Bændablaðið - 23.06.2022, Side 45

Bændablaðið - 23.06.2022, Side 45
45Bændablaðið | Fimmtudagur 23. júní 2022 Tryggvi Ámundsson læknir, sem sat fyrir svörum í Fréttabréfi um heilbrigðismál hálfri öld síðar – í júní 1978, bendir hins vegar á að ekki þyki joðið heppilegt sáravatn. „Joðupplausn sótthreinsar að vísu ágætlega húð, en blóð og blóðvatn minnkar að miklu leyti alla sótt hreins andi eiginleika hennar. Auk þess svíður óþyrmilega undan joði þegar það er borið í sár.“ Mengun hefur alvarleg áhrif Varast skal þó að innbyrða of mikils magns af joði. Vitað er til þess að sjávargróður geti innihaldið málma á borð við blý, ál og aðra þungmálma ef um mengað umhverfi sjávar er að ræða. Ýmsar rannsóknir hafa svo bent á að of stór skammtur joðs geti haft alveg öfug áhrif á þá sem eiga við skjaldkirtilsvandamál að stríða og valdið algerri vanvirkni hans. Upplýsingar frá Apótekum Lyfju greina frá svipuðum upp- lýsingum, en á vefsíðu þeirra kemur eftirfarandi fram: „Þó að joð sé nauðsynlegt í skjaldkirtilshormónum getur mjög stór skammtur af því fyllt skjaldkirtilinn um of og dregið um leið úr eðlilegri virkni hans. Mikil neysla á joði getur valdið vanvirkni skjaldkirtilsins. Ráðlegt er að forðast stóra skammta af náttúrulækningarlyfjum og fæðubótarefnum sem innihalda mikið af joði.“ Allt er gott í hófi Í raun má því segja að þarna sé fín lína sem þarf að dansa þegar kemur að inntöku joðs. Guðrún Bergmann, öflugur talsmaður lífsstíls náttúrulegrar heilsu, greinir frá því á vefsíðu sinni að hafa verið greind með van- virkan skjaldkirtil, en tekist að leiðrétta virkni hans án þess að fara á skjaldkirtilslyf, þá með joðbætiefninu Red Tiger. Hvað svo sem hverjum finnst er allt gott í hófi og því ekki úr vegi að fá sér gönguferð meðfram strandlengju einhverri og horfa yfir þarabreiðurnar. Söl hafa löngum kætt bragðlauka Íslendinga, sumir smyrja þau smjörklípu eins og gert er við harðfiskinn á meðan aðrir steyta þau úr hnefa eða tyggja með harðfisknum. Sumir saxa niður hvers kyns þara og bæta út í súpur eða hrísgrjónarétti, aðrir þurrka og mylja niður í þeytinga og enn aðrir nýta þessa auðlind joðsins í andlitsmaska. Að lokum Hafa skal í huga varðandi joðneyslu, að rétt er að vera á varðbergi er kemur að skjaldkirtlinum og hika ekki við að biðja heimilislækni að taka blóðsýni ef grunur leikur á truflunum á starfsemi hans. Tiltölulega auðvelt er að greina slíkt, þá með hormónamælingum í blóði. 25. júní á Selfossi Við bætum þjónustuna á Selfossi með því að hafa opið á laugardögum milli klukkan 10:00 og 14:00. Af því tilefni verða ýmis tilboð í verslun Fóðurblöndunnar á Selfossi, Austurvegi 64a, laugardaginn 25. júní. www.fodur.is fodur@fodur.is FB Reykjavík 570 9800 FB Selfoss Austurvegur 64 a 570 9840 FB Hvolsvöllur 570 9850 SENDUM UM ALLT LAND Komdu og kíktu á úrvalið hjá okkur. Settu nafnið þitt í pottinn og þú gætir unnið glæsilegan vinning. Dregið 27. júní. LAUGARDAGS OPNUNAR TILBOÐ Smiðjuvellir 9 300 Akranes 430 6600 akur@akur.is AKURShús - timbureiningahús íslensk hönnun & framleiðsla Afhent samsett á byggingarstað eða ósamsett í einingum – Við allra hæfi – „ Kannaðu málið á akur.is og pantaðu frían húsabækling Margar stærðir og gerðir frá 93 - 227m2 Innifalið í verði er nefhjól, varadekk, öryggiskeðja, geymslukassi. Stærð kassi 2300x1400x440. 750 kg. Verð kerra án festinga fyrir hjól 240.000 kr. Verð kerra með festingum fyrir hjól 270.000 Auðvelt er að taka hjólafestingarnar af og nota kerruna til flutninga. Vandaðar Alzaga kerrur frá Spáni - 39 ára reynsla Mar Design ehf s. 6660632 Álfhellu 4 221 Hafnarfirði Samkvæmt 26. tölublaði Fálkans árið 1963 er joð að sjálfsögðu eitt af því sem allt almennilegt fólk hefur í lyfjaskápnum. Mynd /timarit.is Dvergþang. Mynd / Wikipedia Söl. Mynd / Wikipedia Hrossaþari í sólskinsbaði. Mynd / Unsplash →

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.