Bændablaðið - 23.06.2022, Qupperneq 54

Bændablaðið - 23.06.2022, Qupperneq 54
54 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. júní 2022 Fyrir röskum tveimur árum hófst umfangsmikið starf á vegum mjólkuriðnaðarins sem beindist að skoðun á innflutningi landbúnaðarvara, eftirfylgni við- skiptasamninga og fleiri þáttum sem varða starfsumhverfi fram- leiðslufyrirtækja í greininni. Þann 21. febrúar sl. birti Ríkisendurskoðun úttekt á starf- semi Skattsins við framkvæmd tollalaga. Í henni kemur fram viðamikil gagnrýni á tollafram- kvæmd Skattsins og er það álit Ríkisendurskoðunar að dregið hafi úr getu endurskoðunardeildar Skattsins til að fást við stærri og flóknari mál, sem hefur hindrað að tollyfirvöld geti með forvirkum hætti rækt hlutverk sitt sem skyldi. Ríkisendurskoðun telur því að endurskipuleggja þurfi og efla tollasvið Skattsins. Um tollframkvæmd landbúnaðarvara segir svo: „Í ljósi þess hvernig tollvernd er háttað á Íslandi telur Ríkisendurskoðun eðlilegt að strangar kröfur séu gerðar til tollframkvæmdar jafnt af hálfu innflytjenda og opinberra tollyfirvalda og að áhættumat Skattsins þurfi í meira mæli að taka mið af þeim sérstöku sjónarmiðum sem gilda um landbúnaðarafurðir og innflutning matvæla, sem eru þær einu vörur í tollskránni sem bera toll. Efnainnihald og aðvinnsla getur t.d. skorið úr um hvort matvæli – sem að uppistöðu geta verið landbúnaðarvörur sem framleiddar eru á Íslandi og njóta tollverndar og jafnvel framleiðslustuðnings – færist í tollflokka þar sem tollar eru lágir eða engir. Skiptir þá miklu að þeirri tollvernd sem er til staðar í þágu íslensks landbúnaðar sé beitt eins og mælt er fyrir um í lögum og að hún sé hvorki sniðgengin fyrir mistök eða ásetning.“ Segja má að hér sé tekið undir sjónarmið sem samtök bænda hafa um árabil barist fyrir að koma á framfæri. Ríkisendurskoðun tekur raunar fram í skýrslu sinni að gagnrýnivert væri „… með hvaða hætti Skatturinn brást við athuga- semdum hagsmunaaðila um tollflokkun svokallaðs jurtaosts á fyrri hluta ársins 2020, þá sérstaklega í ljósi þess bindandi álits sem Skatturinn hafði gefið út um tollflokkun vörunnar. Í framhaldinu voru athafnir Skattsins í málinu þversagnakenndar og til þess fallnar að skapa tortryggni gagnvart tollframkvæmd.“ Dómsmál um tollflokkun Í febrúar síðastliðnum, um svipað leyti og fyrrnefnd skýrsla kom út, staðfesti Landsréttur dóm héraðsdóms um tollflokkun svokallaðs „jurtaosts“. Umrædd vara skyldi tollflokkast sem ostur og bera tolla samkvæmt því. Innflutningsfyrirtækið, sem tapaði málinu fyrir Landsrétti, sótti um leyfi til áfrýjunar málsins til Hæstaréttar en því var synjað. Í Viðskiptablaðinu þann 12. maí sl. var síðan greint frá því að Skatturinn hefur nú sent innflutningsfyrirtæki endurákvörðun vegna innflutnings á „jurtaosti“ á árunum 2019- 2020 að fjárhæð 151 milljónar króna að viðbættu 50% álagi og dráttarvöxtum. Ekki liggur fyrir hvort innflutningsfyrirtækið hyggst greiða rétt aðflutningsgjöld eftir endurákvörðun Skattsins. Þann 10. júní sl. dæmdi svo Landsréttur í máli þar sem tekist var á um hvort gera skyldi refsingu fyrir að gefa upp ranga tollflokkun á beinlausu nautakjöti. Í málinu var starfsmaður fyrirtækis og svo fyrirtækið sjálft ákært fyrir að gefa upp rangt tollskrárnúmer við innflutning nautakjöts í því augnamiði að komast hjá greiðslu tolla. Héraðsdómur hafði áður sýknað í málinu en Landsréttur sneri við dómi héraðsdóms í máli starfsmannsins (ákæruvaldið féll frá áfrýjun varðandi fyrirtækið). Var starfsmaðurinn sakfelldur fyrir brot gegn tollalögum með því að hafa komið því til leiðar að tollmiðlari tilgreindi kjötið sem kjöt með beini, þegar það var í raun beinlaust. Starfsmaðurinn var dæmdur til að greiða 39,1 milljón vegna málsins, tvöfalda þá upphæð sem reyndist vera mismunurinn á aðflutningsgjöldum beinlausa kjötsins og kjötsins