Fréttablaðið - 25.03.2022, Síða 32

Fréttablaðið - 25.03.2022, Síða 32
Það er síðan stjórnvalda að skapa umgjörð sem hvetur til nýsköpunar, orkuskipta og fjárfest- inga þannig að metn- aðarfullum mark- miðum verði náð. Atvinnulífið hefur lagt meiri áherslu á sjálfbærni á undan­ förnum árum og koma loftslagsmálin þar mjög við sögu. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir að við séum stödd í miðri grænni iðnbylt­ ingu. Hann talar sérstaklega um nýsköpun sem sé í eðli sínu græn. „Atvinnulífið hefur tileinkað sér sjálfbærni í meiri mæli á undan- förnum árum og gerir það á ýmsan hátt. Hugsunin um sjálfbærni er nú þegar innbyggð í starfsemi margra fyrirtækja þar sem í allri ákvarðanatöku er tekið mið af samfélaginu, umhverfinu og lofts- laginu,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. „Það tengist meðal annars hráefnanotkun og orku- notkun þannig að sjálfbærni hefur fengið aukið vægi á síðustu árum.“ Sigurður segir að ef horft sé sérstaklega til loftslagsmála sem er viðfangsefni Grænvangs þá séu fyrirtækin á fleygiferð í átt að kolefnishlutleysi. „Mörg þeirra hafa þegar sett sér markmið og náð árangri á þessu sviði og sum hafa þegar náð mark- miðum sínum. Gott dæmi um það er Össur sem náði þeim áfanga á síðasta ári að verða kolefnishlut- laust í starfsemi sinni. Einnig má nefna að losun er hluti af iðnaðar- ferlum álveranna og þar eru skýr markmið um að þau verði kolefnis- hlutlaus árið 2040 í takt við mark- mið stjórnvalda. Til marks um hversu vel er unnið að því að ná þessum markmiðum hafa álverin þegar náð þeim árangri að losun hefur dregist saman um 75% fyrir hvert framleitt tonn af áli frá árinu 1990. Það er óhætt að segja að við séum núna stödd mitt í grænni iðnbyltingu sem hófst seint á síðustu öld þegar ríki heims tóku ákvörðun um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til að bregðast við breyttum aðstæðum í umhverfinu. Það sem sker þessa iðnbyltingu frá öðrum er að í upphafi voru lausnirnar ekki hag- kvæmar ef þær voru yfir höfuð til en í öðrum iðnbyltingum voru það tækniframfarir sem vörðuðu leið- ina; tækniframfarir sem byltu við- teknum venjum og vinnubrögðum og voru hagkvæmar þannig að þær voru innleiddar sem leiddi þá til efnahagslegra framfara og meiri framleiðni. Í grænu iðnbyltingunni er þessu öfugt farið – við byrjum á því að setja markmið og það eru stjórn- völd sem gera það. Síðan þarf að finna bestu lausnirnar til að ná markmiðunum og það eru fyrir- tækin í atvinnulífinu sem gera það. Það er síðan stjórnvalda að skapa umgjörð sem hvetur til nýsköp- unar, orkuskipta og fjárfestinga þannig að metnaðarfullum mark- miðum verði náð.“ Sigurður nefnir að allar atvinnu- greinar þurfi að finna lausnir til að markmiðum um kolefnishlutleysi og jarðefnaeldsneytislaust Ísland verði náð. Hann segir það jákvætt að nýverið hafi Icelandair í sam- vinnu við Landsvirkjun farið í þró- unarverkefni í tengslum við orku- skipti í f lugi. „Útgerðin hefur þegar náð góðum árangri í losun líkt og iðnaðurinn. Þetta er að gerast meira og minna í öllum atvinnu- greinum. Dæmi um gott samstarf hins opinbera og atvinnulífsins á þessu sviði er nýr vegvísir um vist- væna mannvirkjagerð sem tengist byggingariðnaðinum.