Bændablaðið - 07.07.2022, Side 48

Bændablaðið - 07.07.2022, Side 48
48 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. júlí 2022 Nýverið var haldið hið árlega Fagþing nautgriparæktarinnar í Danmörku, eða „Kvægkongres“, en þeir sem til þekkja vita að þetta er einn helsti vettvangur þekkingarmiðlunar varðandi nautgriparækt í norðanverðri Evrópu. Alls voru flutt 70 erindi að þessu sinni í 11 málstofum og verður hér gerð grein fyrir nokkrum af þeim fróðlegu erindum sem flutt voru í nokkrum af málstofum fagþingsins. Fyrsti hluti umfjöllunar um þetta fagþing var birtur í síðasta tölublaði Bændablaðsins. Samfélagið Málstofan fjallaði um þá fjölmörgu snertifleti sem landbúnaður og samfélagið í heild sinni hefur, en vegna þátttöku Danmerkur í Evrópusambandinu eru þeir snertifletir bæði innan Danmerkur og einnig þvert yfir Evrópu. Endurskoðun landbúnaðarsamnings Nú stendur yfir endurskoðun á landbúnaðarsamningi Evrópu­ sambandsins, sem mun gilda 2023­ 2027, en nýr samningur er talinn muni innihalda þónokkrar kerfisbreytingar fyrir bændur í löndum Evrópu­ sambandsins, aðallega í átt að enn frekari aftengingu stuðnings við framleiðslu. Þar er mest horft til þess að stuðningur breytist yfir í grænar greiðslur, þ.e. stuðning við breytta búskaparhætti sem snúa að því að efla náttúru og draga úr umhverfisáhrifum landbúnaðar innan Evrópusambandsins. Núverandi samningur inniheldur raunar margs konar kröfur í þá veru, svo sem bann við sinubruna, styrkir veittir ef tún fá að vera óhreyfð lengi, þ.e. ekki endurræktuð, styrkir til verndunar votlendis og fleira í þá veru. Dönsku bændasamtökin, L&F, eru nú aðallega að vinna í því að fá rýmkun á kröfunum og að aðlaga megi þær betur dönskum landbúnaði en á móti þá eru margar stofnanir og félagasamtök í Evrópu sem berjast fyrir því að herða kröfurnar verulega. Þetta kom m.a. fram í erindi Niels Lindberg Madsen, sem er yfirmaður Evrópumála hjá L&F. Dæmi um þetta er t.d. að hvert bú má ekki nýta 4% af ræktarlandi sínu til framleiðslu til að geta fengið styrki en inni í því hefur hingað til ekki talist t.d. land sem er notað fyrir skjólbelti. Reglur Evrópusambandsins hafa litið svo á að skjólbelti sé nýting á ræktarlandi en L&F vilja fá þessari skilgreiningu breytt svo dæmi sé tekið. Þá stefnir í að heildarstuðningur við nautgriparækt sem slíka muni dragast saman á næsta samningstíma og t.d. má ætla að gripagreiðslur mjólkurkúa verði aflagðar að fullu árið 2026. Aftur á móti munu greiðslur fyrir sláturgripi hækka nokkuð. Þá geta bændur, eins og áður segir, sótt um stuðningsgreiðslur til þess að fara í aðgerðir til að draga úr sótspori búa sinna t.d. með ræktun plantna sem þurfa minni áburð eða meðhöndlun. Þess má geta að heildarstuðningur við danska kúabændur í mjólkurframleiðslu, þ.e. þegar allar stuðningsgreiðslur í öllu formi eru taldar saman, er í dag um 5­6% af ársveltu búanna. 3% til ungra bænda Af heildarstuðningsgreiðslum munu 3% þeirra fara til ungra bænda, þ.e. vegna kaupa á búum eða kynslóðaskipta. Þannig fá ungbændur t.d. eingreiðslu upp á 14 milljónir íslenskra króna þegar þeir hefja búskap en gerð er krafa um að umsækjandi sé með búfræðipróf og yngri en 40 ára. Þá er möguleiki á að fá frekari fjárfestingarstyrk ef afgangur er á reiknuðum heildarstyrk til landbúnaðarins. Reglurnar eru þannig að allir bændur þurfa að sækja sérstaklega um styrki og ekkert gerist sjálfkrafa. Ef einhverjir sækja ekki um, eða minna er sótt í ákveðin verkefni sem hafa fast fjármagn, er hægt að veita því sem umfram er til ungbænda! Nautgriparæktin verður áfram mikilvæg Annað ekki síður áhugavert erindi í þessari málstofu flutti Jesper Bo Jensen, en hann er með þann einstaka starfstitil að vera framtíðarrannsakandi! Hann hefur kafað ofan í það hvernig vænta megi þróunar á nautgriparækt í Danmörku á komandi árum og áratugum og í stuttu máli var hann bjartsýnn fyrir hönd danskra nautgripabænda. Vissulega hafi ýmislegt gerst undanfarið, s.s. Covid­19 og stríðið í Úkraínu, sem hafi leitt til nokkuð ófyrirsjáanlegra breytinga á mörkuðum en heildarþróunin sé áfram í sömu átt. Fólki fjölgar í heiminum og á sama tíma eykst Á FAGLEGUM NÓTUM Snorri Sigurðsson snorri.sigurdsson@outlook.com