Bændablaðið - 07.07.2022, Side 22

Bændablaðið - 07.07.2022, Side 22
22 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. júlí 2022 Nú, sem fyrr, var keppnin um norrænu matvælaverðlaunin Embluna afar hörð, en verðlauna- afhendingin fór fram við hátíðlega athöfn í Osló þann 20. júní síðastliðinn. Keppnin, sem styrkt er af Norrænu ráðherranefndinni, var haldin í þriðja sinn og þrátt fyrir afar frambærilega matvælafulltrúa frá Íslandi komst enginn þeirra á blað í þeim sjö flokkum sem tilnefnt var í. Að þessu sinni voru Jökla, Nordic Wasabi, Gunnar Karl Gíslason, Brúnastaðir ostagerð, Matartíminn, Dominique Plédel Jónsson og Vestmannaeyjar, tilnefnd fyrir Ísland en sigurvegarar í flokkunum sjö að þessu sinni voru eftirtaldir: Norrænn mataráfangastaður: Kvitnes gård, Noregi Á sveitabænum Kvitnes í Lofoten í Norður-Noregi er boðið upp á heimsklassa staðbundinn mat og gistingu í ævintýralegu umhverfi. Á matseðlinum er iðulega staðbundið hráefni og vísað er í sögu svæðisins. Hráefnið sem framleitt er á veitingastaðnum kemur aðallega frá býlinu en það sem keypt er kemur eingöngu frá nálægum framleiðendum. Náið samstarf er við stað- bundna framleiðendur og hafa forsvarsmenn veitingastaðarins því fulla stjórn á allri virðiskeðjunni sem hefur skapað staðnum mikla velgengni. Norræn matvæli fyrir börn og ungmenni: Geitmyra Credo, Noregi Geitmyra Credo er útibú eins besta og sjálfbærasta veitingastaðar í Noregi, Credo í Þrándheimi. Matreiðslumaðurinn Heidi Bjerkan kýs að einbeita sér að börnum og ungmennum og notar matargleðina til að kenna þeim að verða hrifin af mat og fræða þau um matvæli út frá heildrænu sjónarhorni. Þetta er til að auka skilning þeirra á sjálfbærni, gott fæðuval og hvernig á að hugsa um líf á jörðinni. Í Credo eru námskeið fyrir börn og ungmenni, starfsnám fyrir fullorðna sem vinna með börnum, námskeið fyrir ungbarnaforeldra, tómstundanámskeið fyrir börn og fjölskyldur, opna viðburði o.fl., o.fl. Norrænn matarfrumkvöðull: Undredal stølsysteri, Noregi Dýpst inni í lengsta firði í heimi, sem jafnframt er á heimsminjaskrá Unesco, Nærøyfjörðurinn, er Undredalurinn. Hefð er fyrir ostagerð á svæðinu og þá sérstaklega úr geitamjólk. Þorpið sem liggur nálægt bænum hafði ekki vegasamband fyrr en seint á níunda áratugnum og því er hefð fyrir því að vinna úr mjólkinni í sveitinni þar sem bændur í nágrenninu sameinuðust um ostagerð og ostasölu. Því má með sanni segja að bændurnir í Undredal séu verndarar menningarhefða og matararfleifðar. Geiturnar eru á beit í bröttum hlíðum við fjörðinn, í allt að 1.000 metra hæð yfir sjávarmáli, mjólkin er ekki gerilsneydd og unnin í bæði brúnan og hvítan ost. LÍF&STARF Embluverðlaunin: Gróska í norrænni matvælavinnslu og víngerðarlist Erla Hjördís Gunnarsdóttir ehg@bondi.is HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Matreiðslumaðurinn Heidi Bjerkan hjá Geitmyra Credo kýs að einbeita sér að börnum og ungmennum og notar matargleðina til að kenna þeim að verða hrifin af mat og fræða þau um matvæli út frá heildrænu sjónarhorni. Myndir / Espen Solli Þrír danskir sigurvegarar, frá vinstri;: fulltrúi kirsuberjavínframleiðslunnar í Frederiksdal, frá Græna safninu sem hlaut verðlaun fyrir miðlun og fulltrúi The Junk Food Project sem útvegar heimilislausum einstaklingum máltíðir. Norsku geitabændurnir í Undreal hlutu verðlaunin Norænn matar- frumkvöðull ársins. Fulltrúar Geitmyra Credo í Noregi voru að vonum kát með verðlaun sín.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.