Bændablaðið - 12.05.2022, Síða 35

Bændablaðið - 12.05.2022, Síða 35
Bændablaðið | Fimmtudagur 12. maí 2022 35 Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.LCI.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 ALTERNATORAR gerðir dráttarvéla Aðalnúmer: 412 5300 | Söludeild: 412 5350 | Netfang: sala@limtrevirnet.is Söluskrifstofur: Lynghálsi 2, 110 Reykjavík | Borgarbraut 74, 310 Borgarnes Áratugareynsla við íslenskar aðstæður Stuttur afgreiðslutími og fjölbreytt úrval Uppsetning í boði á hurðum og viðbótarbúnaði Margir litir og fylgihlutir í boði Traustar bílskúrs- og iðnaðarhurðir frá Lindab og Krispol limtrevirnet.is FALLEGAR HURÐIR SEM ÞÚ GETUR TREYST skoðaðu úrvalið limtrevirnet.is LÍF&STARF Ábúðarfullt fólk að undirrita samning, pennarnir sem notaðir voru til verksins voru unnir úr eyfirsku lerki og eik. Á myndinni eru frá vinstri: Pétur Halldórsson, Finnur Yngvi Kristinsson, Sigríður Hrefna Pálsdóttir og Ingólfur Jóhannsson. Eyjafjarðarsveit og Skógræktarfélag Eyfirðinga: Styrktarsamningur markar tímamót í starfi félagsins Skrifað hefur verið undir styrktar­ samning til tveggja ára milli Skógræktarfélags Eyfirðinga og Eyjafjarðarsveitar. „Þessi styrktarsamningur við Eyjafjarðarsveit markar viss tímamót í starfi Skógræktarfélags Eyfirðinga. Hann styrkir stoðir elsta starfandi skógræktarfélags landsins og gerir því kleift að sinna betur skógarreitum í umsjón félagsins sem eru í Eyjafjarðarsveit,“ segir Sigríður Hrefna Pálsdóttir, formaður Skógræktarfélags Eyfirðinga. Sameiginlega munu skógræktar­ félagið og sveitarfélagið vinna saman að góðum verkum sem tengjast umhirðu og bættu aðgengi skóglenda, lýðheilsu, kolefnisjöfnunar, fræðslu og náttúruskoðunar svo eitthvað sé nefnt. Sigríður Hrefna segir Skóg­ ræktar félagið vera með 6 misstóra reiti í Eyjafjarðarsveit í sinni umsjón. „Þessi tveggja ára samningur gerir allt okkar starf markvissara og styrkir samtalið og samvinnuna við íbúa sveitarfélagsins. Við í stjórn Skógræktarfélags Eyfirðinga erum mjög ánægð með þessa þróun og hlökkum til frekara samstarfs við Eyjafjarðarsveit,“ segir hún. Skógræktarfélag Eyfirðinga hefur ræktað sína reiti í yfir 90 ár og eftir því sem skógarnir stækka og trén hækka eykst skjólið og jarðvegurinn dýpkar og magnast. Margir af þeim 11 skógarreitum í umsjón félagsins henta vel til útivistar, um þá er hægt að rölta í skjóli trjánna við fuglasöng og lækjarnið. Í flestum er hægt að finna falleg rjóður þar sem hægt er að hvílast og borða nesti. Skógræktarfélagið hefur í áratugi verið með þjónustusamning við Akureyrarbæ sem nýttur hefur verið við vinnu í Kjarnaskógi þar sem skógarhjarta félagsins slær. En fulltrúar í stjórn Skógræktarfélags Eyfirðinga vilja gera betur og hafa því í vetur unnið með fulltrúum þeirra sveitarfélaga þar sem skógarreitir félagsins eru í því skyni að finna flöt á samstarfi. /MÞÞ

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.