“ Nýsköpun í eðli sínu græn Sigurður nefnir nýsköpun. Hvaða hlutverk spilar hún í loftslags- málum í dag? „Í þessu heildarsamhengi þar sem stjórnvöld setja metnaðarfull markmið þá verður atvinnulífið að finna bestu lausnirnar til að ná þeim. Það gerist fyrst og fremst með nýsköpun sem er í eðli sínu græn því hún leiðir til nýrra lausna sem eru þá betri heldur en fyrri lausnir og betri í þessu tilliti þýðir minni losun. Ég get nefnt fyrirtæk- ið Carbfix sem hefur þróað lausn til þess að dæla koltvísýringi niður í berglög þar sem hann verður að steini. Þetta er byltingarkennd lausn á heimsvísu. Þannig skiptir frumkvæði atvinnulífsins máli. Það má líka halda því á lofti að Ísland varð fyrir um hálfri öld einn af brautryðjendunum í heiminum í nýtingu jarðvarma sem var hluti fyrri orkuskipta. Þá var mikil olíukrísa í heiminum þannig að olíuverð hafði hækkað mikið og til að bregðast við því var farið í nýtingu jarðvarma til húshitunar. Sú þekking sem þá varð til á grund- velli nýsköpunar hefur verið nýtt í að minnsta kosti 45 löndum í öllum heimsálfum. Ég get líka nefnt fyrirtæki eins og Carbon Recycling Internatio- nal sem er leiðandi á heimsvísu á sviði rafeldsneytis sem mun leika lykilhlutverk í orkuskiptum í heiminum sem fram undan eru en þar er jarðefnaeldsneyti skipt út fyrir hreina orkugjafa. Við á Íslandi viljum ganga alla leiðina; heimurinn ætlar að taka skrefið í þá átt að draga úr vægi olíunotk- unar en íslensk stjórnvöld hafa sett markmið um jarðefnaeldsneytis- laust Ísland árið 2040 sem þýðir að við hættum að flytja inn olíu og brenna en þess í stað að nýta hreina orkugjafa. Þá þarf að breyta rafmagni í orkugjafa sem hægt er að nýta í skipum, flugvélum og stærri ökutækjum. Rafeldsneyti er lausnin þar. Það er til mikils að vinna að verða sjálfbær og sjálf- stæð í orkumálum sem þjóð.“ Mikilvægt fyrsta skref Sigurður er spurður út í hlutverk loftslagsvegvísis atvinnulífsins. „Atvinnulífið hafði frumkvæði að því að vinna loftslagsvegvísi atvinnulífsins en það voru öll samtök helstu atvinnugreina sem tóku höndum saman og unnu að gerð vegvísisins með Grænvangi. Þetta er fyrsta skrefið á langri leið en er samt mikilvægt vegna þess að þarna eru markmiðin sett fram eftir atvinnugreinum; staðan er greind, fjallað um losun eftir atvinnugreinum og fjallað um helstu áskoranir og hvað standi í vegi fyrir því að hægt sé að ná árangri. Það er mjög misjafnt eftir greinum; stundum vantar grænar lausnir og stundum þarf fjárhags- lega hvata. Þannig er um að ræða mikilvægt fyrsta skref en næsta skref verður enn þá mikilvægara. Stjórnvöld hafa í því samhengi lagt áherslu á það bæði í stjórnar- sáttmálanum og það kom skýrt fram í máli forsætisráðherra á Iðnþingi um daginn að stjórnvöld vilja vinna náið með atvinnugrein- unum hverri fyrir sig að því að setja markmið. Afraksturinn af því er einnig einhvers konar kortlagn- ing á því hvað stjórnvöld þurfa að gera til þess að ryðja hindrunum úr vegi og greiða götu til að þessi markmið náist. Þannig að sú vinna verður væntanlega annar áfangi í loftslagsvegvísi atvinnulífsins. Ég geri ráð fyrir að önnur útgáfa Loftslagsvegvísis atvinnulífsins verði á næsta ári en það verður mjög mikilvægt skref. Í þessu samhengi hafa stjórnvöld horft til Danmerkur þar sem dönsk stjórn- völd fóru í sambærilega vinnu og þar voru gerðir samningar við einstakar greinar um hvata stjórn- valda um grænar fjárfestingar, græna nýsköpun og grænar lausnir. Þannig koma hvatar frá hinu opin- bera en atvinnulífinu er falið að koma með lausnir. Þetta er mjög spennandi verkefni og mun skipta miklu máli í því að ná þessum metnaðarfullu markmiðum sem sett hafa verið.“ ■ Við erum stödd í miðri grænni iðnbyltingu „Í þessu heildarsamhengi, þar sem stjórnvöld setja metnaðarfull markmið, þá verður atvinnulífið að finna bestu lausnirnar til að ná þeim,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 18 kynningarblað 25. mars 2022 FÖSTUDAGURSJÁLFBÆR REKSTUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.