Bændablaðið - 12.05.2022, Síða 51

Bændablaðið - 12.05.2022, Síða 51
Bændablaðið | Fimmtudagur 12. maí 2022 51 KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10 104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is ALLAR STÆRÐIR AF CAT RAFSTÖÐVUM Gerðu kröfur - hafðu samband við Karl í síma 590 5125 og kynntu þér þína möguleika. Stöðvar í gám Ultrasonic Cleaner Nokkrar stærðir Sandblásturskassar með/án ryksugu Nokkrar stærðir Sandblásturskútur m/ryksugu 80L Amerískir Sandblásturskassar  HREINSIEFNI - Íslensk  SANDBLÁSTURSSANDUR  SANDBLÁSTURSKASSAR  SANDBLÁSTURSKÚTAR  SANDBLÁSTURBYSSUR  KERAMIKSPÍSSAR  ÞVOTTAKÖR  ULTRASONIC CLEANER  O.m.fl. SENDUM FRÍTT UM ALLT LAND MEÐ FLYTJANDA ALK 150 ÞETTA SEM VIRKAR og er einstaklega gott á verkstæðið, í hesthúsið, fjárhúsið og fjósið. Umhverfisvænt sterkt alkalískt hreinsiefni fyrir erfið óhreinindi. Alhliða hreinsiefni fyrir gólf, veggi, áhöld, vélar og fl. Virkar sérstaklega vel á fitu og sót. Verð: 5L, 3.949 kr 20L, 12.815 kr ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA SÍÐAN 1985 Sandblásturskútar 3 stærðir Gildir ekki fyrir tilboðsvörur Sveitarfélagið Skagafjörður: Hjalti Pálsson heiðursborgari Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur útnefnt Hjalta Pálsson heiðursborgara sveitarfélagsins. Hjalti Pálsson fæddist árið 1947 á Sauðárkróki en ólst upp hjá foreldrum sínum á Hofi í Hjaltadal. Hann var bókavörður á Héraðsbókasafni Skagfirðinga 1976-1990 en tók þá við starfi héraðsskjalavarðar Héraðsskjalasafns Skagfirðinga til ársins 2000. Hjalti var ráðinn ritstjóri Byggðasögu Skagafjarðar árið 1995. Hjalti var sæmdur heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu árið 2010 fyrir framlag til héraðssögu, fræða og menningar. Viðamikið byggðasögurit Byggðasaga Skagafjarðar er eitt viðamesta og metnaðarfyllsta verkefni í byggðasöguritun sem farið hefur fram á Íslandi. Við ritun byggðasögunnar heimsótti ritstjóri hverja einustu jörð í Skagafirði og aflaði viðamikilla og ómetanlegra gagna og upplýsinga. Hjalti hefur einnig um áratuga skeið verið formaður Sögufélags Skagfirðinga en á vegum þessa elsta héraðssögufélags landsins hafa komið út á annað hundrað rit um sögu Skagafjarðar, m.a. Skagfirskar æviskrár, Saga Sauðárkróks, Skagfirðingabók og fleiri rit, auk byggðasögunnar. Hjalti hefur þar sem annars staðar lagt fram gríðarlegt vinnuframlag við ritun, ritstjórn og annað sem tilheyrir útgáfu ritanna og starfsemi Sögufélags Skagfirðinga. Þá hefur Hjalti fært Héraðsskjalasafni Skagfirðinga að gjöf og til varðveislu ýmis gögn og ljósmyndir úr sínum fórum. Þakkir fyrir framlag til héraðssögunnar Hjalti er annar í sögu sveitarfélagsins til að hljóta nafnbót heiðursborgara en Bjarni Haraldsson var útnefndur heiðursborgari Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrstur manna árið 2019. Jón Þ. Björnsson, Eyþór Stefánsson og Sveinn Guðmundsson höfðu hlotið heiðursborgaranafnbótina í tíð Sauðárkrókskaupstaðar áður. „Með því að sæma Hjalta Pálssyni heiðursborgaratitli vill Sveitarfélagið Skagafjörður þakka Hjalta fyrir hans framlag til héraðssögu, fræða og menningar um áratuga skeið og fyrir að gera Sskagfirskt samfélag enn betra,“ segir á vefsíðu sveitarfélagsins. /MÞÞ Hjalti Pálsson heiðursborgari Sveitarfélagsins Skagafjarðar. LÍF&STARF Ársfundur 2022 Ársfundur Lífeyrissjóðs bænda verður haldinn föstudaginn 3. júní 2022 kl. 14 að Stórhöfða 23, 4. hæð, Reykjavík. Dagskrá: ▪ Venjuleg ársfundarstörf. ▪ Stjórnarkjör. ▪ Tillögur um breytingar á samþykktum. ▪ Önnur mál. Allir sjóðfélagar eiga rétt til fundarsetu. Stjórn Lífeyrissjóðs bænda Lífeyrissjóður bænda - Stórhöfða 23 - 110 Reykjavík Sími 563 1300 - lsb@lsb.is - www.lsb.is

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.