Bændablaðið - 07.07.2022, Page 57

Bændablaðið - 07.07.2022, Page 57
57 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. júlí 2022 Sokkarnir eru prjónaðir með stroffprjóni og fölskum köðlum úr Drops Nord. Garnið verður á 30% afslætti hjá okkur frá 8.-31. júlí. Skóstærð: 35/37 (38/40) 41/43 Lengd fótar: ca 22 (24) 27 cm. Hæð á sokk niður að hæl: ca 12 cm í öllum stærðum. Garn: DROPS NORD (fæst í Handverkskúnst) 100 (100) 100 g, litur á mynd nr 18, gulur Prjónfesta: 26 lykkjur með sléttu prjóni = 10 cm. Prjónar: sokkaprjónar nr 2,5 Mynstur: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Hælúrtaka UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 8 (8) 9 lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið brugðnar lykkjur þar til 8 (8) 9 lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi brugðið, prjónið 1 lykkju brugðið, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 7 (7) 8 lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið brugðnar lykkjur þar til 7 (7) 8 lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi brugðið, prjónið 1 lykkju brugðið, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. Haldið áfram með úrtöku alveg eins með því að prjóna þar til eftir er 1 lykkja færri áður en 1 lykkju er lyft af prjóni, þar til 13 (15) 17 lykkjur eru eftir á prjóni. ÚRTAKA-2 (á við um tá): Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa tveggja lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri við prjónamerki og alls 4 lykkjur færri í umferð). SOKKUR: Fitjið upp 66 (68) 72 lykkjur á sokkaprjóna 2,5 með Nord. Byrjun á umferð = mitt að aftan. Prjónið 1 umferð slétt. Næsta umferð er prjónuð þannig: *1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt*, prjónið frá *-* yfir fyrstu 14 (14) 16 lykkjur, prjónið A.1 (= 39 lykkjur), *1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið*, prjónið frá *-* yfir næstu 12 (14) 16 lykkjur og endið með 1 lykkja slétt. Haldið svona áfram með stroffprjón þar til A.1 hefur verið prjónað til loka. Fækkið um 2 lykkju í síðustu umferð í mynsturteikningu A.1 = 64 (66) 70 lykkjur. Stykkið mælist ca 3 cm. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið stroffprjón eins og áður yfir fyrstu 14 (14) 16 lykkjur, prjónið A.2 (= 37 lykkjur) og prjónið stroffprjón eins og áður yfir þær 13 (15) 17 lykkjur sem eftir eru. Haldið svona áfram með mynstur þar til stykkið mælist 12 cm í öllum stærðum. Prjónið nú hæl þannig: Haldið eftir fyrstu 14 (14) 16 lykkjur og síðustu 13 (15) 17 lykkjur á prjóni fyrir hæl = 27 (29) 33 hællykkjur. Setjið þær 37 lykkjur sem eftir eru mitt á fæti á þráð eða látið þær hvíla á prjóni. Prjónið stroffprjón eins og áður fram og til baka yfir hællykkjur og fitjið jafnframt upp 1 nýja lykkju í hvorri hlið í fyrstu umferð (= kantlykkjur) = 29 (31) 35 hællykkjur. Prjónið þar til hællinn mælist 5 (5½) 6 cm og fellið jafnframt af 1 kantlykkju í hvorri hlið í síðustu umferð = 27 (29) 33 hællykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í síðustu umferð – prjónamerkið er notað síðar til að mæla lengd á fæti frá. Prjónið HÆLÚRTAKA – sjá útskýringu að ofan. Eftir hælúrtöku er næsta umferð prjónuð þannig: Prjónið sléttprjón yfir 13 (15) 17 hællykkjur, prjónið upp 13 (14) 16 lykkjur meðfram hlið á hæl