með beini. Dómurinn er þó skilorðsbundinn m.a. vegna þess hve langan tíma rannsókn og meðferð málsins tók. Einnig skal starfsmaðurinn greiða sakarkostnað málsins, alls 2,6 milljónir króna. Bindandi álit um tollflokkun vara Í fyrrnefndri skýrslu Ríkisendur- skoðunar kom fram að á síðustu þremur árum hafa verið gefin út 114 bindandi álit um tollflokkun vara úr landbúnaðarköflum tollskrár. Í skriflegu svari fjármálaráðherra við fyrirspurn á Alþingi um þetta efni þann 24. maí sl. kom fram að tollyfirvöld hafi litið svo á að almennar upplýsingar sem koma fram í ákvörðunum um bindandi álit falli undir aðgang almennings að gögnum, sbr. upplýsingalög, nr. 140/2012. Tollayfirvöld hafa hins vegar synjað aðgangi að upplýsingum sem fram koma í ákvörðunum, t.d. nafni fyrirspyrjanda, heimilisfangi, undirskrift og upplýsingum um viðskiptalegt auðkenni. Í svarinu kom einnig fram að stefnt sé að því að birta allar ákvarðanir um bindandi álit á heimasíðu og í veftollskrá á árinu 2024. Í þessu sambandi ber að benda á að ESB og Noregur birta á opinberu vefsvæði öll bindandi álit um tollflokkun enda verður að teljast skýlaus skylda yfirvalda að birta slík álit jafnóðum og þau eru gefin út. Vísast þar meðal annars til skuldbindinga sem leiða af GATT- samkomulaginu og aðild Íslands að Alþjóðaviðskiptastofnuninni, WTO. Rétt er að það komi fram að það kostaði nokkra eftirgangsmuni og atbeina úrskurðarnefndar um upplýsingamál að fá afrit af þessum 114 álitum, þar sem ofangreind atriði höfðu verið máð út. Svörin bárust þann 29. apríl sl. Í framhaldinu hefur frekari fyrirspurnum verið beint til Skattsins. Rétt er að taka fram að sú vinna sem hefur farið fram hefur fyrst og fremst beinst að mjólkurafurðum en eins og nýlegur dómur Landsréttar staðfestir, þá er einnig pottur brotinn varðandi aðrar landbúnaðarvörur. Minni innflutningur unninna kjötvara en flutt er út frá ESB Þegar litið er til kjötvara kemur t.d. í ljós að árin 2020 og 2021 voru flutt inn yfir 1.000 tonn af unnum kjötvörum, hvort ár (í kafla 1602 í tollskrá) frá ESB inn til Íslands. Aftur á móti nam innflutningur samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands 430,5 tonnum árið 2020 og 534 tonnum árið 2021. Tollfrjáls kvóti fyrir unnar kjötvörur í tollskrárnúmeri 1602 samkvæmt viðskiptasamningi milli Íslands og ESB nemur 400 tonnum fyrir þennan vöruflokk. Á þetta misræmi var reyndar þegar bent árið 2020 en árið 2019 sást viðlíka munur á þessum upplýsingum, eða 645 tonnum meira flutt út frá ESB en inn til Íslands af unnum kjötvörum. Af þessu má telja líklegt að verulegt „svigrúm til umbóta“ sé einnig til staðar fyrir ýmsar aðrar búvörur. Það er því enn verk að vinna í eftirfylgni með viðskiptasamningum og tollaframkvæmd. Dæmin sanna að virk hagsmunagæsla skiptir grundvallarmáli í því sambandi. Erna Bjarnadóttir hagfræðingur hjá MS. LESENDARÝNI Sprett úr spori Í síðustu viku skilaði spretthópur af sér tillögum til að mæta hækkunum á aðfangaverði til landbúnaðar. Ég gerði tillögur hópsins að mínum og voru þær samþykktar í ríkisstjórn. 2,5 milljörðum kr. verður varið í stuðning við landbúnað á þessu ári til viðbótar við þær 650 milljónir kr. sem greiddar voru út fyrr á árinu til þess að mæta hækkunum á áburðarverði. Ég hef staðið og mun standa með bændum og innlendum landbúnaði. Við höfum allar forsendur til þess að landbúnaðurinn verði í sókn á næstu árum og áratugum. Við höfum mannauð, landnæði, orku og vatn. Landbúnaðurinn er of mikilvægur til að vera í vörn. Ég stend með bændum Þegar ég kom í ráðuneytið undir lok síðasta árs voru blikur á lofti í landbúnaðinum og höfðu verið um nokkurt skeið. Orkuverðshækkanir í heiminum höfðu leitt af sér miklar verðhækkanir á áburði ásamt því sem loftslagsbreytingar halda áfram að leiða af sér vályndari veður víða um heim. Þannig tók Indland u-beygju á þessu ári, frá