Bændablaðið - 23.06.2022, Qupperneq 47

Bændablaðið - 23.06.2022, Qupperneq 47
47Bændablaðið | Fimmtudagur 23. júní 2022 „Það var komin þörf fyrir stækkun, undanfarin ár hefur mikið verið bókað hjá okkur og fólk biður gjarnan um herbergi með sérbaðherbergjum. Við erum með þessum fram­ kvæmdum að bregðast við þörfinni,“ segir Helgi Sigurðsson hjá Blábjörg Resort, sem ásamt Auði Völu Gunnarsdóttur hefur byggt upp öfluga ferðaþjónustu á Borgarfirði eystra. Nú standa yfir framkvæmdir við stækkun á bæði hóteli og heilsulind sem þau reka samhliða. Helgi segir að allt sé nú á fullu við að byggja 520 fermetra hús á tveimur hæðum og stendur það við hlið Gamla frystihússins. Á efri hæð hússins verða í allt níu lúxusherbergi, en einnig bjóða þau upp á íbúðir og herbergi með sameiginlegri aðstöðu. Á neðri hæðinni verður rúmgott spa, bjórböð, þaraböð, eimböð og þar verður einnig boðið upp á spa meðferðir. Helgi og Auður Vala hafa rekið Heilsulind á Borgarfirði eystra undanfarinn áratug, en svæðið var á þeim tíma vinsælt sem göngusvæði en engir heitir pottar fyrir hendi til að hvíla lúin bein eftir gönguna. Vinsældirnar hafa vaxið og æ fleiri ganga þar um yfir sumarið. Bjórböð, þaraböð og saunaböð „Við vorum með tvo heita viðar­ potta á útisvæðinu okkar ásamt saunatunnu og inni er einn heitur pottur og innrauð sauna. Það hefur verið mikil ásókn í þessa þjónustu og oft þurft að vísa fólki frá, þannig að við tókum þá ákvörðun að stækka við okkur. Og taka þetta skrefinu lengra í rauninni með því að bjóða upp á bjórböð og þaraböð,“ segir Helgi. Bjórinn sem notaður er í bjórböðin kemur úr eigin brugghúsi, KHB­ Brugghús, og þarinn úr firðinum. Þrjár tegundir eimbaða verða í nýja húsinu sem er í byggingu, venjuleg finnsk sauna, innrauð sauna og blaut sauna. Tjón hefur á stundum orðið á heitu pottunum sem eru utandyra, þeir hafa orðið fyrir verulegum skemmdum eftir óveður að vetrarlagi. Í janúar segir Helgi að enn eitt skiptið hafi gert ofsaveður með þeim afleiðingum að allt útisvæðið eyðilagðist, pottarnir og saunatunnan. „Nú steypum við heita potta og vonum að þeir standi betur gegn veðurhamnum.“ Endurbyggja gamla kaupfélagshúsið Helgi segir að samhliða þessum framkvæmdum hafi þau einnig unnið við endurbyggingu Gamla Kaupfélagsins, en það hús er eitt hið elsta í þorpinu, byggt 1897. Endurbyggingin er unnin í samstarfi við Minjastofnun og segir hann að verið sé að leggja lokahönd á verkið um þessar mundir. Í húsinu starfrækja þau brugghús og framleiða að auki tegundirnar Landa og Gin. Þá er ölstofa í húsinu. „Landinn hefur fengið góðar viðtökur og er í boði í öllum vínbúðum landsins,“ segir hann. KHB­Ginið keppir á erfiðum markaði en hlaut silfurverðlaun í alþjóðlegri keppni í London nýverið. „Við erum afskaplega ánægð með þessi verðlaun og þau hvetja okkur til dáða,“ segir hann og bætir við að bjórinn frá brugghúsi þeirra hafi einnig fengið góðar viðtökur neytenda. Sem dæmi hafi páskabjórinn verið sá söluhæsti frá handverksbrugghúsi miðað við dreifingu í Vínbúðunum. Flytja inn hús fyrir starfsfólk „Það gefur augaleið að við svona stækkun sem við erum að fara út í núna þarf fleira starfsfólk og meira húsnæði. Við erum að flytja inn þrjú tilbúin 52 fermetra hús frá Lettlandi og eru þau væntanleg hingað til okkar í lok júní,“ segir Helgi en húsin eru með tveimur svefnherbergjum og við þau er rúmgóð verönd. „Þetta er spennandi verkefni og það skiptir miklu að fá húsin alveg fullbúin hingað á staðinn, það á bara eftir að setja þau upp,“ segir hann. /MÞÞ Stóðhesturinn Aðall tekur á móti hryssum í Hjarðarholti, Stafholtstungum í sumar. Aðall er með heiðursverðlaun fyrir afkvæmi, hefur sannað sig sem kynbótahestur og alltaf fyljað mjög vel. Stóðhesturinn Aljón tekur á móti hryssum í Nýjabæ í sumar. Aljón gefur þæg hross, auðveld í tamningu og með góð gangskil. Aðall frá Nýjabæ Aðaleinkunn 8,64 F. Adam frá Meðalfelli M. Furða frá Nýjabæ Aljón frá Nýjabæ Aðaleinkunn 8,18 F. Fróði frá Staðartungu M. Furða frá Nýjabæ Upplýsingar gefur Olla og Guðbrandur í síma 435-1233/866-0207, Hrefna (Aðall) í síma 863-7364. Varahlu�r i VOLVO Vinnutæki Verið er að byggja 520 fermetra hús á tveimur hæðum við hlið Gamla frystihússins. Mynd / Aðsend Blábjörg Resort á Borgarfirði eystra: Stækka hótel og heilsulind Grunnnámskeið um rétta og örugga meðferð á hífibúnaði. Nánari upplýsingar og skráning eru á: isfell.is/course eða skannaðu kóðann. Þekking og þjónusta Óseyrarbraut 28 Sími 5200 500 NETNÁMSKEIÐ í meðferð á hífibúnaði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.