Bændablaðið - 23.06.2022, Síða 16

Bændablaðið - 23.06.2022, Síða 16
16 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. júní 2022 Umhverfismál skipta miklu máli í daglegri umræðu. Hvort heldur að hlýnun andrúmsloftsins er náttúruleg eða af mannavöldum þá gildir það einu, við eigum að ganga vel um náttúruna og nýta alla hluti vel. Hvert spor í þá átt að minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda er því spor í rétta átt. Við erum að menga minna og ganga betur um náttúruna. Mengun er einfaldlega sóðaskapur. Íslenskur sjávarútvegur hefur dregið saman heildarlosun á CO2 yfir 50% frá 1995 til 2020 (sjá mynd 1). Þennan árangur má einkum þakka fiskveiðistjórnarkerfinu eins og dr. Stefán B. Gunnlaugsson, dósent við Háskólann á Akureyri, lýsti vel í viðtali í Bændablaðinu í fyrra. Hann fullyrti einfaldlega að íslenska kvótakerfið væri umhverfisvænt og byggði þá fullyrðingu á rannsóknum sínum. Vissulega hefur kvótakerfið skipt miklu þegar við lítum til baka en hvernig verður framtíðin? Líklega munu tæknibreytingar skipta mestu um frekari samdrátt mengunar frá sjávarútvegi. Við fengum Sævar Birgisson skipatæknifræðing til að segja okkur frá reynslu sinni og hvernig hann sér framtíðina í sjávarútvegi. Stór hæggeng skrúfa minnkar útblástur Sævar Birgisson var hvatamaður þess að Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum og HG á Hnífsdal smíðuðu togarana Breka og Pál Pálsson. Nýjungin við smíðarnar fólst í því að skrúfur skipanna voru mun stærri og hæggengari en þekktust í skipaflota Íslendinga. Bæði skipin komu í stað japanskra togara sem smíðaðir voru upp úr 1970. Skrúfur Breka og Páls voru 4,8 metrar í þvermál í stað skrúfu Japanstogaranna sem voru 3ja metra skrúfu (sjá mynd 2). Upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir að olíusparnaður yrði 25–30% á hvert veitt kíló fiskjar með stærri skrúfu en raunin er 40–50% sparnaður. Sævar Birgisson féllst á að segja okkur aðeins frá þessari hugmynd sinni. „Við upphaf vélvæðingar skipa voru skipin oftast með stóra og hæggenga skrúfu, en smám saman, með hraðgengum díselvélum, urðu þær minni og hraðgengari. Ég fór fyrst að velta þessu fyrir mér á árunum milli 1970 og 1980 en þá komu margir togarar til landsins. Flestir voru smíðaðir í Noregi en einnig í Frakklandi og á Spáni. Norsksmíðuðu togararnir voru með tveggja metra skrúfu, sem hentaði norsku Wichmann-vélunum sem snerust 375 sn/mín, en þeir frönsku voru með 2,6 metra skrúfu, sem snerist 260 sn/min. Frönsku skipin voru með franskar vélar af Crepelle-gerð. Menn töluðu mikið um hvað þessar Crepelle-vélar væru sparneytnar samanborið við norska Wichmanninn, en þessi sparneytni frönsku togaranna hafði að sjálfsögðu ekkert með aðalvélina að gera, það vara bara þessi 60 sentimetra mismunur á stærð skrúfunnar sem gerði gæfumuninn. Upp úr olíukreppunni 1973 fóru menn að skipta út þessum hraðgengu 2 m skrúfum, fyrir 3 m hæggengari skrúfur og spöruðu á þann hátt 25–30% orku miðað við 2 m skrúfurnar,“ segir Sævar. -En hvers vegna notar stór hæggeng skrúfa minni orku en sú minni og hraðgengari? „Það er í rauninni skíteinföld eðlisfræði,“ segir Sævar. „Það er miklu árangursríkara að hraða upp miklu magni af vatni lítið í stað þess að hraða litlu magni af vatni mikið. Skipsskrúfa er ekkert öðruvísi en vængur á vindmyllu eða flugvél. Og það er þannig að besti vængurinn er óendanlega þunnur og óendanlega langur.