Bændablaðið - 12.05.2022, Qupperneq 7

Bændablaðið - 12.05.2022, Qupperneq 7
Bændablaðið | Fimmtudagur 12. maí 2022 7 LÍF&STARF Í síðasta þætti var ögn kynntur til sögu Sveinn Skagfjörð Pálmason, kenndur við Reykjavelli í Skagafirði. Úr nýlega út kominni ljóðabók Sveins, „400 ferðavísur“, er að finna næstu tvær vísur. Sveinn var spurður á samkomu hagyrðinga hvaða hvatir bærðust með honum við neyslu áfengis: Við að drekka vínin góð vakna hvatir sátta. Þá er gott að faðma fljóð, - fara svo að hátta. Spurður svo um mikilvægustu dyggðir lífsins svaraði Sveinn: Við sönginn margur tekur tryggð, tónlist allir vilja muna. Það er mannsins mesta dyggð að mæta vel á æfinguna. Hægt væri að halda úti veröldina á enda, vísnaefni frá Skagfirðingum. Einn er sá sem allir þekkja og dá, og það er Sigurður Hansen, bóndi og fræðimaður á Kringlumýri í Akrahreppi. Eitt sinn rakst Sigurður á málshátt svofelldan: „Enginn er alheimskur sem þegja kann.“ Þá orti hann: Mælsku tíðast lætur lit, list er fátt að segja, því taumhald þarf og talsvert vit til þess eins að þegja. Kýrin Laufa varð yxna hjá Stefáni Hrólfs­ syni á Keldulandi. Sigurður Hansen orti af því tilefni: Amors drauminn ýmsum hjá eðlið gefur falan. Eva lagði laufblað frá, Laufa færði halann. Sigurður var einhverju sinni beðinn um að semja brúðkaupsljóð. Hann varð eitthvað seinn fyrir og þurfti að fá framlengdan skilafrestinn. Afraksturinn varð þetta stórkostlega 7 henta ljóðkorn: Gifting er gáleysi mesta og glötun á öllu því besta um aldur og ævi hjá hreinum ástlausum piparsveinum. En svona er lífsins losti hann læðist í hörku frosti í saklausa sveitamenn. Gifting er gjörningur besti og gæfunnar veganesti, elskir þú konu eina sem aðeins kemur til greina. En þeir sem ei einsemd una ættu líka að muna að Kristur var konulaus. Enn berast skáldverk í hendur mínar. Þórarinn Eldjárn færði mér til gjafar sitt nýjasta vísnakver „Allt og sumt“, sem hefur að geyma snjallar vísur undir gamansömum háttum. Sérkenni Þórarins í vísnagerð eru orðaleikir, eins konar útúrdúrar frá hefðbundnum yrkisefnum. Háttsemi hans mætti e.t.v. nefna „orðhengilshátt“. Bók Þórarins Eldjárn er fágætt skemmtiefni, og hér eftir fá lesendur örlitla nasasjón af efni bókarinnar. Upphafsvísu bókarinnar nefnir hann „Efstef“. Þéttan ljóða vef ég vef, vel biðst forláts ef ég gef ykkur svona stef og stef sem stolið hef. „Til eru tól“. Ekki er þörf á ýtu ef þú tálgar spýtu. Eins ef bilar úrverk illa hentar múrverk. „Tímans rás“. Enn rásar almanak undarlegt tímaskeið annaðhvort aftur á bak ellegar nokkuð á leið. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggð1@gmail.com 297MÆLT AF MUNNI FRAM Hallgrímur Harðarson, starfsmaður hjá Búvís á Akureyri, fylgdist með þegar verið var að lesta nokkur hundruð tonn af áburði um borð í skip sem síðan sigldi til Þórshafnar. Þaðan var áburði dreift í sveitirnar í kring. Myndir / MÞÞ Áburður á norðausturhornið Bændur hafa undanfarið verið í óða önn að bera áburð á tún sín, sumir eru enn að og verða eitthvað fram eftir maímánuði við þá iðju. Búvís á Akureyri er eitt þeirra fyrirtækja sem flytja inn áburð og segir Einar Guðmundsson, eigandi þess, að alls hafi nú á vordögum komið 2 skip fulllestuð af áburði. „Við erum með svipað magn og var í fyrra. Alls 18 tegundir og höfum verið að dreifa þessu hér og hvar um landið, en skipið landar á 8 höfnum víða um land. Þaðan er áburði dreift um nærliggjandi sveitir,“ segir hann. /MÞÞ Fulltrúar kjúklinga- og eggjabænda á Norðurlöndunum (NPC) áttu góðan og gagnlegan fund í Kaupmannahöfn á dögunum þar sem farið var yfir stöðu greinanna í löndunum og ýmis málefni rædd. Einnig komu áhugaverðir fyrirlesarar frá dönsku Bændasamtökunum inn á fundina til að ræða nýjar reglur sem tengjast fiðurfé hjá Evrópusambandinu og hvaða áhrif þær muni hafa, ásamt því að kynnt var verkefni samtakanna sem fór fram fyrr á þessu ári þar sem streymt var beint í sólarhring frá kjúklingabúi á samfélagsmiðlum en í framhaldinu sköpuðust líflegar umræður um hvernig til tókst og áhrifin sem slíkt streymi getur haft. Árlega heldur NPC stóran fund greinanna í nóvember og að þessu sinni verður fundurinn haldinn í Álaborg í Danmörku þar sem koma saman hátt í 200 manns af Norðurlöndunum og frá fleiri löndum í Evrópu. Fulltrúar kjúklinga- og eggjabænda á Norðurlöndunum (NPC)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.