Bændablaðið - 07.07.2022, Qupperneq 30

Bændablaðið - 07.07.2022, Qupperneq 30
30 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. júlí 2022 LÍF&STARF Hefur stundað tómataræktun í nær 60 ár í Reykholti í Borgarfirði: „Enda eins og ég byrjaði með föður mínum nítján ára gamall“ – Sveinn Björnsson er einn af fáum garðyrkjubændum sem ræktar beint í moldina og lýsir ekki í gróðurhúsum sínum Sveinn Björnsson, garðyrkjubóndi á Varmalandi í Reykholti, hefur stundað tómataræktun í nálægt 60 ár. Hann segist ekkert endilega hafa ætlað að verða garðyrkjubóndi, en þegar hann byrjaði að hjálpa föður sínum, Birni Ólafssyni, við stöðina, nítján ára gamall, hafi örlög hans verið ráðin. „Ég er enn með hluta af framleiðslunni á minni ábyrgð, en Gunnhildur, yngsta dóttir mín, er tekin við hluta af ræktuninni þetta árið,“ segir Sveinn spurður um hvort hann sé enn í ræktuninni af fullum krafti. „Hún kom inn í þetta í vetur, þegar það lá fyrir að ég þyrfti að fara að hægja talsvert á mér. Það mætti kannski segja að þetta sé aðlögunarferli að því að ég hætti.“ Enda eins og ég byrjaði Sveinn segir að hann sé í raun kominn í þá stöðu sem hann var í þegar hann byrjaði að hjálpa föður sínum á fyrstu árunum. Nema nú hjálpi hann dóttur sinni með allt umfangið – en garðyrkjustöðin framleiddi alls um 60 tonn af tómötum þegar mest lét, en nokkuð minna núna, á rúmlega 2.000 fermetra gólffleti í alls fjórum gróðurhúsum. „Gunnhildur hefur alltaf verið hjá mér á sumrin og er reyndar eina barnið af þeim fimm sem ég á sem hefur áhuga á að stunda þessa ræktun. Þegar mikið hefur legið við hafa öll börnin viljað hjálpa til, sérstaklega við útplöntun og pottun. En ég byrjaði sumsé tómata­ ræktun hér 1964. Fyrir var eitt gróðurhús sem faðir minn rak, en svo byggðum við saman nýtt hús, sem ég fékk í fangið og rak undir eigin númeri. Svo hjálpaði ég honum svona eftir þörfum. Það má því segja að ég endi hér eins og ég byrjaði.“ Einn af fáum sem ræktar í mold og lýsir ekki „Ég er einn af fáum tómata ræktendum eftir sem ræktum beint í jörðina en ekki í steinull eða vikri eins og nú tíðkast gjarnan. Ég er heldur ekki með lýsingu, nema í uppeldinu, þannig að framleiðsluferillinn er allur mun hægari og mun minni uppskera. Ég þarf svo að sótthreinsa moldina með heitu vatni eftir ræktunartímabilið. Þeir sem framleiða hvað mest ná allt að þrefalt meiri uppskeru en ég, en þeir þurfa að skipta út plöntum nokkrum sinnum á ári til að halda uppi framleiðslunni,“ segir Sveinn. Vistvæn ræktun Í næsta nágrenni við Varmaland eru tveir kunnir hverir; Skrifla og Dynkur. Sá fyrrnefndi er þekktur af því að frá honum var – og er enn – heitu vatni veitt í Snorralaug. Gróðurhúsin eru hins vegar hituð með jarðhita úr borholu á staðnum. Sveinn segir að þegar borað var eftir heitu vatni á svæðinu hafi þeir nánast horfið, en þeir voru áður fyrr goshverir. Vistvæn ræktun er á Varmalandi, býflugur sjá um frjóvgun plantna og lífrænum vörnum er beitt. „Ræktunarferillinn hjá mér er alltaf svipaður frá ári til árs; ég reyni alltaf að sá í síðustu vikunni í desember og planta út í kringum 10. febrúar. Það skilar okkur oftast fyrstu rauðu tómötunum síðast í mars og svo jafnt og þétt fram í miðjan nóvember. Þá hendi ég plöntunum út og þríf húsin. Það má segja að þetta sé gamla lagið sem ég hef haldið mig við. Ég hef ekki fundið neina sérstaka þörf á að breyta þessu, það hefði líka verið talsvert umstang miðað við húsakostinn í dag. Ef ég ætlaði að fara að lýsa til dæmis þá þyrfti ég að fara að tjakka upp húsin og breyta þeim til að skapa fullnægjandi aðstöðu til lýsingarinnar.“ Stundum hefur verið talað um að tómatar sem vaxa beint í moldina séu bragðbetri en aðrir tómatar. Sveinn segir að í þeim efnum sé alls kyns sérviska. „Sumir segja að þeir séu miklu betri úr jarðvegi, en aðrir eru ekki sammála því.“ Yfirburðir íslenska vatnsins Sveinn segir að hvað sem bragðgæðum líði á milli garð yrkjustöðva, sé ljóst að íslensku tómatarnir hafi yfirburði í íslenska vatninu þegar kemur að samkeppninni við innfluttu vörurnar. „Tómaturinn er að langmestu leyti vatn og ef það er í hæsta gæðaflokki – eins og okkar er – þá eru ágætir möguleikar á því að uppskeran verði það líka. Loftgæðin hér skipta auðvitað líka miklu máli.“ Á Varmalandi hafa frá byrjun verið ræktaðir tómatar sem segja má að séu hefðbundnir í lit, lögun og stærð, þó þeir geti verið aðeins misstórir. „Ég man að við vorum fyrst með danskar tegundir en síðan margar sortir af tómötum, því tilfellið er að þær duga ekki mjög lengi heldur úrkynjast. Maður er líka alltaf að leita að nýjum sortum, þannig að þær sem við vorum með fyrir kannski tíu árum eru ekkert til í dag og jafnvel ekkert fræræktaðar. En þetta lítur allt eins út, má segja.“ Miklar breytingar á húsakosti Þegar Sveinn lítur um farinn veg segir hann að breytingarnar hafi orðið mestar á aðstöðu hjá þeim á fyrstu árunum, en síðan hefur þetta verið svipað á seinni hlutanum. „Breyting á húsakostinum hefur þannig verið kannski mesta byltingin og auðvitað kynbæturnar Lífræn hreinsistöð • Fyrirferðalítil fullkomin sambyggð skolphreinsistöð • Uppfyllir ýtrustu kröfur um gæði hreinsunar • Engin rotþró eða siturlögn 25 ára ábyrgð • Tæming seyru á þriggja til fimm ára fresti • Engir hreyfanlegir hlutir • Stærðir frá 6 – 55 persónueiningar Tunguhálsi 10 - 110 Reykjavík Sími 517 2220 - petur@idnver.is G ra fik a 19 Feðginin Sveinn Björnsson og Gunnhildur Sveinsdóttir standa nú saman að rekstri garðyrkjustöðvarinnar á Varmalandi. Myndir / smh Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.