Fagþing nautgriparæktarinnar í Danmörku – annar hluti Frá 1. júlí 2024 verða rimlastíur, sem ekki eru með sérstöku legurými, bannaðar í Danmörku. Myndir / Aðsendar Segull sem er sérstaklega hannaður fyrir vömb kúa. Á myndinni sést hvað hafði safnast í segulinn þegar kúnni var slátrað. Starfsemi RML – Fyrsti hluti Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hefur það meginhlutverk að vera ráðgjafarfyrirtæki í landbúnaði og er að fullu í eigu Bændasamtakanna og þar af leiðandi bænda og hefur sem slíkt ansi víðtækt hluverk. Auk þess að veita bændum hlutlausa og óháða ráðgjöf sinnir RML ráðgjöf til ýmissa hagaðila svo sem ríkisstofnana, ráðuneyta og einkaaðila. Til að geta sinnt þessu hlutverki þarf fyrirtækið að búa að fjölbreyttum mannauði, fólki með sérþekkingu á sínu sviði, fólki sem hefur aðgang að nýjustu þekkingu og getur miðlað upplýsingum. RML heldur utan um öll skýrsluhaldskerfi Bændasamtakanna en þar á landbúnaðurinn gríðar­ legt gagnasafn sem nýtist við upplýsingajöf, ráðgjöf og við kynbótastarfið. Starfsemi RML og fræðastofnana landbúnaðarins er nátengd og í gegnum tíðina hafa þessir aðilar lagt sig fram um að halda uppi góðu samstarfi með ýmiss konar samvinnu og samtali. Það er mikilvægt að þessar stoðir landbúnaðarins vinni saman með bændum við þær krefjandi aðstæður sem íslenskir bændur búa við, ekki síst um þessar mundir. RML hefur frá stofnun þurft að taka mið af þeim hröðu breytingum sem eru að verða bæði í samfélaginu almennt sem og starfsumhverfi landbúnaðarins. Aukin áhersla á rafræn samskipti, ör tækniþróun og aukin áhersla á umhverfis­ og loftslagsmál eru dæmi um slíkt. Einnig má nefna það mikla magn gagna sem verður til bæði í gegnum skýrsluhald og með aukinni notkun tölvustýrðs vélbúnaðar við landbúnaðarstörf. Þessi gagnasöfnun og nýting þessara gagna skapar hvort tveggja í senn, stórar áskoranir og mikil tækifæri Rafræn samskipti auka mögu­ leika á því að ráðgjöf sé sinnt hratt og vel þrátt fyrir fjarlægðir. Þrátt fyrir að ákveðinn hluti þjónustu og hluti ráðgjafar geti farið fram rafrænt er það mikilvægt að ráðunautar RML þekki aðstæður vel og séu í góðum tengslum við bændur. Starfsfólk RML er staðsett á um tólf stöðum víðs vegar um landið og býr að yfirgripsmikilli þekkingu á staðháttum og hefur mikla tengingu við bændur. Engu að síður viljum við gjarnan gera enn betur í þeim efnum og það kom fram í þjónustukönnun sem við gerðum nýlega að bændur vilja mjög gjarnan að ráðgjöf RML sé almennt aðgengilegri og eftirfylgni sé meiri. Um 430 bændur tóku þátt í þjónustukönnuninni og við munum nýta þær upplýsingar til að efla þá starfsemi sem bændur eru með beinum hætti að óska eftir. Rekstur RML hefur gengið ágætlega þrátt fyrir að ríkisframlag til ráðgjafarþjónustu hafi minnkað ár frá ári. Nú er svo komið að innan við helmingur tekna RML kemur í gegnum framlög frá ríkinu. Það skýtur nokkuð skökku við að þrátt fyrir þær áskoranir sem blasa við íslenskum landbúnaði þá sé framlag til ráðgjafarþjónustu að minnka. Rétt er þó að taka fram að ríkið og ráðuneyti þess hafa verið að styrkja starfsemi RML með beinum samningum um ákveðinn verkefni, svo sem loftslags­ og umhverfisverkefni. Þau verkefni nýtast við þekkingaröflun en ekki síður við miðlun nýrrar þekkingar beint til bænda og annarra hagaðila. Samningar og þróunarverkefni sem RML hafa tekið að sér voru á síðasta ári um 14 prósent af tekjum fyrirtækisins og hafa farið vaxandi. Beinar tekjur vegna ráðgjafar, sölu á þjónustu, og notendagjöld vegna hugbúnaðar eru á milli þrjátíu og fjörutíu prósent af tekjum. Gera má ráð fyrir að allavega hluti þessa tekjustofns haldi áfram að minnka hlutfallslega þar sem bændum er að fækka, nema það takist að snúa þeirri þróun við. Starfsemi RML þarf að taka mið af þessum áskorunum sem raktar hafa verið hér á undan. Fram kom í þjónustukönnun, sem ég minntist á hér fyrr í greininni, að við þyrftum að gera betur í að koma upplýsingum á framfæri um fyrirtækið og sem einn liður í því mun ég fara í nokkrum greinum yfir helstu starfsemi RML í næstu tölublöðum Bændablaðsins. Karvel Karvelsson, framkvæmdastjóri RML. Karvel Karvelsson.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.