Bændablaðið - 12.05.2022, Síða 40

Bændablaðið - 12.05.2022, Síða 40
Bændablaðið | Fimmtudagur 12. maí 202240 „Verkefni hjá okkur hafa aukist umtalsvert um árin, það er í takt við sífellt meiri umferð hér um svæðið,“ segir Haraldur Helgi Hólmfríðarson, formaður Björgunarsveitarinnar Ingunnar. Til stendur að halda upp á fertugsafmæli sveitarinnar á næstunni, en sveitin var stofnuð 15. apríl 1981. Afmælið var reyndar í apríl á liðnu ári, en þá viðraði ekki vel til veisluhalda í samfélaginu, enn ein bylgjan í heimsfaraldri kórónuveirunnar í gangi. Björgunarsveitin Ingunn er lítil sveit en með stórt starfssvæði, Þingvallasveit, Laugardal auk hálendisins sem tilheyrir Bláskóga byggð. Um fimmtíu manns eru í sveitinni og úr þeim hópi eru um fimmtán hvað virkastir. Haraldur Helgi segir að til standi að halda upp á tímamótin með pomp og prakt og rjómatertu með hækkandi sól og hitastigi. Afmælisnefndin hugar að hentugri dagsetningu fyrir veisluhöldin, sem líklegast verða þegar botn verður sleginn úr vetrarstarfinu. Félagar í Björgunarsveitinni Ingunni eru nú í óðaönn að safna fé fyrir nýjum björgunardróna af bestu gerð. Hann kostar um 5 milljónir króna með öllu, en í honum er hitamyndavél sem hann segir gagnast mjög vel við leit og einnig næturmyndavél, radar og ljós. „Dróninn mun nýtast okkur mjög vel við margvísleg verkefni, hvort heldur um er að ræða leit að fólki eða búfénaði, en þar koma hita- og næturmyndavélarnar að miklu gagni,“ segir hann, en dróninn er einnig með radar sem nýtist við þrívíddarskönnun. „Það er alveg ljóst að svo fullkominn og góður dróni mun koma sér vel í framtíðarverkefnum okkar, hann sparar okkur sporin og léttir okkar starf,“ segir Haraldur Helgi, en sveitin er staðsett í miðju Gullna hringsins þar sem umferð er gríðarlega mikil. Sívaxandi fjöldi ferðamanna fer um svæðið og þá eru um 1.900 orlofshús á starfssvæði sveitarinnar. Þá eru einnig nokkur vötn á svæðinu, sveitin er iðulega kölluð út vegna atvika sem upp koma í kringum Þingvallavatn, Laugavatn og Apavatn. Útköllum fækkaði á Covid-tímanum Kveikjan að því að björgunarsveitin var stofnuð var einmitt hörmulegt slys í Apavatni þar sem feðgar drukknuðu, en í kjölfarið var rætt um nauðsyn þess að hafa björgunarsveit til taks á svæðinu. Sveitin var stofnuð nokkrum árum eftir slysið. „Um árin hefur starfsemin farið vaxandi og sveitin sannað gildi sitt, útköllum fjölgar á milli ára,“ segir Haraldur Helgi, með þeirri undantekningu þó að úr dró á Covid-árunum, enda mun færri á ferðinni þann tíma. Hann nefnir sem dæmi að á fyrstu tveimur mánuðum síðastliðins árs hafi verið tvö útköll hjá Ingunni, en nú í ár voru þau 19. „Það má segja að Covid hafi þannig haft jákvæð áhrif á starfsemi sveitarinnar,“ segir hann og bætir við að einnig hafi ungt fólk flutt í heimahagana á ný meðan heimsfaraldur var í hæstu hæðum og LÍF&STARF *Afborganir miðast við Lykillán fyrir 75% af kaupverði til 60 mánaða frá Lykli fjármögnun. Vextir miðast við 6,8% breytilega vexti og eru tengdir við eins mánaða reibor vexti. Lánaskilmála má finna á www.lykill.is. Árleg hlutfalltala kostnaðar – ÁHK er ** 8,88% - Verð innifelur virðisaukaskatt. Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | S: 540 4900 | www.yamaha.is Verð: 2.560.000 kr. 700cc fjórgengis-4WD-H/L drif - driflæsing - spil - rafmagnsstýri - dráttarkúla - götuskráð - hvít númer - 307kg eigin þyngd. GRIZZLY 39.438 kr.* afborgun á mánuði ** 10 Á BYRGÐ Á DRIFREIM ULTRAMATIC ÁBYRGÐ LÁNSHLUTFALL ALLT AÐ 75% Í ALLT AÐ 60 MÁNUÐI Björgunarsveitin Ingunn í Bláskógabyggð fagnar 40 ára afmæli: Safnar fyrir fullkomnum dróna sem auðveldar leit – Aukin verkefni í takt við aukinn fjölda fólks á ferð á svæðinu, í miðju Gullna hringsins Land Cruiser sveitarinnar eftir útkall á Lyngdalsheiði vegna ófærðar. Myndir / BSV Ingunn Þessi mynd er tekin í útkalli í febrúar þegar kona týndist á Lyngdalsheiði í vondu veðri. Haraldur Helgi Hólmfríðarson, formaður Björgunarsveitarinnar Ingunnar í Bláskógabyggð. Sveitin er nú í óða önn að safna fé til að kaupa fullkominn dróna sem nýtist einkar vel við leit að bæði fólki og búfénaði. Stephanie Langridge, annar Ástralinn í sveitinni, stillir sér upp við þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir útkall við Tintron þar sem mótorhjólamaður slasaðist illa. Myndin er tekin í útkalli á Mosfellsheiði í rauðu veðurviðvöruninni. Haraldur Helgi að brasa við spilið til að hjálpa ferðamanni.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.