar- vakningu, aukinni fræðslu og betra utanumhaldi um verkefni sem tengjast umhverfismálum. Fljótlega vildum við fara að horfa á sjálfbærni í víðara samhengi en einungis út frá umhverfismálum og gáfum út okkar fyrstu sjálf- bærniskýrslu í fyrra og fórum eftir GRI-staðlinum. Með því að taka saman upplýsingar út frá GRI sáum við að Veritas uppfyllir stóran hluta staðalsins, en það er alltaf hægt að gera enn betur. Við vildum því taka næstu skref og sáum að í sjálf- bærnimálum er hægt að vinna vel á mörgum sviðum.“ Þetta segir Dagmar Ýr Sigurjóns- dóttir, markaðsstjóri hjá Vistor. „Á dögunum héldum við í fyrsta sinn sjálfbærnivinnustofur með stjórnendum fyrirtækisins og stuðningi Evu Magnúsdóttur, sjálfbærniráðgjafa hjá Podium, því þegar við skoðuðum samfélags- þætti sjálfbærs reksturs Veritas nánar, mátti sjá að við gætum gert betur. Vinnustofurnar heppnuðust mjög vel, þar ríkti góður andi og fram komu frábærar hugmyndir sem gaman verður að vinna að í samstarfi við starfsfólkið. Það hjálpar okkur að halda áfram og taka sjálfbær málefni á annað stig.“ Hnitmiðaðar aðgerðir Dagmar segir gott start í sjálfbær- um rekstri Veritas að hafa byrjað á umhverfismálunum og þau færi sig nú áfram stig af stigi. „Það hjálpar okkur gríðarlega að vera komin með þriggja ára reynslu í að skoða starfsemi fyrirtækisins út frá sjálfbærni, og eiga orðið tölu- legar upplýsingar um umhverfis- stjórn og kolefnisspor. Nú getum við nýtt þau gögn til sjá hverju við getum breytt til batnaðar með hnitmiðun í öllum okkar aðgerðum og með sjálfbærnivinnustofunum hafa bæst við góðar hugmyndir sem gefa okkur kraft til að bæta um enn betur,“ greinir Dagmar frá. „Einnig höfum við lagt mikla áherslu á rétta flokkun á hráefnum, og hófum meðal annars samstarf við PureNorth Recycling á árinu, sem endurnýtir plast sem til fellur úr vöruhúsunum og kemur bylgju- pappa í endurvinnslu. Sú vinna getur að auki leitt til umtalsverðrar hagræðingar fyrir samstæðuna með breyttu verklagi.“ Dagmar segir sjálfbærnivegferð- ina bæði gefandi og skemmtilega. „En það langskemmtilegasta við sjálfbærnistarfið er að allt starfs- fólkið á þetta verkefni og innan Veritas eru einstaklingar sem hafa tekið bráðskemmtilegt frumkvæði í þessum málum og gert að sínum. Þetta er samfélagsleg ábyrgð okkar allra, sem við þurfum og eigum öll að taka þátt í, og hjá Veritas er frelsi til að gera vel og koma umbótum tengdum sjálfbærni í framkvæmd. Það stendur upp úr. Maður finnur að þetta hefur sín góðu áhrif innan fyrirtækisins. Við erum að hugsa alla virðiskeðjuna upp á nýtt út frá sjálfbærniviðmiðum." Hugmyndir starfsmanna vísa veginn „Við ætlum að halda ótrauð áfram á þessari vegferð en bað blasir við að verkefnin fara bara stækkandi. Það er alltaf hægt að gera betur í sjálf- bærum rekstri en mikilvægt er að láta tölulegar upplýsingar og hug- myndir starfsmanna hjálpa okkur að verða hnitmiðaðri og vísa okkur leiðina. Ef ég ætti að gefa fyrirtækj- um heilræði, sem nú eru að hefja þessa vegferð, væri það að byrja greiningu á umhverfisstjórn fyrir- tækisins, því það er ómetanlegt að eiga þessi gögn aftur í tímann til að setja sér raunhæfari markmið. Upp- lýsingagjöf í formi sjálfbærniskýrslu og vinna með starfsmönnum er ekki síður mikilvæg fyrir framtíðar- frammistöðu.“ n Veritas er í Hörgatúni 2 í Garðabæ. Sími 535 7100. Netfang: veritas@ veritas.is. Sjá nánar á veritas.is Mikill kraftur í sjálfbærnivegferð Veritas Hrund Runólfs- dóttir, forstjóri Veritas, Eva Magnúsdóttir, sjálfbærni- ráðgjafi hjá Podium, og Dagmar Ýr Sigurjónsdóttir, markaðsstjóri Vistor. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON Sjálfbærnivinnustofur Veritas skiluðu frábærum hugmyndum. Frá vinstri: Júlía Rós Atladóttir, framkvæmdastjóri Distica, Eva Magnúsdóttir, ráðgjafi, Andrea Ingimundardóttir, markaðsstjóri Vistor og Hákonía Jóhanna Guð- mundsdóttir, deildarstjóri upplýsingatæknideildar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON 16 kynningarblað 25. mars 2022 FÖSTUDAGURSJÁLFBÆR REKSTUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.