Fréttablaðið - 25.03.2022, Síða 34

Fréttablaðið - 25.03.2022, Síða 34
Isavia er að hefja metár í fram- kvæmdum og þá er nauðsyn- legt að þau áform rími við sjálf- bærni- stefnuna. Sjálf- bærni- stefnan tengist beint inn í heildar- stefnu fyrir- tækisins því fyrir- tækið endur- skoðaði líka heild- arstefnu sína á síðasta ári. Isavia hefur mótað sér metn- aðarfulla sjálfbærnistefnu sem skiptist í fjóra áherslu- þætti. Það er umhverfishluti þar sem loftslagsmál eru áberandi auk auðlindanýt- ingar, samfélagsþáttur þar sem áhersla er lögð á lífsgæði og svo efnahagsþáttur þar sem horft er á virðissköpun. „Isavia var áður með aðskildar stefnur um annars vegar sam- félagsábyrgð og hins vegar umhverfisstefnu. Við höfum nú sameinað þessar tvær stefnur í eina sjálfbærnistefnu og um leið uppfært fimm ára aðgerðaáætlun okkar í málaflokknum. Við sam- einuðum stefnurnar á grundvelli þeirrar þróunar sem orðið hefur í málaflokknum undanfarin ár í bæði innra og ytra umhverfi félagsins,“ segir Hrönn Ingólfs- dóttir, forstöðumaður stefnumót- unar og sjálfbærni hjá Isavia. „Þar tökum við loftslagsmálin inn enn skýrar en áður. Stefnan skiptist í fjóra áherslu- þætti sem eru einmitt loftslagsmál sem tilheyra umhverfishlutanum auk áherslu á góða auðlindanýt- ingu, horft er á lífsgæði í samfélags- þættinum og svo undir efnahags- þættinum er horft á virðissköpun. Við sjáum að með skýrri stefnu náum við árangri hraðar og náum að koma betur til skila inn í fyrir- tækið hvert við erum að fara. Sjálfbærnistefnan tengist beint inn í heildarstefnu fyrirtækisins því fyrirtækið endurskoðaði líka heildarstefnu sína á síðasta ári. Sjálfbærni er alltumlykjandi í öllu sem við gerum og er ein af stefnu- áherslum félagsins. Grundvöllurinn fyrir því að árangur náist í þessum málaflokki er að yfirstjórn hafi skilning á honum. Ekki er sjálfgefið að sú sé staðan, jafnvel ekki árið 2022, en hjá Isavia styðja stjórnendur vel við vegferðina.“ Kolefnislaus árið 2030 Hrönn segir að varðandi loftslags- mál sé lögð áhersla á að fyrirtækið verði kolefnislaust árið 2030. „Við gerðum greiningu á því hvernig við kæmumst á þann stað; við vorum búin að skrifa undir það að fyrirtækið yrði orðið kolefnislaust árið 2050 samkvæmt yfirlýsingu Alþjóðasamtaka f lugvalla en svo fóru f lugvellir að færa sig nær í tíma og margir treystu sér í að þetta yrði mögulegt árið 2030. Okkur fannst það vera áhuga- vert en við vildum vera viss um að við réðum við það þannig að við létum gera ítarlega greiningu á ökutækjaflota Isavia sem telur yfir 140 tæki hjá móðurfélaginu. Kolefnisspor reksturs hjá okkur kemur að mestu frá elds- neytisnotkun. Það sem verður erfiðast fyrir okkur er að skipta út sameykjunum sem hreinsa f lugbrautirnar því þar er tæknin komin styst. Við vildum vera viss um að við gætum þetta, þannig að þetta markmið, að verða kolefnislaus árið 2030, er byggt á ítarlegum greiningum.“ Auðlindanýting Hvað auðlindanýtingu varðar segir Hrönn að lögð sé áhersla á sjálf bær innkaup og að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif. „Við erum að vinna að aðgerðum til að tryggja hringrásarfyrirkomulag hjá Isavia. Síðan horfum við á að byggja upp innviðina okkar á sjálf bæran hátt en það er mikil uppbygging fram undan á Kefla- víkurflugvelli. Við viljum gera það á sem umhverfisvænastan máta og fá BREEAM-umhverfis- vottun. Við erum þar í samvinnu við erlenda ráðgjafa sem aðstoða okkur. Í öllum svona framkvæmd- um er líka mjög mikilvægt að vera í góðu samstarfi við alla hagaðila innan og utan Keflavíkurflug- vallar.