því að ætla sér að flytja út milljónir tonna af hveiti í það að setja útflutningshömlur á hveiti vegna mikillar hitabylgju og þurrka sem talið er að hafi spillt allt að fjórðungi af uppskerunni þar í landi. Síðan hafa aðstæður orðið alvarlegri, vaxandi dýrtíð er í heiminum öllum og allflestir seðlabankar heims hafið vaxtahækkunarferli. Verðbólga hefur ekki verið hærri í Bandaríkjunum og Evrópusambandinu um áratuga- skeið. Hér á Íslandi þurfum við að horfa aftur til efnahagshrunsins til þess að sjá sömu verðbólgutölur. Fæðuöryggi er á dagskrá Vegna innrásar Rússa í Úkraínu er raunverulegt útlit fyrir að hungursneyð blasi við fátækari löndum, sem reiða sig á innflutta kornvöru frá sléttum Úkraínu og Rússlands. En vegna hafnarbanns Rússa í Svartahafi er ekki korn flutt út frá þeim höfnum Úkraínu sem enn eru frjálsar. Þessir heimssögulegu atburðir eru vendipunktur í alþjóðastjórnmálunum og eðlilega er umræða um fæðuöryggi með öðrum hætti en áður. Þar hefur staðan verið greind ágætlega á Íslandi, með skýrslu frá Landbúnaðarháskólanum á síðasta ári og tillögum um aðgerðir til að efla fæðuöryggi frá því í vor. Unnið er að mati á neyðarbirgðaþörf á vettvangi þjóðaröryggisráðs og verkefnið tekið föstum tökum í stjórnkerfinu. Afkoma bænda forsenda fæðuöryggis Það sem ég tel að sé mest aðkallandi þessi misserin og snýr beint að mínu ráðuneyti er tvennt. Það er annars vegar afkoma bænda, sem öðru fremur er forsenda fæðuöryggis. Hins vegar er það efling á kornrækt á Íslandi, en kornvara er forsenda fyrir þeim framleiðsluháttum sem við byggjum stóran hluta af kjöt- og mjólkurframleiðslu okkar á. Við framleiðum einn hundraðasta af þessum grundvallar aðföngum sjálf. Afleiðingar þessa sjáum við nú þegar að miklar hækkanir á kornvöru kippa rekstrargrundvellinum undan mörgum búum. Þeir íslensku bændur sem rækta sitt korn sjálfir hafa hins vegar verið í skjóli fyrir hluta þessara hækkana. Ræðum um grundvallaratriði Bæði þessi atriði tel ég að þurfi að skoða í samhengi við þá umgjörð sem stjórnvöld hafa mótað landbúnaðinum síðustu ár og áratugi, búvörusamninga. Búvörusamningarnir útdeila rúmum 15 milljörðum kr., bróður - parti er varið í sambland af stuðningi beint við framleiðslu og við ræktun. Hluti þessa stuðnings gengur kaupum og sölum og hefur gert lengi. Í sauðfjárrækt er þessi stuðningur aftengdur framleiðslu- stýringu en í mjólkurframleiðslu er gefinn út mjólkurkvóti á hverju ári sem þarf að framleiða upp í til þess að fá stuðninginn en til viðbótar er óheimilt að selja mjólk á innanlandsmarkaði sem ekki er framleidd innan greiðslumarks, nema það sé sérstaklega heimilað vegna skorts. Ég tel að markaðurinn geti verið ágætis þjónn en sé afleitur húsbóndi. Færa má góð rök fyrir því að það að þessi viðskipti með stuðningi hins opinbera séu að verða dragbítur á þróun landbúnaðar. Landbúnaður verður sífellt fjár- magnsfrekari atvinnugrein, vegna mikillar tæknivæðingar og stækkunar búa. Það er því að mínu viti óæskilegt að stór hluti af þeim stuðningi sem veitt er til bænda fari til fjármálastofnana, í formi vaxta, og þeirra sem hætta búskap. Þá er það einnig umhugsunarefni hversu lítill stuðningur fer í ræktun á korni, en á korni hvílir stór hluti af fæðuöryggi okkar. Þessir þættir og fleiri þarfnast umræðu í aðdraganda endurskoðunar búvörusamninga. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra. Svandís Svavarsdóttir. Árangur hefur náðst í bættri tollaframkvæmd Erna Bjarnadóttir. Mynd / Úr safni MS Verð: 6.990 kr. Verð: 8.990 kr. Verð: 10.900 kr. J2317 J2324 J2325 Við leggjum áherslu á góða þjónustu við landsbyggðina. Frábærar buxur frá Jobman! Vefverslun: Khvinnufot.is Durability at work since 1975 Litir Nýjar vörur! Nýjarvörur Hnjápúða- vasar Teygjuefni innra læra Endurskin Smíðavasar AF VETTVANGI STJÓRNARRÁÐSINS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.