“ Tvö troll minnka veiðiálag „Við útreikning á olíunotkun reiknuðum við ekki með þeirri miklu veiðiaukningu sem varð við að nota tvö troll. Það kom okkur í opna skjöldu. Aukin veiðigeta fólst í því að togspyrnan var meiri og geta skipanna til að draga tvö troll NYTJAR HAFSINS Sigurgeir B. Kristgeirsson binni@vsv.is Mynd 1. Heildarlosun á CO2 frá sjávarútvegi og matvælaiðnaði hefur verið ríflega helmingi minni á undanförnum árum en hún var undir lok síðasta áratugar. Langstærsti hluti þessa er vegna minni olíunotkunar í sjávarútvegi, eins og sjá má í umfjöllun í hlutanum um olíunotkun. Fiskeldi er talið með í þessum tölum um fiskveiðar, en umsvif þess hafa stóraukist á undanförnum árum. Margir samverkandi þættir skýra árangurinn, en hæst ber fiskveiðistjórnunarkerfið enda gætir áhrifa þess á flesta aðra þætti sem koma við sögu. Kerfið sjálft hefur eflst, fjárfesting í tækjum og búnaði verið mikil, skipum hefur fækkað og eru þau í dag mun öflugri og hagkvæmari í notkun, breytt orkunotkun og almennt meiri og betri vitund um umhverfismál. Mynd / radarinn.is Mynd 2. Hér sjáum við 3ja metra skrúfu sem var undir gamla Páli Pálssyni (smíðuðum í Japan 1972) og 4,7 metra skrúfu undir nýja Páli Pálssyni, smíðuðum í Kína 2018. Maðurinn á myndinni er 1,8 metrar. Lög um landhelgi standa í vegi fyrir minni mengun – Íslenska kvótakerfið er umhverfisvænt Úttekt á ástandi nytjastofna og ráðgjöf fyrir komandi fiskveiðiár: Ráðlagt aflamark þorsks lækkað Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar fyrir fiskveiðiárið 2022/2023 leggur til 6% lækkun á aflamarki þorsks og að ráðlagður heildarafli fari úr 222.373 í 208.844 tonn. Lækkun er rakin til lækkunar á mati á viðmiðunarstofni og sveiflujöfnunar í aflareglu. Samkvæmt ráðgjöfinni er gert ráð fyrir að viðmiðunarstofn þorsks fari hægt vaxandi næstu tvö til þrjú ár þegar árgangarnir frá 2019 og 2020 koma inn þar sem þeir eru nú metnir yfir meðallagi. Aukin ýsa en minni af ufsa Samkvæmt aflareglu verður aflamark ýsu 62. 219 tonn sem er 23% hækkun frá yfirstandandi fiskveiðiári. Áætlað er að við- miðunarstofninn muni stækka næstu tvö árin vegna góðrar ný- liðunar frá 2019 og 2020. Ráðgjöf fyrir ufsa samkvæmt aflareglu lækkar um 8% frá yfir- standandi fiskveiðiári og er alls 71. 300 tonn. Gullkarfa nálgast aðgerðamörk Nýliðun gullkarfa hefur verið mjög slök undanfarinn áratug og hrygningarstofn minnkað umtalsvert og mælist við aðgerðamörk. Fyrirséð er að stofninn fari minnkandi á komandi árum og að draga þurfi verulega úr sókn. Samkvæmt aflareglu verður heildaraflamark gullkarfa 25. 545 tonn og 20% lægra en á yfirstandandi fiskveiðiári. Ráðgjöf fyrir grálúðu stendur í stað frá fyrra ári og er 26. 710 tonn. Minni sókn í íslensku sumargotssíldina Samkvæmt úttekt Hafrannsókna- stofnunar hefur stofnstærð íslensku sumargotssíldarinnar farið vaxandi. Árgangar 2017 og 2018 eru metnir talsvert stærri en undangengnir árgangar og eru nú meginuppistaðan í viðmiðunarstofninum. Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar gerir ráð fyrir 66.195 tonna afla fiskveiðiárið 2022/2023 en sam- kvæmt aflareglu stjórnvalda er hann 72.239 tonn á yfirstandandi fiskveiðiári. /VH Sævar Birgisson. Tillögur um hámarksafla fiskveiðiárið 2022/2023 ásamt tillögum og aflamarki stjórnvalda fyrir fiskveiðiárið 2021/2022. Mynd / Hafrannsóknastofnun.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.