Bændablaðið - 07.07.2022, Page 45

Bændablaðið - 07.07.2022, Page 45
45Bændablaðið | Fimmtudagur 7. júlí 2022 Streymi heildverslun ehf. Goðanesi 4 603 Akureyri S N V 588 2544 streymi@streymi.is www.streymi.is | S t r ú k t ú r e h f | w w w . s t r u k t u r . i s | s t r u k t u r @ s t r u k t u r . i s | | B æ j a r f l ö t 9 | 1 1 2 R e y k j a v í k | S í m i : 5 8 8 6 6 4 0 | Límtré-Timbureiningar Stálgrind Yleiningar PIR Steinull 118 stig og 22 dæmd afkvæmi og Hreyfill frá Vorsabæ II með 115 stig í kynbótamati aðaleinkunnar og 126 stig án skeiðs og 26 sýnd afkvæmi. Álfaklettur stóð efstur hrossa í einstaklingssýningum á Landsýningu kynbótahrossa árið 2020. Að honum standa sterkar ættir og skyld hross allt í kring verið afar árangurrík bæði á kynbótabrautinni og í keppni. Álfaklettur er yngstur fyrstu verðlauna afkvæmahesta á landsmótinu eða níu vetra. Hann er með 122 stig í kynbótamati sköpulags, 123 stig fyrir hæfileika og 118 stig fyrir hæfileika án skeiðs. Þá er hefur hann skilað um 83% tækra hryssna í einstaklingsdóm og er með 121 stig fyrir mætingu. Vert er að minnast í þessu samhengi á Fork frá Breiðabólsstað en hann hefur skilað 92% fæddra hryssna sem komnar eru á sýningaraldur í dóm og er með 129 stig í kynbótamati mætingar. Hann og Álfaklettur eru afar jafnir að stigum í kynbótamatinu og verður áhugavert að sjá hvernig frekari framræktun þeirra verður. Hæstur afkvæmahesta miðað við aðaleinkunn kynbótamats án skeiðs með 127 stig er Hringur frá Gunnarsstöðum I og er hann að skila frábærum og framháum klárhrossum. Fyrir kynbótamat skeiðs stendur efstur Knár frá Ytra- Vallholti með 131 stig en annars eru flestir hestanna í flokki fyrstu verðlauna afkvæmastóðhesta að skila skeiðhæfileikum. Öryggi kynbótamats er yfirleitt komið í 90-94% þegar hesturinn á fimmtán dæmd afkvæmi og því ljóst að þessi hópur afkvæma gefur nokkuð góða mynd af kynbótagildi stóðhestsins. Talsverð breyting verður oft á matinu frá því að hestar koma fram sem einstaklingar og þar til þeir ná lágmörkum til fyrstu afkvæmaverðlauna. Fjölgun á afkvæmum hests til þessara verðlauna hefði það með sér í för að það þyrfti að bíða lengur eftir því að sjá afkvæmahópa þeirra en mikið verðmæti er að fá mat á gildi hesta til framræktunar snemma, bæði til þess að sjá hversu vel þeir gefa og á hvers konar hryssur þeir passa best. Fljótlega mun verða reiknað út kynbótamat á keppniseiginleikum sem verður mikilvæg og þörf viðbót. Þegar rýnt er í gögnin sýnir það sig að árangur á keppnis- og kynbótavellinum er nátengd. Flestir hestanna sem taka við afkvæmaverðlaunum í ár hafa verið að standa sig gríðarlega vel í keppni sjálfir á undanförnum árum, auk þess að skila afkvæmum sínum þangað. Þetta er afar ánægjuleg staða enda viljum við að okkar bestu kynbótahestar standi sig vel á mörgum sviðum og gefi margvíslegar verðmætar hestgerðir sem nýtast í fjölmörg hlutverk, hvort sem það er til almennra útreiða eða í hinar ýmsu keppnisgreinar. Listar yfir afkvæmi sem koma til með að fylgja feðrum sínum á Landsmóti liggja fyrir og ljóst er að fríður flokkur afkvæma mun fylgja heiðursverðlaunahestunum þegar þeir mæta til sýningar á laugardeginum 9. júlí og svo fyrstu verðlaunahestarnir á föstudeginum 8. júlí. Það stefnir í mikla veislu á Landsmóti á Gaddstaðaflötum þar sem glæsileg kynbótahross munu koma fram í öllum flokkum. Afkvæmahestar á Landsmóti Lágmörk vegna afkvæmasýninga á stóðhestum miðast við kynbótamat aðaleinkunnar og kynbótamat aðaleinkunnar án skeiðs eins og það reiknast að afloknum kynbótasýningum vorið 2022 og fjölda dæmdra afkvæma. Öll dæmd afkvæmi hestanna liggja til grundvallar kynbótamatinu. Öll afkvæmi sem fylgja hestunum skulu vera dæmd í kynbótadómi. Heiðursverðlaunahestum skulu fylgja 10 afkvæmi í sýningu en 1. verðlauna hestum 6 afkvæmi. Til að hljóta fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi þarf hesturinn að eiga a.m.k. 15 dæmd afkvæmi og hafa að lágmarki 118 stig í kynbótamati aðaleinkunnar eða aðaleinkunnar án skeiðs en til að hljóta heiðursverðlaun fyrir afkvæmi þarf að eiga a.m.k. 50 dæmd afkvæmi og hafa að lágmarki 118 stig. Röðun hesta miðast við kynbótamat aðaleinkunnar. Aðeins aukastafir kynbótamats aðaleinkunnar skilja að Sjóð og Jarl frá Árbæjarhjáleigu II sem einnig hlýtur heiðursverðlaun fyrir afkvæmi. Hann er hér sýndur af Árna Birni Pálssyni. Mynd / Aðsend

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.