Bændablaðið - 12.05.2022, Qupperneq 65

Bændablaðið - 12.05.2022, Qupperneq 65
Bændablaðið | Fimmtudagur 12. maí 2022 65 Þessi fallega og einfalda peysa er prjónuð úr DROPS Sky. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með hringlaga berustykki og stroff- prjóni á berustykki. Stærðir: (<0) 0/1 (1/3) 6/9 (12/18) mánaða 2 ára. Stærðin jafngildir ca hæð á barni í cm: (40/44) 48/52 (56/62) 68/74 (80/86) 92 Garn: Drops Sky (100) 100 (100) 100 (150) 150 g litur á mynd nr 02, perlugrár Prjónar: Sokka- og hringprjónar 40 cm, nr 3 og 4 Hægt er að nota MAGIC LOOP aðferðina – þá þarf einungis hringprjón 80 cm í hverju prjónanúmeri. Prjónfesta: 21 lykkja á breidd í sléttprjóni = 10 cm. Mynstur: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.5. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. Úrtaka (á við um mitt undir ermum): Byrjið 3 lykkjum á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerkið situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. HNAPPAGAT (ef prjónað er með opi/klauf mitt að aftan): Fellið af fyrir hnappagötum í byrjun á umferð frá réttu þannig: Prjónið 2 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 næstu lykkjur slétt saman. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður slétt, svo það myndist gat. Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu þegar kanturinn í hálsmáli mælist ca 1½ cm, fellið síðan af fyrir 2 næstu hnappagötum með (2½) 2½ (3) 3 (4) 4 cm millibili. PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna frá miðju að aftan, ofan frá og niður. Ef prjónað er op/klauf mitt að aftan er fyrst prjónað fram og til baka, áður en stykkið er sett saman og prjónað í hring. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjóna. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna. PEYSA EKKI MEÐ OPI/KLAUF MITT AÐ AFTAN: Fitjið upp (52) 56 (60) 64 (68) 72 lykkjur á stuttan hringprjón nr3 með DROPS Sky. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff (1 sl, 1 br) í (2) 2 (3) 3 (4) 4 cm. Í næstu umferð er aukið út önnur hver 1 lykkja brugð- ið til 2 lykkjur brugðið með því að slá 1 sinni uppá prjóninn (í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðið, svo ekki myndist gat) = (13) 14 (15) 16 (17) 18 lykkjur fleiri = (65) 70 (75) 80 (85) 90 lykkjur. Haldið áfram með stroff þar til stykkið mælist (3) 3 (4) 4 (5) 5 cm. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð. Stykkið er síðar mælt frá þessu prjónamerki. Skiptið yfir á hringprjón nr 4. Prjónið 2 umferðir GARÐAPRJÓN hringinn yfir allar lykkjur. JAFNFRAMT í fyrstu umferð er lykkjufjöldinn jafnaður út til (64) 68 (76) 80 (84) 88 lykkjur. Eftir garðaprjón er næsta umferð prjónuð þannig: *A.1, A.2*, prjónið frá *-* út umferð = (96) 102 (114) 120 (126) 132 lykkjur í umferð. Prjónið A.1 og A.2 til loka, haldið síðan áfram með 3 lykkjur slétt, 3 lykkjur brugðið þar til stykkið mælist (4) 5 (5) 5 (6) 6 cm frá prjónamerki við hálsmál. Næsta umferð er prjónuð þannig: STÆRÐ (<0): *A.3, A.4*, prjónið frá *-* umferðina hringinn. STÆRÐ 0/1 – 1/3 – 6/9 – 12/18 mánaða (2 ÁRA): *A.3, A.5*, prjónið frá *-* umferðina hringinn. Á eftir fyrstu umferð eru (128) 153 (171) 180 (189) 198 lykkjur eftir í umferð. Prjónið A.3 og A.4/A.5 til loka, haldið síðan áfram með 5 lykkjur slétt, 3 lykkj- ur brugðið í stærð (<0) og 5 lykkjur slétt, 4 lykkjur brugðið í hinum stærðum þar til stykkið mælist (8) 10 (10) 10 (12) 12 cm frá prjónamerki við hálsmál. Prjónið síðan eins og útskýrt er að neðan í PEYSA. PEYSA MEÐ OPI/KLAUF MITT AÐ AFTAN: Fitjið upp (57) 61 (65) 69 (73) 77 lykkjur á hringprjón nr 3 með DROPS Sky. