Bændablaðið - 07.07.2022, Page 18

Bændablaðið - 07.07.2022, Page 18
18 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. júlí 2022 HAGTÖLUR LANDBÚNAÐARINS Vísitala neysluverðs Vísitala neysluverðs mælir í hverjum mánuði verðbreytingar á þeim vörum og þjónustu sem myndar grunn vísitölunnar. Grunnur vísitölunnar eru áætluð ársútgjöld meðalheimilis til kaupa á vöru og þjónustu. Vísitalan er reiknuð samkvæmt alþjóðlegum stöðlum og er því samanburðarhæf milli landa. Vísitala neyslusverðs í júní 2022 hækkar um 1,41% milli mánaða og er 547,1 stig (maí 1988 = 100). Án húsnæðis er hækkun vístölunnar 1,09%. Yfir 12 mánaða tímabil er hækkun á vísitölu neysluverðs um 8,8% og án húsnæðis 6,5%. Matvara hækkar um 0,84% milli mánaða. Yfir 12 mánaða tímabil hækkar matvara um 7,3%. (Unnið upp úr gögnum frá Hagstofu Íslands) 95 100 105 110 115 Júl Ágú Sep Okt Nóv Des Jan Feb Mar Apr Maí Jún 2021 2022 Vísitala Matur Kjöt Mjólk Kornvörur Vísitala + 8,8% Matur +7,3% Kjöt + 12,2% Mjólk + 9,6% Kornvörur + 7,0% Kjötframleiðsla á Íslandi Heildarframleiðsla á kjöti síðustu 12 mánuði var 31.017 tonn og stendur framleiðslan nánast í stað sé horft til næstu 12 mánaða á undan. Mest er framleitt af kindakjöti, eða 9.394 tonn. Nánast sama magn er framleitt af alifuglakjöti, eða um 9.381 tonn. Af nautakjöti eru framleidd 5.014 tonn og er þar einna mest aukning af öllum tegundum, eða 4,9% yfir 12 mánaða tímabil. Af svínakjöti eru framleidd 6.404 tonn sem er -5,4% samdráttur yfir 12 mánaða tímabil. Yfir 12 mánaða tímabil er mest selt af alifuglakjöti, um 8.984 tonn, þar næst kemur kindakjöt með 6.829 tonn og þá svínakjöt með 6.406 tonn. Heildarsala á kjöti yfir 12 mánaða tímabil er 27.748 tonn sem er 1,1% aukning miðað við sama tímabil. Alls var heildarinnflutningur á kjötvörum árið 2021 um 4.288 tonn, er þá ekki búið að leiðrétta fyrir vöru með/án beins. (Unnið upp úr gögnum á Mælaborði landbúnaðarins og frá Hagstofu Íslands) 0 5.000 10.000 15.000 20.000 25.000 30.000 35.000 2000 2002 2004 2006 2008 2010 2012 2014 2016 2018 2020 To nn Þróun kjötframleiðslu frá 2000 Kindakjöt Nautakjöt Hrossakjöt Svínakjöt Alifuglakjöt Kindakjöt - 1,0% 9.394 tonn Nautakjöt + 4,9% 5.014 tonn Hrossakjöt - 15,8% 823 tonn Svínakjöt - 5,4% 6.404 tonn Alifuglakjöt + 2,8% 9.381 tonn Framleiðsla yfir 12 mánaða tímabil Losun gróðurhúsa- lofttegunda Samkvæmt bráðabirgðareikningum fyrir hagkerfisbundna losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi eykst losun yfir 12 mánaða tímabil um 6,1% miðað við sama tímabil árið áður. Árið 2021 var 12 mánaða losun í maí 4.522 kílótonn CO2 ígilda en er nú áætluð um 4.796 kílótonn. Losun frá ræktun nytjajurta og búfjárrækt síðustu 12 mánuði er 658 kílótonn og eykst um 4,6% miðað við sama tímabil fyrir ári síðan. (Unnið upp úr gögnum frá Hagstofu Íslands) 0 1.000 2.000 3.000 4.000 5.000 6.000 7.000 8.000 2017 2018 2019 2020 2021 2022 Kí ló to nn C O 2 íg ild i Losun gróðurhúsalofttegund frá hagkerfi Íslands (AEA) Landbúnaður Alls Heildarlosun 4.796 (+6,1%) Landbúnaður 658 (+4,6%) Losun yfir 12 mánaða tímabil – Kílótonn CO2 ígilda (maí 2022)

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.