Bændablaðið - 07.07.2022, Side 12

Bændablaðið - 07.07.2022, Side 12
12 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. júlí 2022 Margt ferðafólk sem lagt hefur leið sína um Borgar fjörð á sumar­ ferðalögum kannast við sölubásinn við Sólbyrgi á Kleppjárnsreykjum – þar sem hægt hefur verið að ná sér meðal annars í nýtínd jarðarber, kryddjurtir og salat. Síðasta sumar færðist aftur líf í hann, eftir að garðyrkjubændurnir hættu nær alveg ræktun um tveggja ára skeið – og fyrir skemmstu komu fyrstu berin í básinn á þessu sumri. Á árunum frá 2019 til 2020 stóð básinn því að mestu auður, þegar garðyrkjubændurnir Einar Pálsson og Kristjana Jónsdóttir lögðu niður alla jarðarberjaframleiðslu. Þau fóru hins vegar aftur af stað á síðasta ári og framleiða nú nokkur tonn á ári – aðallega fyrir ferðafólkið sem á leið um þorpið, að þeirra sögn. Óhagstæð rekstrarskilyrði og tjón Árin 2015 til 2018 voru þau stórhuga og hófu að framleiða jarðarber allt árið með öflugri heilsárs raflýsingu enda seldist öll innlend framleiðsla auðveldlega, en lentu þá í tjóni á stöðinni í stórviðri auk þess sem ytri rekstraraðstæður voru þeim óhagstæðar. Einkum nefna þau ósanngjörn kjör sem RARIK býður upp á við dreifingu á rafmagni til þeirra. Þau segja nú að jarðarberja­ ræktunin sé orðin algjör auka bú­ grein, enda sé vélaverkstæði rekið á Sólbyrgi og þau annist einnig skólaakstur. Segja megi að þau séu komin aftur á þann upphafsreit frá 2013 þegar þau hófu ræktun, það umfang sem þau hafi í raun alltaf kunnað best við. „Núna höfum við þetta þannig að við tvö ráðum við þetta,“ segir Einar. Heilmikil tækifæri í berjaræktun á Íslandi „Það eru heilmikil tækifæri í berjaræktun á Íslandi og markaðurinn kallar eftir innlendri framleiðslu. En við hættum að vera með raflýsingu meðal annars vegna þess að okkur líkaði ekki ósveigjanleikinn hjá RARIK,“ segir Einar. Kristjana bætir við að þeim hafi verið boðið upp á þau kjör að þurfa að borga fyrir lágmarks dreifingarkostnað rafmagns allt árið, þótt þau hefðu jafnvel ekki hug á að notfæra sér þjónustuna nema hluta af árinu. „Á tímabili upp úr árinu 2017 varð svo líka nokkuð hörð samkeppni á þessum markaði, eftir að Costco kom inn á hann, sem þrengdi talsvert að innlendu framleiðslunni,“ segir Kristjana. „Við ætlum því bara að einbeita okkur að því að sinna ferðafólkinu og nærsamfélaginu. Dóttir okkar og tengdasonur hafa til dæmis keypt Hönnubúð í Reykholtsdal og við verðum með okkar vörur þar til sölu,“ bætir hún við – en þau eru með nokkra heimavinnslu úr þeim afurðum sem eru framleiddar í Sólbyrgi, meðal annars jarðarberjasultu og ­sýróp. Hún segir að þau séu í raun komin í hring í sinni ræktun og hugmyndafræðinni í kringum hana. „Við hugum nú fyrst og fremst að því að rækta fyrir fólkið sem við eigum í beinum samskiptum við – og það er miklu meira gefandi heldur en að vera að standa í einhverri verksmiðjuframleiðslu, með tilheyrandi stanslausu streði. Við verðum að gera það sem við höfum gaman af að gera.“ /smh FRÉTTIR Sölubásinn við Sólbyrgi var fullur af góðgæti þegar ljósmyndara bar að garði. Myndir / smh Einar Pálsson og Kristjana Jónsdóttir í Sólbyrgi á Kleppjárnsreykjum hafa gert ræktunina að aukabúgrein. Fyrstu berin í Sólbyrgi þetta sumarið koma fremur seint, þar sem engin raflýsing er nú í húsunum. Jarðarberjaframleiðendurnir í Sólbyrgi komnir á upphafsreit: Mest gefandi að rækta fyrir fólkið sem við erum í beinum samskiptum við – Gagnrýna dreifiveitu rafmagns fyrir ósanngjörn kjör Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is FRISTADS er ný vinnufatalína hjá Dynjanda. Fallegur og vandaður fatnaður sem hentar íslenskum aðstæðum afar vel. Kíktu í vefverslun okkar dynjandi.is Umfangsmikil jarðgerðartilraun á Hvanneyri: Gerjun til niðurbrots á lífrænu efni virðist gagnleg og skilvirk leið Nýlega voru birtar niðurstöður úr umfangsmikilli jarðgerðartilraun á Hvanneyri, þar sem prófuð var ný aðferð við niðurbrot á lífrænum úrgangi með loftfirrðri gerjun (bokashi). Í niðurstöðum verkefnisins, sem birtar eru á vef Ráðgjafarmiðstöðvar land­ búnaðarins (RML), kemur fram að aðferðin virðist vera gagnleg og skilvirk leið til að meðhöndla lífrænt hráefni sem fellur til á Íslandi. Aðferðin geti verið heppileg og hagkvæm til að nýta næringarefnin og orkuna í honum til jarðvegsbóta eða annarra nytja. Þar segir enn fremur að sökum þess hve ódýr þessi vinnsla er þarf ekki að ráðast í neinar stórframkvæmdir né sé þörf á flóknum tækjabúnaði til vinnslunnar. Bokashi­ aðferðin gæti hentað íslenskum aðstæðum mjög vel enda fari ferlið fram undir plasti þannig að efnið er varið fyrir veðri og vindum og megi geyma þar til það á að notast. Lífrænn haugur á Hvanneyri Um samstarfsverkefni er að ræða á milli RML, Landbúnaðarháskóla Íslands og Hvanneyrarbúsins. Um meðhöndlun á úrgangi frá kúabúinu og byggðakjarnanum á Hvanneyri var að ræða. „Útbúinn var haugur úr kúamykju og heyfyrningum, ásamt nýslegnu grasi af grasflötum. Í hauginn voru sett ýmis íblöndunarefni, s.s. bentonít leir til að varðveita næringarefni, skeljasandur til að halda sýrustigi innan æskilegra marka og sérstök örverublanda sem var úðað yfir úrgangsmassann við uppsetningu haugsins. Síðan var haugurinn þjappaður til að koma sem mestu lofti úr honum og plast strengt yfir til að loka fyrir súrefni. Síðan var sterkur dúkur settur yfir til að verja plastið og efnið í haugnum fyrir mögulegum skaða af völdum veðra og dýra. Prófun var gerð á innihaldi næringarefna í haugnum að gerjunarferlinu loknu,“ segir í lýsingu á framkvæmdinni. Margvíslegt hagræði af aðferðinni Tilgangur verkefnisins var að kanna virkni aðferðarinnar við íslenskar aðstæður og afla reynslu sem myndi nýtast við vinnslu og nýtingu lífrænna úrgangsefna. Einnig að kanna nýtingarmöguleika gerjaðs lífræns úrgangsmassa til áburðar og jarðvegsbóta og sem hráefni til áframhaldandi vinnslu. Höfundur skýrslunnar er Cornelis Aart Meijles, ráðunautur RML á rekstrar­ og umhverfissviði. /smh

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.