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig (þ.e.a.s. frá miðju að aftan): 4 lykkjur í, *1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið*, prjónið frá *-* þar til 5 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 1 lykkju slétt og 4 lykkjur í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í (2) 2 (3) 3 (4) 4 cm – munið eftir HNAPPAGAT í kanti – sjá útskýringu að ofan. Í næstu umferð frá réttu er aukið út önnur hver 1 lykkja brugðið til 2 lykkjur brugðið með því að slá 1 sinni uppá prjóninn (frá röngu er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt, svo ekki myndist gat) = (12) 13 (14) 15 (16) 17 lykkjur fleiri = (69) 74 (79) 84 (89) 94 lykkjur. Haldið áfram með stroff þar til stykkið mælist (3) 3 (4) 4 (5) 5 cm. Setjið 1 prjónamerki eftir kant í byrjun á umferð mitt að aftan. Stykkið er síðar mælt frá þessu prjónamerki. Skiptið yfir á hringprjón nr 4. Prjónið 2 umferðir garðaprjón fram og til baka yfir allar lykkjur – JAFNFRAMT í fyrstu umferð er aukið út um (1) 0 (3) 2 (1) 0 lykkjur jafnt yfir = (70) 74 (82) 86 (90) 94 lykkjur. Eftir garðaprjón er næsta umferð prjónuð frá réttu þannig: 4 lykkjur í garðaprjóni, *A.1, A.2*, prjónið frá *-* þar til 6 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið A.1 og 4 lykkjur í garðaprjóni = (101) 107 (119) 125 (131) 137 lykkjur í umferð. Prjónið A.1 og A.2 til loka, haldið síðan áfram með 3 lykkjur slétt, 3 lykkjur brugðið þar til stykkið mælist (4) 5 (5) 5 (6) 6 cm frá prjónamerki við hálsmál. Setjið nú stykkið saman eins og útskýrt er að neðan: Leggið kant fyrir tölur í byrjun á umferð yfir síðustu 4 lykkjur í umferð þannig að kantur með hnappagötum liggi efst. Prjónið lykkjur frá tveimur köntum með hnappagötum/tölum slétt saman 2 og 2 (= 4 lykkjur færri) = (97) 103 (115) 121 (137) 133 lykkjur í umferð. Prjónið síðan afgang af umferð þannig (eftir 4 lykkjur garðaprjón frá kanti með hnappagötum/tölum): STÆRÐ (<0): *A.3, A.4*, prjónið *-* prjónið þar til 3 lykkjur eru á eftir kanti með hnappagötum/tölum, prjónið A.3, prjónið 2 lykkjur brugðið (2 fyrstu lykkjur frá kanti með hnappagötum/tölum). STÆRÐ 0/1 – 1/3 – 6/9 – 12/18 mánaða (2 ÁRA): *A.3, A.5*, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir á undan kanti með hnappagötum/tölum, prjónið A.3, prjónið 2 lykkjur brugðið (2 fyrstu lykkjur frá kanti með hnappagötum/tölum). Umferðin byrjar núna mitt í kanti með hnappagöt- um/tölum og eftir fyrstu umferð eru (129) 153 (171) 180 (189) 198 lykkjur í umferð. Prjónið A.3 og A.4/A.5 til loka (4 lykkjur frá kanti með hnappagötum/tölum mitt að aftan eru nú prjónaðar eins og útskýrt er í A.4), haldið síðan áfram með 5 lykkjur slétt, 3 lykkjur brugðið yfir þær lykkjur sem eftir eru í stærð (<0) og 5 lykkjur slétt, 4 lykkjur brugðið í hinum stærðum þar til stykkið mælist (8) 10 (10) 10 (12) 12 cm frá prjónamerki við hálsmál. Prjónið síðan eins og útskýrt er að neðan í PEYSA: PEYSA: Prjónið 1 umferð slétt yfir allar lykkjur og jafnið jafnframt út lykkjufjöldann til (132) 152 (164) 180 (184) 200 lykkjur. Prjónið 1 umferð brugðið. Prjónið síðan sléttprjón yfir allar lykkjur þar til stykkið mælist (10) 11 (12) 12 (13) 14 cm frá prjónamerki við hálsmál. Í