Bændablaðið - 12.05.2022, Síða 53

Bændablaðið - 12.05.2022, Síða 53
Bændablaðið | Fimmtudagur 12. maí 2022 53 Strúktúr ehf | www.struktur. is | struktur@struktur. is | Bæjaflöt 9 | 112 Reykjavík | Sími: 588 6640 Strúktúr ehf | www.struktur. is | struktur@struktur. is | Bæjaflöt 9 | 112 Reykjavík | Sími: 588 6640 Fjölbreyttar lausnir fyrir hús & nýbyggingar Strúktúr er með lausnina fyrir húsið Allt sem við hugsum, allt sem við gerum, snýst um þig okkar viðskiptavin Einingahús CLT krosslímt tré Z Strúktúrhús Gluggar & hurðir Utanhússklæðningar Límtré Stálgrindarhús Yleiningar Dúkar & þéttiborðar Við erum alltaf klár í spjallið Hafðu samband við okkur Strúktúr_ISC000762_220x305.indd 1 10-03-2022 10:58:11 Allt í blóma er ný íslensk bók sem fjalar um ræktun pottaplantan við íslenskar aðstæður. Höfundur er Hafsteinn Hafliðason sem er margverðlaunaður fyrir ævistarf sitt sem tengist garðyrkju og ræktun og ekki síst fræðslu. Hafsteinn segir að í bókinni fjalli hann um margar af þeim pottaplöntum sem hann hefur rekist á og viti að hafa verið í ræktun hér á landi. „Ég hef lengi viðað að mér upplýsingum um pottaplöntur en vinna við bókina hófst fyrir alvöru snemma síðastliðið vor og ég sat við langt fram á haust. Þó ég hafi nú ekki reynslu af því að rækta allar tegundirnar í bókinni þá þekki ég þær flestar, hef fylgst með tískustraumunum og kynnst þeim tegundum sem hafa ratað hingað upp á land. Lesendur ættu því að finna ansi gott yfirlit í bókinni yfir flestar ættkvíslir stofublóma.“ Ræktum garðinn Auk þess að vinna að gerð bókarinnar vann Hafsteinn við gerð sjónvarpsþátta síðastliðið sumar þar sem hann fjallaði um vinsælar garð- og skálaplöntur sem ræktaðar eru í pottum. Hafsteinn segir að talsverðar tískusveiflur sé á blómamarkaði og plöntur detti í og úr tísku. „Í dag eru alls kyns skræpur vinsælar en það er plöntuafbrigði með marglitum blöðum. Gömlu góðu ömmublómin sem eru plöntur sem voru vinsælar fyrir og um miðja síðustu öld eru líka margar að komast aftur í tísku, ekkert nema gott um það að segja því reynslan af mörgum þeirra er góð.“ Að sögn Hafsteins er mikið að nýjum gerðum og sortum pottaplantna mikið framræktaðar og oft um að ræða afleggjara af sömu plöntu sem hefur verið á einhvern hátt sérstök og eftirsótt og því fjölgað endalaust kynlaust. Flóra íslenskra pottaplantna Í bókinni, sem er eins konar flóra íslenskra pottaplantna, er fjallað um hátt í 350 tegundir og tilbrigði og myndir eru af þeim flestum. Sagt er frá uppruna plantnanna, þeim lýst og fjallað um umhirðu þeirra. Hvernig á að hugsa um stofublómin, hvaða staðsetning og birta hentar þeim best, hvernig mold kýs plantan, hvað á að gefa henni mikinn áburð og hvað á að vökva hana mikið? Garðyrkjugúrú og þjóðargersemi Allt í blóma er mikill akkur fyrir fólk sem hefur áhuga á allri garðyrkju enda er Hafsteinn Hafliðason stórveldi þegar kemur að gróðri, ræktun og fræðslu. Í bókinni Allt í blóma beinir hann sýn sinni að inniplöntum sem ræktaðar hafa verið á Íslandi og eys af ótæmandi viskubrunni sínum og vökvar fróðleiksfúst ræktunarfólk með áburðarlausum fróðleik og skemmtun. Hafsteinn er garðyrkjugúrú og þjóðargersemi. /VH Þjóðargersemin og garðyrkjugúrúinn Hafsteinn Hafliðason með nýju bókina. Allt í blóma: Pottaplöntur við íslenskar aðstæður BÆKUR& MENNING Vetrarsól er umboðsaðili Sláttuvélar & sláttuorf Snjóblásarar Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is Gulltryggð gæði 40 ár á Íslandi Sláttutraktorar

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.