Bændablaðið - 23.06.2022, Page 17

Bændablaðið - 23.06.2022, Page 17
17Bændablaðið | Fimmtudagur 23. júní 2022 á djúpu vatni jók veiðiafköstin mun meira en við bjuggumst við því þau gátu dregið tvö troll. Við það að geta dregið tvö troll við erfiðar aðstæður tvöfaldaðist aflinn en olíunotkunin jókst einungis um þrjátíu prósent,“ segir Sævar. Drætti tveggja trolla má líkja við slátt túna nú og í upphafi vélvæðingar. Þá voru litlar dráttarvélar með sláttugreiður sem náðu kannski hátt í tvo metra til hliðar við slátt. Sama átti við þegar hey var þurrkað. Litlar dráttarvélar drógu rakstrarvélar sem sneru heyinu en síðar komu heytætlur til sögunnar og stjörnum þeirra fjölgaði. Stærri tæki þurftu meira afl. Í dag eru tún slegin með stórum aflmiklum dráttarvélum og sláttuhaf þeirra er um 10 metrar eða meira. Það segir sig sjálft að álag á túnin er mun minna með stórum afkastamiklum dráttarvélum heldur en þeim litlu. Það eru miklu færri ferðir farnar yfir túnin. Lög koma í veg fyrir framþróun Lög um landhelgi Íslands koma í veg fyrir að togbátar sem mega fara upp að 3–4 mílum verði endurnýjaðir með tilliti til umhverfissjónarmiða og að olíunotkun þeirra minnki. Lögin kveða á um svokallaðan aflvísi en í þeim felst m.a. að lögfest að hver stærð skrúfu megi vera á 29 metra (3ja mílna) togbátum og 42 metra (4ra mílna) togbátum. Í skýrslu um græn skref í sjávarútvegi sem gefin var út af fjármála- og efnahagsráðuneytinu stendur að „regluverk má ekki standa í vegi fyrir árangri í loftslagsmálum. Þar er aflvísir skýrasta dæmið“. Þá segir í skýrslu starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra frá 2018 um heildarendurskoðun á notkun veiðarfæra, veiðisvæða og verndunarsvæði á Íslandsmiðum: „Ákvæði þessi (m.a um aflvísi) byggist hvorki á fiskifræðilegum né vistfræðilegum forsendum.“ Og enn fremur að „of miklar stærðartakmarkanir stjórnvalda á veiðiskipum geti hamlað framþróun s.s. til bættrar aflameðferðar, aðbúnaðar áhafnar og öryggismála.“ Þá lagði starfshópurinn áherslu á að „stærðarmörk veiðiskipa séu endurskoðuð með reglubundnum hætti“. Það er því afar mikilvægt að lög standi ekki í vegi fyrir því að tækniframfarir verði nýttar til minnkunar mengunar. - En hver er framtíðin í orku - skiptum? „Ég er satt best að segja pínu tíndur í þessu öllu. Það er engin ein lausn á borðinu. Vélaframleiðendur tala einn daginn um ammoníak og svo um eitthvað annað næsta dag. Það er einfaldlega mikil þróun og deigla í gangi. Því verða orkuskiptin að eiga sér stað í skrefum. Í dag sjáum við möguleika á að vera með vélar sem ganga að helmingi fyrir díselolíu og hinum helmingi fyrir metanóli. Vélaframleiðendur segja okkur að þeir séu klárir með þá aðferð. Gallin við metanól er að við fáum ekki hreinan útblástur með því að nota það. Við erum hins vegar að endurnýta mengun sem er vissulega áfangi,“ segir Sævar. „Það sem við viljum sjá er auðvitað hreinan orkugjafa. Eini almennilegi hreini orkugjafinn er vetni og svo auðvitað rafmagn.“ Höfundur viðtalsins er fram- kvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar en Vinnslustöðin á Breka. Á aðalfundi Vinnslustöðvarinnar lýsti stjórnarformaður félagsins því yfir að félagið vildi smíða ný 3 og 4 mílna skip sem gætu brennt metanóli til helminga á móti díselolíu. Athygli lesenda er því vakin á að höfundur á hagsmuna að gæta með greinarskrifum þessum. Gróffóðurkeppni Yara 2022 Kynning á keppendum 1. 20 km austur af Selfossi við bakka Þjórsár. 2. Jörðin er rúmir 200 hektarar og þar af ræktað land 73 hektarar. 3. Blandað bú með 32 kýr í gamaldags básafjósi, 130 veturfóðraðar ær, 20 hesta, hænur, geitur og angórukanínur. 4. Að gleyma sér ekki á sófanum, á við um margt annað líka. 5. Vallarfoxgras með 15% vallarsveif. 6. Nei aldrei. 7. Fyrir utan búskapinn er hestamennskan fyrirferðamikil en annars erum við með fjölbreytt áhugamál. Stangveiði, skotveiði, bílar og jeppar ásamt smíði og handavinnu ýmiskonar. Svo horfum við mikið saman á íþróttir. 1. Staðarsveit í Snæfellsbæ. 2. 500 hektarar, þar af 120 ha ræktað land (50 ha á leigulandi). 3. 90 mjólkurkýr og tilheyrandi kvíguhjörð/nautaeldi og 30 ær (til leiðinda). 4. Íslenska veðráttan. 5. Grasfræblandan Beit og heyfengur frá Fóðurblöndunni. 6. Já með skeljasandi. 10 tonn/ha síðustu tvö vor. 7. Ýmislegt, misgáfuleg þó... Axel Páll Einarsson og Elísabet Thorsteinson Syðri-Gróf 2 Jón Svavar, Kristján, Þórður og fjölskyldur Ölkelda Sláturfélag Suðurlands svf. | Fosshálsi 1, Reykjavík - 575-6000 | yara@yara.is | www.yara.is 1. Hvar er bærinn? 2. Stærð jarðar og þar af ræktað land? 3. Gerð bús? 4. Hvað telur þú vera stærstu áskorunina í keppninni? 5. Hvert er sáðgresi keppnisspildunnar? 6. Hefur keppnisspildan verið kölkuð? Ef svo er þá með hvaða kalkgjafa og hve mikið? 7. Áhugamál? Spurningalistinn Ölkelda Syðri-Gróf 2 Mynd 3. Togari að draga tvö troll. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri LS, segir að meðalafli í róðri hjá strandveiðibátum hafi farið vaxandi á undanförnum árum og ekkert lát sé á því í ár. „Í ráðgjöf Hafró kemur fram að stofnunin leggur til að þorskafli verði minnkaður um 13.527 tonn, sem svarar til 6,1% skerðingar og er það þriðja árið í röð sem stofnunin leggur til skerðingu, en samanlagt nemur sú skerðing 63 þúsund tonnum eða rúmum 23%. Skerðingar undanfarinna ára eru ekki í neinu samræmi við upplifun sjómanna um hvernig veiðar ganga. Meðalafli í róðri hjá strandveiðibátum hafi farið vaxandi á undanförnum árum og ekkert lát á því í ár. /VH Enn skerðingin í þorski

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.