“ Samvinna Þegar kemur að samfélagsþætt- inum, lífsgæðum, segir Hrönn að Isavia vilji vera til fyrirmyndar í sjálf bærni á Íslandi. „Við erum að auka sjálf bærni í f lugvallarsam- félaginu á Keflavíkurflugvelli. Starfsfólk er í góðu samstarfi við viðskiptafélaga okkar og vinnur með rekstraraðilum á f lugvell- inum að ýmsum umbótum á þessu sviði. Félagið deilir sinni þekkingu og lærir af þeim. Við viljum ná árangri sem heild og erum þannig að ná öðrum með okkur því að það er líka á okkar ábyrgð, þótt við rekum ekki nema hluta af f lugvellinum, að öðrum gangi vel. Við vinnum líka með nærsamfélaginu. Isavia er hluti af samstarfi sem kallast Suðurnesjavettvangur þar sem við vinnum mjög markvisst og náið einmitt með sveitarfélögunum fjórum á Suðurnesjum, Kadeco og Sambandi sveitarfélaga á Suður- nesjum að úrbótaverkefnum.“ Langtímavirðisauki Svo er það efnahagsþátturinn og í því sambandi segir Hrönn Með skýrri stefnu gerast töfrar Hrönn Ingólfs- dóttir. „Við sjáum að með skýrri stefnu náum við árangri hraðar og náum að koma betur til skila inn í fyrir- tækið hvert við erum að fara.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR að Isavia vilji að reksturinn sé sjálf bær. „Við viljum skapa lang- tímavirðisauka inn í hagkerfið. Sem flugvöllur ber Isavia ákveðna ábyrgð á því sviði og við viljum taka ákvarðanir með sjálf bærni að leiðarljósi. Hún er alltumlykj- andi í stefnunni okkar og hugsun. Svo er þetta vegferð og það sem við þurfum að muna er að stuðla að framþróun og stöðugum umbótum. Það eru nýir straumar og stefnur á þessu sviði og maður þarf alltaf að fylgjast með og reyna að gera betur. Árangur næst ekki á einum dagi.“ Mikilvægi starfseminnar Isavia er að hefja metár í fram- kvæmdum og þá er nauðsynlegt að þau áform rími við sjálf bærni- stefnuna. „Tilgangur Isavia er að leiða f lugvallarsamfélag sem eykur lífsgæði og velsæld á Íslandi og það gerum við með því að tengja heiminn í gegnum Ísland. Með því að fjölga f lugtengingum erum við líka að auka hagvöxt á Íslandi og það er sagt að 10% fjölgun nýrra f lugtenginga auki hagvöxt um 0,5%. Þannig að í því samhengi erum við í rauninni að stækka til að uppfylla það og geta tekið á móti viðskiptavinum okkar. Það er í sjálfu sér ekki umhverfisvænt að byggja en við viljum gera það á sem sjálf bærastan hátt, til dæmis með efnisvali á vörum með lægra kolefnisspori. Við hlutum nýverið ISO14001 umhverfisvottun. Það skiptir okkur afar miklu máli að hafa vottað umhverfisstjórnunarkerfi sem nær yfir starfsemina. Vott- unin staðfestir áherslur okkar í sjálf bærni. Starfsfólk okkar hefur fengið fræðslu um kerfið, vottun- ina og sjálf bærnistefnu félagsins. Það skiptir höfuðmáli að fólkið okkar viti hvert við erum að fara og hvernig við komumst þangað. Saman náum við árangri.“ n Isavia leggur áherslu á að styðja vel við samfélagsleg verkefni og hefur sjálfbærni að leiðarljósi. 20 kynningarblað 25. mars 2022 FÖSTUDAGURSJÁLFBÆR REKSTUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.