Bændablaðið - 23.06.2022, Page 24
24 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. júní 2022
HRINGINN Í KRINGUM LANDIÐ
Austurland & Austfirðir
18.-25. júní Gönguvikan Á fætur í Fjarðabyggð, fjölskylduvænar
gönguferðir og afþreying.
25. júní Skógardagurinn mikli í Hallormsstaðarskógi.
Norðurland & Norðausturland
24.-26. júní Lummudagar! Notaleg fjölskylduhátíð í Skagafirði með
fjölbreyttri dagskrá.
24.-25. júní Midnig ht Sun Whitewater hátíðin verður hald in eft ir
tveggja ára hlé. Flúðasigl ing um miðnætti niður Jökulsá
Austari, kajaksiglingin Fire and Ice, grill, tónlist og margt fleira.
24.-26. júní Bæjarhátíðin Hofsós heim. Varðeldur, sjósund & markaðir.
Reykjanes, Suðurland, Suðaustur & Suðvesturland
24.-26. júní Hvalfjarðardagar.
24.-26. júní Humarhátíð á Höfn í Hornafirði þar sem boðið er upp
á humarsúpu og fjölbreytta skemmtidagskrá. Sömu
helgi er í gangi flughátíð á Hornafjarðarflugvelli, sem fjölskylda Vignis
Þorbjörnssonar heldur honum til heiðurs, en hann sinnti flugþjónustu
Hornafjarðarflugvallar nánast allt sitt líf.
25. júní Jónsmessuhátíð Eyrarbakka. Varðeldur, markaðir o.fl.
30. júní-3. júlí Goslokahátíð Vestmannaeyja þar sem lokum eldgossins
á Heimaey 1973 er fagnað.
Vesturland, Norðvesturland & Vestfirðir
24.-26. júní Hamingjudagar á Hólmavík fyrir alla fjölskylduna.
24.-26. júní Brákarhátíð – Fjölskylduhátíð í Borgarnesi og svo má
ekki gleyma Landsmóti UMFÍ fyrir aldurshópinn 50+
24.-26. júní Danskir dagar á Stykkishólmi.
30. júní-2. júlí Markaðshelgin – Fjölskylduhátíð í Bolungarvík.
30. júní-3. júlí Írskir dagar – Bæjarhátíð á Akranesi.
Á döfinni í júní ...
(Svo er nú sjálfsagt eitthvað sem hefur ekki
komist á lista, en hér að ofanverðu er ýmislegt
upptalið sem má skemmta sér við.)
Þegar döggin drýpur og draumarnir rætast:
Jónsmessuhátíðin
Víkurhvarf 5
Vagnar o s álgrindahús
frá WECKMAN Steel
STÁLGRINDAHÚS
Fjöldi stærða og gerða í boði
Stærð palls 2,55 x 8,60 m
Verð kr. 1.890.000,- með virðisaukaskatti
Weckman flatvagnar
/ löndunarvagnar
RÚLLUVAGNAR –
LÖNDUNARVAGNAR
Stærð palls 2,55 x 9,0m
Vagnar 6,5 - 17 tonn.
Verðdæmi:
8 tonn kr. 1.250.000,- með virðisaukaskatti.
12 tonn kr. 1.590.000,- með virðisaukaskatti.
STURTUVAGNAR
Burðargeta 6,5 – 17 tonn
þak og veggstál
galvaniserað og litað
Bárað•
Kantað•
Stallað•
Fjöldi lita í boði
Víkurhvarfi 5 • Kópavogi • Sími 588 1130
hhaukssonehf@simnet.is
Víkurhvarf 5
SK
ES
SU
HO
RN
2
01
2
Víkurhvarf 5
Vagnar og stálgrind hús
frá WECKMAN Steel
STÁLGRINDAHÚS
Fjöldi stærða og gerða í boði
Stærð palls 2,55 x 8,60 m
Verð kr. 1.890.000,- með virðisaukaskatti
Weckman flatvagnar
/ löndunarvagnar
RÚLLUVAGNAR –
LÖNDUNARVAGNAR
Stærð palls 2,55 x 9,0m
Vagnar 6,5 - 17 tonn.
Verðdæmi:
8 tonn kr. 1.250.000,- með virðisaukaskatti.
12 tonn kr. 1.590.000,- með virðisaukaskatti.
STURTUVAGNAR
Burðargeta 6,5 – 17 tonn
þak og veggstál
galvaniserað og litað
Bárað•
Kantað•
Stallað•
Fjöldi lita í boði
Víkurhvarfi 5 • Kópavogi • Sími 588 1130
hhaukssonehf@simnet.is
Víkurhvarf 5
SK
ES
SU
HO
RN
2
01
2
Ögurhva fi 8
7-18 tonn
Samkvæmt bókinni Saga daganna
eftir Árna Björnsson kemur fram
að Jónsmessan, hátíð álfa og
ófrenja, hafi frá fornu fari verið
haldin hátíðleg sem miðsumarsnótt
í Evrópu, þar sem gleðskapurinn
átti það til að fara verulega úr
böndunum.
