Bændablaðið - 23.06.2022, Side 65

Bændablaðið - 23.06.2022, Side 65
65 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. júní 2022 Mía María – Lopapeysa á Yorkshire terrier hunda og aðra smáhunda HANNYRÐAHORNIÐ Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Á leið til Svíþjóðar FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Valgerður Karin Eyjólfsdóttir elskar dýr og finnst skemmtilegast að vera með vinum sínum Nafn: Valgerður Karin Aldur: Tíu ára Stjörnumerki: Naut Búseta: Hofsstaðir, Borgarbyggð Skóli: Kleppjárnsreykjaskóli Skemmtilegast að læra? Stærðfræði og íþróttir Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Hundur Uppáhaldsmatur: Hamborgari Uppáhaldshljómsveit: Veit ekki Uppáhaldsmynd: Descendants 3 Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Já, píanó og sund Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Leikari og búðarkona Hvað ætlarðu að gera skemmtilegt í sumar? Fara til Svíþjóðar → Ég skora næst á: Þórdísi Ingu Bjarnadóttur, eina af bestu vinkonum mínum. SUDOKUÞRAUTIR Bændablaðsins Þung Þyngst Létt Miðlungs Hönnun: Ingibjörg Sveinsdóttir Garn: 65 g Hulduband frá Uppspuna, 100% íslensk ull (130 m). Prjónar: Sokkaprjónar nr. 4,5 eða 80 cm hringprjónn fyrir töfralykkju aðferð. Stærð: Peysan passar á Yorkshire terrier hunda eða aðra álíka stóra hunda. Ummál um miðjan búk er 36-40 cm. Lengd peysu er 35 cm. Lengd erma er 3 cm. Prjónafesta: 18 L x 40 umf = 10x10 cm. Skýringar: S = prjónið slétt B = prjónið brugðið Umf = Umferð L = lykkja - Peysan er prjónuð frá hálsi og niður. Uppfit og stroff Fitjið upp 40 L og tengið í hring. Umferð byrjar framan á hálsi. Setjið merki í byrjun umferðar. Prjónið stroff 15 umf, 1S, 1B. Háls Prjónið eina umf S. Prjónið næstu umf S en aukið út um eina L í byrjun umf og aðra L í enda umf. Útaukningin verður framan á hálsinum. Endurtakið þessar tvær umf. Alls er aukið út 8 sinnum = 56 L. Hér er gott að máta peysuna á hundinn, hvort þú vilt hafa hana víðari eða þrengri, styttri eða örlítið lengri. Prjónið 2 umf S án útaukningar. Ermagöt fyrir framfætur Prjónið 2S. Prjónið næstu 10L með bandi í öðrum lit (sem verður svo tekið úr til að prjóna ermarnar). Færið lykkjurnar 10 aftur á hægri prjóninn og prjónið venjulega. Prjónið S þar til 12L eru eftir af umf. Prjónið næstu 10L með bandi í öðrum lit (gat fyrir hina ermina). Færið lykkjurnar 10 aftur á hægri prjón og prjónið venjulega út umf. Búkur Prjónið 25 umf S í hring, eða þar til peysan nær nánast að afturfótum hundsins. Nú er prjónað stroff undir kviðnum og slétt á hliðunum og bakinu. Prjónið stroff, 1S, 1B fyrstu 8L af umf og síðustu 8L af umf. Prónað er slétt þar á milli. Prjónið 6 umf á þennan hátt. Í seinustu umferðinni eru allar stroff lykkjurnar felldar af (sjá útskýringu á affellingu). Prjónað er stroff, (1S, 1B) fram og til baka yfir þær 40L sem eftir eru á hliðunum og bakinu. Prjónið 20 umf, eða eins og passar fyrir þinn hund þannig að peysan nái aftur að skotti. Fellið laust af (sjá útskýringu á affellingu). Ermar fyrir framfætur Rekið upp böndin sem prjónuð voru fyrir ermagötin og setjið lykkjurnar á prjóna. Umferð byrjar innanfótar. Ef kemur gat á samskeytum erma og búks takið þá upp band þar á milli og prjónið með lykkjunum sem eru beggja vegna. Prjónið 10 umf S og því næst 6 umf stroff, 1S, 1B. Fellið laust af (sjá útskýringu á affellingu). Prjónið hina ermina eins. Affelling Takið fyrstu lykkjuna framaf eins og hún sé prjónuð brugðin, 1S, *prjónið þessar tvær lykkjur saman með því að setja vinstri prjóninn inn í lykkjurnar að framanverðu og prjóna þær saman að aftanverðu með hægri prjóninum, prjónið næstu lykkju*. Endurtakið þar til allar lykkjur hafa verið prjónaðar saman á þennan hátt. Slítið bandið frá og dragið í gegnum síðustu lykkjuna. Frágangur Gangið frá endum, þvoið peysuna í volgu vatni, kreystið vatnið úr, leggið til þerris. Fleiri uppskriftir eftir hönnuð er að finna á Ravelry: https://www.ravelry.com/designers/ingibjorg- sveinsdottir Hulduband er framleitt í Uppspuna fjölskyldurekinni smáspunaverksmiðju í Lækjartúni. Ullin sem notuð er í hulduband er 100% íslensk og kemur af kindunum okkar og kindum nágranna okkar. Við einbeitum okkur að sauðalitunum eins og kindurnar gefa okkur, en litum aðeins líka. Hulduband má nota i margskonar verkefni og heppileg prjónastærð er 3,5 - 4,5mm. Hulduband má kaupa hjá okkur í Uppspuna, á www.uppspuni.is, á netfanginu hulda@uppspuni.is eða í síma 846-7199

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.