innan við 1 kantlykkju, setjið 1 prjónamerki, prjónið A.2 eins og áður yfir 37 lykkjur ofan á fæti, setjið 1 prjónamerki og prjónið upp 13 (14) 16 lykkjur meðfram hinni hlið á hæl innan við 1 kantlykkju = 76 (80) 86 lykkjur. Haldið svona áfram með mynstur með A.2 ofan á fæti og sléttprjón yfir þær lykkjur sem eftir eru undir fæti. JAFNFRAMT er lykkjum fækkað núna hvoru megin við 37 lykkjur á milli prjónamerkja á fæti þannig: Prjónið 2 síðustu lykkjur á undan fyrra prjónamerki á fæti snúnar slétt saman og prjónið 2 fyrstu lykkjur á eftir seinna prjónamerki á fæti slétt saman. Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls 12 (12) 13 sinnum = 52 (56) 60 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist ca 17 (19) 21 cm undir fæti frá prjónamerki á hæl (nú eru eftir ca 5 (5) 6 cm til loka máls, mátið e.t.v. sokkinn og prjónið að óskaðri lengd). Takið frá öll prjónamerkin í stykkinu og setjið 1 nýtt prjónamerki í hvora hlið á sokknum þannig að það verða 26 (28) 30 lykkjur bæði ofan á fæti og undir fæti. Prjónið sléttprjón hringinn og fækkið lykkjum fyrir tá hvoru megin við bæði prjónamerkin – sjá ÚRTAKA (= 4 lykkjur færri). Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls 7 (6) 8 sinnum og síðan í hverri umferð alls 4 (6) 5 sinnum = 8 lykkjur eftir í öllum stærðum. Klippið þráðinn frá, þræðið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið á þræði og festið vel. Sokkurinn mælist ca 22 (24) 27 cm undir fæti frá prjónamerki á hæl. Prjónið hinn sokkinn alveg eins. Prjónakveðja, Handverkskúnst, www.garn.is HANNYRÐAHORNIÐ Spennandi að ferðast FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Hamrahlíð 17 Hús Blindrafélagsins Sími • 552-2002 ÓDÝR Margskipt gleraugu Verð 39.900 kr Margskipt gler frá Essilor (afgreiðslutími +/- tvær vikur) Gleraugu með glampa og rispuvörn Sérsmíðum samdægurs í styrk +/- 6,0 með cyl. til 2,0 19.900 kr. Margskipt gleraugu Margskipt gler frá Essilor (afgreiðslutími +/- tv r vikur) 39.900 kr. gleraugu umgjörð og gler Þórdís Inga er hress og fjörug stúlka sem finnst gaman að föndra, syngja og dansa. Hún er mikil félagsvera sem nýtur þess að leika við vini sína, heimsækja langafa sinn í Borgarnesi og fá bleika möndluköku! Nafn: Þórdís Inga. Aldur: 10 ára. Stjörnumerki: Tvíburi. Búseta: Hlíðarklettur. Skóli/Leikskóli: Kleppjárnsreykir. Skemmtilegast í skólanum: Heimilisfræði og smíði. Hver eru áhugamálin þín: Fótbolti. Uppáhaldsdýr: hundar og sebrahestar. Uppáhaldsmatur: Brunch og hamborgari. Uppáhaldslag: Booty call með little sis nora. Uppáhaldsbíómynd: Moulin Rouge. Fyrsta minning: Ég fékk einu sinni að fara í sturtu í leikskólanum. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór: Málari, hárgreiðslukona eða dansari. Hvað er það mest spennandi sem þú hefur gert: Fara til útlanda og í útilegu. Hvað ætlar þú að gera í sumar: Fara í útilegur og gera eitthvað skemmtilegt. Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. SUDOKUÞRAUTIR Bændablaðsins Þung Þyngst Létt Miðlungs Fallegir sokkar úr Drops Nord Sumarsmellur Stiga Combi 748 S • Heimilissláttuvél með 140cc mótor • Notendavæn drifvél • Einstök vél Verð kr. 125.000 m/vsk. Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is 40 ár á Íslandi

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.