Nema auðvitað ef brennur,
kynsvall og dansleikir undir þema
djöflatrúar séu fólki daglegt brauð.
Var þetta allt undir þeim yfirskildi
að hér væri um töfra náttúrunnar
að ræða. Um er að ræða tímabilið
16.-17. öldin þegar farið var að skrá
dýrmætar heimildir niður á pappír,
en fyrir þann tíma þótti ekki vert að
eyða dýrmætu skinni í að festa niður
frásagnir af slíkri hegðun.
Hjáguðir eða gleðimenn
Gleðimaðurinn Marteinn Lúther
nokkur, þýskur munkur og einn
þekktasti siðabótamaður kirkjunnar
á þessum tíma, sveiflaðist til og
frá í skoðunum sínum er viðkomu
þeirri trylltu gleði er Jónsmessan
bauð upp á. Framan af ævi sinni
virðist hann ekki andvígur slíkum
skemmtunum – eða skemmtunum
yfir höfuð sem blönduðust ekki
saman við helgisiði kirkjunnar,
en með aldrinum snerist hann þó
gegn gleðskapnum sem slíkum.
Tæplega fimmtugum að aldri þótti
honum nóg komið en vildi þó halda
í Jónsmessuna á þann hátt að hún
skyldi verða hátíð predikarans auk
þess að hreinsa skyldi hana af allri
hjáguðadýrkun. Þessi hugmynd fékk
lítinn hljómgrunn og því fordæmdi
hann Jónsmessu alfarið.
Þessi skemmtilega hátíð ber því
í dag keim af kaþólskri trú, messu
Jóhannesar skírara og göldrum hins
ærslafulla almennings.
Töfranótt
Aðfaranótt Jónsmessunætur þykir
ein fjögurra nátta ársins sem
magnaðastar þykja hvað varðar töfra
á einhvern hátt – en hinar eru jóla-
nýárs- og þrettándanótt.
Þær eiga það sameiginlegt að
vera í nánd við sólhvörf, sumars
eða vetrar, og á þeim flestum
rætast draumar, dýr tala og allir
yfirskilvitlegir hæfileikar og máttar
koma í ljós, fólki til gleði eða ama.
Óskasteinar, lausnarsteinar,
draumagras, lásagras og huliðs-
steinar tala til hjörtu trúaðra á
Jónsmessunni, svo eitthvað sé nefnt.
Döggin
Svo eru þeir til sem nýta nóttina
eða jafnvel daginn til þess að vera
frjálslega til klæða – hugsanlega
svo auðvelt sé að koma sér úr
leppunum og velta sér í dögginni
þegar hún birtist. Þóttu slíkar veltur
afar heillandi hér áður fyrr og fylgdu
ýmsar sögur hvers vegna. Einhverjir
vildu meina að döggin lengdi lífið,
aðrir trúðu á drauma sína eftir
nætursvefn í kjölfarið og enn öðrum
fannst gaman að ögra tilverunni með
því að verða votir, gætu fengið flensu
í kjölfarið og jafnvel látist – en slíkt
var ekki óalgengt hér á öldum áður.
Sannkallaðir daredevils þessir sem
veltu sér úr dögginni semsé.
Réttast er þó víst að allir finni
töfrana innra með sjálfum sér og
hvað á best við hvern og einn, en eitt
er víst að nóg er af þeim í kringum
þessa merkilegu hátíð. /SP
Töfrar brönugrass áttu
að leynast í rótinni en
menn töldu að hún
gæti losta og ástir
auk þess að stilla
ósamlyndi hjóna ef á
henni væri sofið. Best
væri að tína hana í
fjörum og drekka af
henni seyði. Ef átti
að ná ástum annarra
skyldi lauma rótarbita
undir kodda þess sem
hugurinn girntist og þá
yrði takmarkinu náð.
Skil milli þess skilvitlega og óskilvitlega eru jafnan óskýr
á Jónsmessunni og telja margir að í logunum felist kraftur
fyrirheita. Gjarnan má horfa í eldinn og sjá fyrir sér framtíð
sína og trúa margir að þær sýnir rætist fremur öðrum.
Á meðan venja er að velta sér upp úr dögginni við
dögurð kjósa aðrir að vaða í Hvaleyrarvatni undir
miðnætursólinni.
Talið var að ómennskar skepnur á borð við kýr og annan
búfénað fengju málið á Jónsmessunótt og gerðu – og gera
ef til vill enn margir sér leik að því að standa við fjósdyrnar
og hlera. Ekki er vitað hvort árangur ber erfiði.
Ein þekktasta saga um selinn á rætur sínar að rekja
til Jónsmessunætur, en þá er trú að selir fari úr ham
sínum. Segir sagan frá selkonu sem missti ham sinn
í hendur bónda nokkurs er leist vel á konuna – og
áttu þau saman börn og buru. Konan fann þó ham
sinn eftir þó nokkur ár og steypti sér í sjóinn en
mælti áður: „Mér er um og ó, ég á sjö börn í sjó og
sjö börn á landi.“