Bændablaðið - 23.06.2022, Blaðsíða 65

Bændablaðið - 23.06.2022, Blaðsíða 65
65 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. júní 2022 Mía María – Lopapeysa á Yorkshire terrier hunda og aðra smáhunda HANNYRÐAHORNIÐ Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Á leið til Svíþjóðar FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Valgerður Karin Eyjólfsdóttir elskar dýr og finnst skemmtilegast að vera með vinum sínum Nafn: Valgerður Karin Aldur: Tíu ára Stjörnumerki: Naut Búseta: Hofsstaðir, Borgarbyggð Skóli: Kleppjárnsreykjaskóli Skemmtilegast að læra? Stærðfræði og íþróttir Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Hundur Uppáhaldsmatur: Hamborgari Uppáhaldshljómsveit: Veit ekki Uppáhaldsmynd: Descendants 3 Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Já, píanó og sund Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Leikari og búðarkona Hvað ætlarðu að gera skemmtilegt í sumar? Fara til Svíþjóðar → Ég skora næst á: Þórdísi Ingu Bjarnadóttur, eina af bestu vinkonum mínum. SUDOKUÞRAUTIR Bændablaðsins Þung Þyngst Létt Miðlungs Hönnun: Ingibjörg Sveinsdóttir Garn: 65 g Hulduband frá Uppspuna, 100% íslensk ull (130 m). Prjónar: Sokkaprjónar nr. 4,5 eða 80 cm hringprjónn fyrir töfralykkju aðferð. Stærð: Peysan passar á Yorkshire terrier hunda eða aðra álíka stóra hunda. Ummál um miðjan búk er 36-40 cm. Lengd peysu er 35 cm. Lengd erma er 3 cm. Prjónafesta: 18 L x 40 umf = 10x10 cm. Skýringar: S = prjónið slétt B = prjónið brugðið Umf = Umferð L = lykkja - Peysan er prjónuð frá hálsi og niður. Uppfit og stroff Fitjið upp 40 L og tengið í hring. Umferð byrjar framan á hálsi. Setjið merki í byrjun umferðar. Prjónið stroff 15 umf, 1S, 1B. Háls Prjónið eina umf S. Prjónið næstu umf S en aukið út um eina L í byrjun umf og aðra L í enda umf. Útaukningin verður framan á hálsinum. Endurtakið þessar tvær umf. Alls er aukið út 8 sinnum = 56 L. Hér er gott að máta peysuna á hundinn, hvort þú vilt hafa hana víðari eða þrengri, styttri eða örlítið lengri. Prjónið 2 umf S án útaukningar. Ermagöt fyrir framfætur Prjónið 2S. Prjónið næstu 10L með bandi í öðrum lit (sem verður svo tekið úr til að prjóna ermarnar). Færið lykkjurnar 10 aftur á hægri prjóninn og prjónið venjulega. Prjónið S þar til 12L eru eftir af umf. Prjónið næstu 10L með bandi í öðrum lit (gat fyrir hina ermina). Færið lykkjurnar 10 aftur á hægri prjón og prjónið venjulega út umf. Búkur Prjónið 25 umf S í hring, eða þar til peysan nær nánast að afturfótum hundsins. Nú er prjónað stroff undir kviðnum og slétt á hliðunum og bakinu. Prjónið stroff, 1S, 1B fyrstu 8L af umf og síðustu 8L af umf. Prónað er slétt þar á milli. Prjónið 6 umf á þennan hátt. Í seinustu umferðinni eru allar stroff lykkjurnar felldar af (sjá útskýringu á affellingu). Prjónað er stroff, (1S, 1B) fram og til baka yfir þær 40L sem eftir eru á hliðunum og bakinu. Prjónið 20 umf, eða eins og passar fyrir þinn hund þannig að peysan nái aftur að skotti. Fellið laust af (sjá útskýringu á affellingu). Ermar fyrir framfætur Rekið upp böndin sem prjónuð voru fyrir ermagötin og setjið lykkjurnar á prjóna. Umferð byrjar innanfótar. Ef kemur gat á samskeytum erma og búks takið þá upp band þar á milli og prjónið með lykkjunum sem eru beggja vegna. Prjónið 10 umf S og því næst 6 umf stroff, 1S, 1B. Fellið laust af (sjá útskýringu á affellingu). Prjónið hina ermina eins. Affelling Takið fyrstu lykkjuna framaf eins og hún sé prjónuð brugðin, 1S, *prjónið þessar tvær lykkjur saman með því að setja vinstri prjóninn inn í lykkjurnar að framanverðu og prjóna þær saman að aftanverðu með hægri prjóninum, prjónið næstu lykkju*. Endurtakið þar til allar lykkjur hafa verið prjónaðar saman á þennan hátt. Slítið bandið frá og dragið í gegnum síðustu lykkjuna. Frágangur Gangið frá endum, þvoið peysuna í volgu vatni, kreystið vatnið úr, leggið til þerris. Fleiri uppskriftir eftir hönnuð er að finna á Ravelry: https://www.ravelry.com/designers/ingibjorg- sveinsdottir Hulduband er framleitt í Uppspuna fjölskyldurekinni smáspunaverksmiðju í Lækjartúni. Ullin sem notuð er í hulduband er 100% íslensk og kemur af kindunum okkar og kindum nágranna okkar. Við einbeitum okkur að sauðalitunum eins og kindurnar gefa okkur, en litum aðeins líka. Hulduband má nota i margskonar verkefni og heppileg prjónastærð er 3,5 - 4,5mm. Hulduband má kaupa hjá okkur í Uppspuna, á www.uppspuni.is, á netfanginu hulda@uppspuni.is eða í síma 846-7199
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.