Bændablaðið - 12.05.2022, Síða 65

Bændablaðið - 12.05.2022, Síða 65
Bændablaðið | Fimmtudagur 12. maí 2022 65 Þessi fallega og einfalda peysa er prjónuð úr DROPS Sky. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með hringlaga berustykki og stroff- prjóni á berustykki. Stærðir: (<0) 0/1 (1/3) 6/9 (12/18) mánaða 2 ára. Stærðin jafngildir ca hæð á barni í cm: (40/44) 48/52 (56/62) 68/74 (80/86) 92 Garn: Drops Sky (100) 100 (100) 100 (150) 150 g litur á mynd nr 02, perlugrár Prjónar: Sokka- og hringprjónar 40 cm, nr 3 og 4 Hægt er að nota MAGIC LOOP aðferðina – þá þarf einungis hringprjón 80 cm í hverju prjónanúmeri. Prjónfesta: 21 lykkja á breidd í sléttprjóni = 10 cm. Mynstur: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.5. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. Úrtaka (á við um mitt undir ermum): Byrjið 3 lykkjum á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerkið situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. HNAPPAGAT (ef prjónað er með opi/klauf mitt að aftan): Fellið af fyrir hnappagötum í byrjun á umferð frá réttu þannig: Prjónið 2 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 næstu lykkjur slétt saman. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður slétt, svo það myndist gat. Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu þegar kanturinn í hálsmáli mælist ca 1½ cm, fellið síðan af fyrir 2 næstu hnappagötum með (2½) 2½ (3) 3 (4) 4 cm millibili. PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna frá miðju að aftan, ofan frá og niður. Ef prjónað er op/klauf mitt að aftan er fyrst prjónað fram og til baka, áður en stykkið er sett saman og prjónað í hring. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjóna. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna. PEYSA EKKI MEÐ OPI/KLAUF MITT AÐ AFTAN: Fitjið upp (52) 56 (60) 64 (68) 72 lykkjur á stuttan hringprjón nr3 með DROPS Sky. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff (1 sl, 1 br) í (2) 2 (3) 3 (4) 4 cm. Í næstu umferð er aukið út önnur hver 1 lykkja brugð- ið til 2 lykkjur brugðið með því að slá 1 sinni uppá prjóninn (í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðið, svo ekki myndist gat) = (13) 14 (15) 16 (17) 18 lykkjur fleiri = (65) 70 (75) 80 (85) 90 lykkjur. Haldið áfram með stroff þar til stykkið mælist (3) 3 (4) 4 (5) 5 cm. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð. Stykkið er síðar mælt frá þessu prjónamerki. Skiptið yfir á hringprjón nr 4. Prjónið 2 umferðir GARÐAPRJÓN hringinn yfir allar lykkjur. JAFNFRAMT í fyrstu umferð er lykkjufjöldinn jafnaður út til (64) 68 (76) 80 (84) 88 lykkjur. Eftir garðaprjón er næsta umferð prjónuð þannig: *A.1, A.2*, prjónið frá *-* út umferð = (96) 102 (114) 120 (126) 132 lykkjur í umferð. Prjónið A.1 og A.2 til loka, haldið síðan áfram með 3 lykkjur slétt, 3 lykkjur brugðið þar til stykkið mælist (4) 5 (5) 5 (6) 6 cm frá prjónamerki við hálsmál. Næsta umferð er prjónuð þannig: STÆRÐ (<0): *A.3, A.4*, prjónið frá *-* umferðina hringinn. STÆRÐ 0/1 – 1/3 – 6/9 – 12/18 mánaða (2 ÁRA): *A.3, A.5*, prjónið frá *-* umferðina hringinn. Á eftir fyrstu umferð eru (128) 153 (171) 180 (189) 198 lykkjur eftir í umferð. Prjónið A.3 og A.4/A.5 til loka, haldið síðan áfram með 5 lykkjur slétt, 3 lykkj- ur brugðið í stærð (<0) og 5 lykkjur slétt, 4 lykkjur brugðið í hinum stærðum þar til stykkið mælist (8) 10 (10) 10 (12) 12 cm frá prjónamerki við hálsmál. Prjónið síðan eins og útskýrt er að neðan í PEYSA. PEYSA MEÐ OPI/KLAUF MITT AÐ AFTAN: Fitjið upp (57) 61 (65) 69 (73) 77 lykkjur á hringprjón nr 3 með DROPS Sky. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig (þ.e.a.s. frá miðju að aftan): 4 lykkjur í, *1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið*, prjónið frá *-* þar til 5 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 1 lykkju slétt og 4 lykkjur í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í (2) 2 (3) 3 (4) 4 cm – munið eftir HNAPPAGAT í kanti – sjá útskýringu að ofan. Í næstu umferð frá réttu er aukið út önnur hver 1 lykkja brugðið til 2 lykkjur brugðið með því að slá 1 sinni uppá prjóninn (frá röngu er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt, svo ekki myndist gat) = (12) 13 (14) 15 (16) 17 lykkjur fleiri = (69) 74 (79) 84 (89) 94 lykkjur. Haldið áfram með stroff þar til stykkið mælist (3) 3 (4) 4 (5) 5 cm. Setjið 1 prjónamerki eftir kant í byrjun á umferð mitt að aftan. Stykkið er síðar mælt frá þessu prjónamerki. Skiptið yfir á hringprjón nr 4. Prjónið 2 umferðir garðaprjón fram og til baka yfir allar lykkjur – JAFNFRAMT í fyrstu umferð er aukið út um (1) 0 (3) 2 (1) 0 lykkjur jafnt yfir = (70) 74 (82) 86 (90) 94 lykkjur. Eftir garðaprjón er næsta umferð prjónuð frá réttu þannig: 4 lykkjur í garðaprjóni, *A.1, A.2*, prjónið frá *-* þar til 6 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið A.1 og 4 lykkjur í garðaprjóni = (101) 107 (119) 125 (131) 137 lykkjur í umferð. Prjónið A.1 og A.2 til loka, haldið síðan áfram með 3 lykkjur slétt, 3 lykkjur brugðið þar til stykkið mælist (4) 5 (5) 5 (6) 6 cm frá prjónamerki við hálsmál. Setjið nú stykkið saman eins og útskýrt er að neðan: Leggið kant fyrir tölur í byrjun á umferð yfir síðustu 4 lykkjur í umferð þannig að kantur með hnappagötum liggi efst. Prjónið lykkjur frá tveimur köntum með hnappagötum/tölum slétt saman 2 og 2 (= 4 lykkjur færri) = (97) 103 (115) 121 (137) 133 lykkjur í umferð. Prjónið síðan afgang af umferð þannig (eftir 4 lykkjur garðaprjón frá kanti með hnappagötum/tölum): STÆRÐ (<0): *A.3, A.4*, prjónið *-* prjónið þar til 3 lykkjur eru á eftir kanti með hnappagötum/tölum, prjónið A.3, prjónið 2 lykkjur brugðið (2 fyrstu lykkjur frá kanti með hnappagötum/tölum). STÆRÐ 0/1 – 1/3 – 6/9 – 12/18 mánaða (2 ÁRA): *A.3, A.5*, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir á undan kanti með hnappagötum/tölum, prjónið A.3, prjónið 2 lykkjur brugðið (2 fyrstu lykkjur frá kanti með hnappagötum/tölum). Umferðin byrjar núna mitt í kanti með hnappagöt- um/tölum og eftir fyrstu umferð eru (129) 153 (171) 180 (189) 198 lykkjur í umferð. Prjónið A.3 og A.4/A.5 til loka (4 lykkjur frá kanti með hnappagötum/tölum mitt að aftan eru nú prjónaðar eins og útskýrt er í A.4), haldið síðan áfram með 5 lykkjur slétt, 3 lykkjur brugðið yfir þær lykkjur sem eftir eru í stærð (<0) og 5 lykkjur slétt, 4 lykkjur brugðið í hinum stærðum þar til stykkið mælist (8) 10 (10) 10 (12) 12 cm frá prjónamerki við hálsmál. Prjónið síðan eins og útskýrt er að neðan í PEYSA: PEYSA: Prjónið 1 umferð slétt yfir allar lykkjur og jafnið jafnframt út lykkjufjöldann til (132) 152 (164) 180 (184) 200 lykkjur. Prjónið 1 umferð brugðið. Prjónið síðan sléttprjón yfir allar lykkjur þar til stykkið mælist (10) 11 (12) 12 (13) 14 cm frá prjónamerki við hálsmál. Í næstu umferð skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar, þ.e.a.s. næsta umferð er prjónuð frá miðju að aftan þannig: Prjónið eins og áður yfir fyrstu (18) 21 (23) 25 (26) 29 lykkjur, setjið næstu (30) 34 (36) 40 (40) 42 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp (4) 4 (6) 6 (8) 8 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi), prjónið eins og áður yfir næstu (36) 42 (46) 50 (52) 58 lykkjur, setjið næstu (30) 34 (36) 40 (40) 42 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp (4) 4 (6) 6 (8) 8 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi) og prjónið eins og áður yfir síðustu (18) 21 (23) 25 (26) 29 lykkjur. Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. Héðan er nú stykkið mælt! FRAM- OG BAKSTYKKI: = (80) 92-104-112-120 (132) lykkjur. Prjónið sléttprjón þar til stykkið mælist (6) 9 (12) 12 (15) 16 cm frá skiptingu. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um (12) 14 (16) 18 (18) 20 lykkjur jafnt yfir = (92) 106 (120) 128 (138) 152 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón nr 3. Prjónið stroff (1 sl, 1 br) í (2) 2 (2) 3 (3) 3 cm. Fellið aðeins laust af. Peysan mælist ca (20) 24 (28) 30 (34) 36 cm frá öxl og niður. ERMAR: Setjið (30) 34 (36) 40 (40) 42 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna nr 4, prjón- ið að auki upp 1 lykkju í hverja og eina af (4) 4 (6) 6 (8) 8 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = (34) 38 (42) 46 (48) 50 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt undir ermi, þ.e.a.s. mitt í (4) 4 (6) 6 (8) 8 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi. Byrjið umferð við prjónamerki og prjónið sléttprjón hringinn. Þegar ermin mælist 1 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkj- ur mitt undir ermi (á ekki við um stærð <0 og 0/1 mánaða) – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona í 4. hverri umferð alls (0) 0 (1) 1 (1) 2 sinnum á hæðina = (34) 38 (40) 44 (46) 46 lykkjur. Prjónið án úrtöku þar til ermin mælist (5) 8 (10) 13 (15) 19 cm frá skiptingu. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um (0) 0 (0) 4 (4) 2 lykkjur jafnt yfir = (34) 38 (40) 40 (42) 44 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna nr 3. Prjónið stroff (1 sl, 1 br) í (2) 2 (2) 3 (3) 3 cm. Fellið aðeins laust af. Ermin mælist ca (7) 10 (12) 16 (18) 22 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina alveg eins. FRÁGANGUR: Ef peysan er prjónuð með opi/klauf mitt að aftan, saumið tölur í kant fyrir tölur sem er án hnappa- gata. Prjónakveðja mæðgurnar í Handverkskúnst, www.garn.is. Létt og mjúk peysa á þau minnstu HANNYRÐAHORNIÐ Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Létt Þung Miðlungs 4 6 2 3 9 5 9 1 3 8 1 4 5 6 7 9 7 1 3 5 8 9 6 Þyngst 8 7 3 9 4 9 3 2 5 4 7 8 4 6 5 7 8 1 6 5 1 7 9 3 2 1 2 3 5 6 8 5 6 3 8 2 1 4 9 1 7 5 7 4 8 2 3 2 1 8 4 6 7 5 4 6 2 3 9 5 9 1 3 8 1 4 5 6 7 9 7 1 3 5 8 9 6 Fór á hestbak án þess að láta vita FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Eydís Ósk gengur í grunnskóla á Kleppjárnsreykjum og stefnir á að verða dýralæknir. Nafn: Eydís Ósk Dorn Jónsdóttir. Aldur: 8 ára. Stjörnumerki: Fiskur (25.02.2014). Búseta: Kópareykir 1. Skóli: Grunnskóli Borgarfjarðar, Kleppjárnsreykjum. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Íþróttir og stærðfræði. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Ugla og ljón. Uppáhaldsmatur: Hakk og spagettí. Uppáhaldshljómsveit: Ósammála – Atli bróðir. Uppáhaldskvikmynd: Turning Red. Fyrsta minning þín? Að tjalda úti í garði með au-pairinni okkar. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Já, ég æfi sund og spila á flautu. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Dýralæknir. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Það var þegar ég fór á hestbak með Atla án þess að láta vita. Hvað ætlarðu að gera skemmtilegt í sumar? Ég vil vera í stuttbuxum í vatnsbyssustríði. Og fara í skemmtilega fjöldskylduferð. Næst » Ég skora á Jóhönnu Mattý Arnardóttur, bestu vinkonu mína, að svara næst.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.