Bændablaðið - 12.05.2022, Page 62

Bændablaðið - 12.05.2022, Page 62
Bændablaðið | Fimmtudagur 12. maí 202262 Ég var búinn að heyra töluvert um nýjasta rafmagnsbílinn sem Brimborg er að selja og ber nafnið Polestar 2, fæst í þrem útgáf um, framhjóladrifinn eða fjórhjóla­ drifinn. Ég prófaði fjórhjóladrifna bílinn sem er sagður vera 408 hestöfl. Polestar 2 er hægt að fá í þrem mismunandi útfærslum, 231 hestafls, eindrifs eða fjórhjóladrif með 408 hestöfl. Polestar 2 kostar frá 5.840.000 upp í 8.300.000, en það var dýrasti bíllinn sem ég prófaði. Uppgefin drægni á bílunum þremur er á bilinu 474-542 km. Prufuaksturinn Þegar ég fékk bílinn var hleðslan á honum 65% (einhverjir höfðu verið að prófa bílinn á opnunartíma á laugardeginum 30. apríl), þá sýndi mælaborðið að ég hefði 260 km til prufuaksturs. Eins og alltaf var byrjað á að hávaðamæla bílinn á 90, en þar varð ég fyrir vonbrigðum, 72,8db. er alltof mikill hávaði í rafmagnsbíl. Ekki síst þegar bíll eins og SsangYong Rekston, sem er með stóra díselvél, mælist 65db. Ég vildi í fyrstu ekki trúa mælingunni, en eftir aðra mælingu var niðurstaðan sú sama. Að sitja í körfusætunum er gott, sérstaklega ef sætin eru í lægri stillingu, en ef maður hækkar sætið eitthvað er orðið erfitt að spenna á sig beltið þar sem stokkurinn á milli sætanna þrengir að annars vegar og sætið hins vegar. Hann var mjög stuttur malar- kaflinn sem ég keyrði, en lágur prófíll 20 tommu dekkjanna sem undir bílnum voru eru ekki skemmtileg dekk til að keyra á malarvegum. Þau fjaðra nánast ekkert og eru svo harðpumpuð að maður finnur fyrir nánast öllum steinum, en smásteina/malarhljóð var aðeins yfir meðallagi á þessum bíl. Miðað við ekna kílómetra og niðurtalningu á drægni virtist það vera nánast alveg jafnt þannig að ef mælaborðið segir 100 km eftir eru 100 km eftir í drægni. Hef nokkrum sinnum lent í því á öðrum rafbílum að þó að allt að 100 km akstursdrægni sé uppgefin í mælaborði þá sé ekki eftir rafmagn nema til 50 km aksturs. Frábærir aksturseiginleikar á sléttu óskemmdu malbiki Þegar bílnum er gefið hressilega inn hreinlega klessist maður aftur í sætið, ekki ósvipað og að skjóta úr haglabyssu nema þá fer bara önnur öxlin aftur en þarna báðar (uppgefin hröðun á bílnum sem prófaður var er 4,7 sek. úr 0 í 100 km hraða). Í beygjum liggur bíllinn vel og körfusætið heldur manni stöðugum þó að hraðinn sé mikill í beygjum, en þá verður malbikið að vera slétt og óskemmt sem er því miður orðið vandfundið. Bremsurnar eru einhverjar albestu í bíl sem ég hef prófað, en þegar ekið er á vegum eins og þeir eru nú að koma undan vetri finnst manni maður alltaf vera í hættu á að skemma dekk eða felgu þar sem að bíllinn er frekar þungur. Sé hugsað um verð og gæði þá virðist vera góð kaup í Polestar 2 Þegar maður keyrir með hraðastillinn á (cruse control) sem fylgir næsta bíl á undan vel ef bíllinn á undan hægir á sér, gerir Polestar 2 það líka og er þá nóg að halda laust um stýrið því að bíllinn stýrir sjálfur á meðan hann getur lesið hliðarlínumerkingarnar. Ef maður sleppir stýrinu kvartar mælaborðið nánast strax að ekki sé haldið um stýrið meðan hraðastillirinn er á. Myndin sem kemur á skjáinn þegar bakkað er virkar svolítið sérstök, en hún sýnir vel allan hringinn í kringum bílinn á svolítið sérstakan hátt og örugg- lega mjög gott að venjast þessu, sem ég tel að þurfi þar sem baksýnisspeglarnir á hliðum bílsins eru mjög litlir. Farangursrými er gott og það er líka hugsað um lítinn farangur þar sem auka 35 lítra farangursrými er undir „húddi“ að framan. Afturljósin loga alltaf í akstri, en ekkert varadekk frekar en í flestum öðrum rafmagnsbílum. Myndi sjálfur velja Mustang Ég hef fengið spurningar um hvaða fjórhjóladrifni rafmagnsbíll sé bestur. Þar sem að Mustang og Polestar eru seldir í sama sal finnst mér í lagi að bæta örlítið við greinina. Af þeim fimm fjórhjóla- drifnu rafmagnsbílum sem ég hef prófað hefur mér fundist þeir vera háværari inni í bílunum á 90 km hraða en rafmagnsbílar með drif á einum öxli, en Jaguar fór rétt yfir 70 db., Tesla 71,5 og nú Polestar 2 mældist 72,8 sem mér finnst allt of mikið fyrir rafmagnsbíl. Mustang 67,8 db. og MG 66,7db. Teslan er vissulega snörpust í hröðun og Jaguar mýkstur og fer best með mann (sætin best og fjöðrunin). Þetta er samt mín skoðun og eftir að hafa prófað alla þessa fimm bíla þá væri val mitt Mustang. VÉLABÁSINN Hjörtur L. Jónsson liklegur@internet.is Fjórhjóladrifinn 408 hestafla Polestar 2. Myndir / HLJ Finnst alltaf flott afturljós svona þvert yfir. Framsætin eru góð, en ef maður hækkar sætið of mikið er frekar erfitt að spenna öryggisbeltið. Lítill hleri í farangursrýminu með snögum og teygju finnst mér sniðugur hlutur. Svolítið sérstök bakkmyndavélin, sýnir umhverfið vel í björtu. Stærsti mínusinn fannst mér hávaða­ mælingin á 90. Enginn rafmagns bíll á að mælast yfir 70 db. 20 tommu dekkin gefa ekki mikla fjöðr un, en þessar bremsur eru æðis legar. Þyngd 2.113 kg Hæð 1.479 mm Breidd 1.985 mm Lengd 4.606 mm Helstu mál og upplýsingar

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.