næstu umferð skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar, þ.e.a.s. næsta umferð er prjónuð frá miðju að aftan þannig: Prjónið eins og áður yfir fyrstu (18) 21 (23) 25 (26) 29 lykkjur, setjið næstu (30) 34 (36) 40 (40) 42 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp (4) 4 (6) 6 (8) 8 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi), prjónið eins og áður yfir næstu (36) 42 (46) 50 (52) 58 lykkjur, setjið næstu (30) 34 (36) 40 (40) 42 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp (4) 4 (6) 6 (8) 8 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi) og prjónið eins og áður yfir síðustu (18) 21 (23) 25 (26) 29 lykkjur. Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. Héðan er nú stykkið mælt! FRAM- OG BAKSTYKKI: = (80) 92-104-112-120 (132) lykkjur. Prjónið sléttprjón þar til stykkið mælist (6) 9 (12) 12 (15) 16 cm frá skiptingu. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um (12) 14 (16) 18 (18) 20 lykkjur jafnt yfir = (92) 106 (120) 128 (138) 152 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón nr 3. Prjónið stroff (1 sl, 1 br) í (2) 2 (2) 3 (3) 3 cm. Fellið aðeins laust af. Peysan mælist ca (20) 24 (28) 30 (34) 36 cm frá öxl og niður. ERMAR: Setjið (30) 34 (36) 40 (40) 42 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna nr 4, prjón- ið að auki upp 1 lykkju í hverja og eina af (4) 4 (6) 6 (8) 8 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = (34) 38 (42) 46 (48) 50 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt undir ermi, þ.e.a.s. mitt í (4) 4 (6) 6 (8) 8 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi. Byrjið umferð við prjónamerki og prjónið sléttprjón hringinn. Þegar ermin mælist 1 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkj- ur mitt undir ermi (á ekki við um stærð <0 og 0/1 mánaða) – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona í 4. hverri umferð alls (0) 0 (1) 1 (1) 2 sinnum á hæðina = (34) 38 (40) 44 (46) 46 lykkjur. Prjónið án úrtöku þar til ermin mælist (5) 8 (10) 13 (15) 19 cm frá skiptingu. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um (0) 0 (0) 4 (4) 2 lykkjur jafnt yfir = (34) 38 (40) 40 (42) 44 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna nr 3. Prjónið stroff (1 sl, 1 br) í (2) 2 (2) 3 (3) 3 cm. Fellið aðeins laust af. Ermin mælist ca (7) 10 (12) 16 (18) 22 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina alveg eins. FRÁGANGUR: Ef peysan er prjónuð með opi/klauf mitt að aftan, saumið tölur í kant fyrir tölur sem er án hnappa- gata. Prjónakveðja mæðgurnar í Handverkskúnst, www.garn.is. Létt og mjúk peysa á þau minnstu HANNYRÐAHORNIÐ Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Létt Þung Miðlungs 4 6 2 3 9 5 9 1 3 8 1 4 5 6 7 9 7 1 3 5 8 9 6 Þyngst 8 7 3 9 4 9 3 2 5 4 7 8 4 6 5 7 8 1 6 5 1 7 9 3 2 1 2 3 5 6 8 5 6 3 8 2 1 4 9 1 7 5 7 4 8 2 3 2 1 8 4 6 7 5 4 6 2 3 9 5 9 1 3 8 1 4 5 6 7 9 7 1 3 5 8 9 6 Fór á hestbak án þess að láta vita FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Eydís Ósk gengur í grunnskóla á Kleppjárnsreykjum og stefnir á að verða dýralæknir. Nafn: Eydís Ósk Dorn Jónsdóttir. Aldur: 8 ára. Stjörnumerki: Fiskur (25.02.2014). Búseta: Kópareykir 1. Skóli: Grunnskóli Borgarfjarðar, Kleppjárnsreykjum. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Íþróttir og stærðfræði. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Ugla og ljón. Uppáhaldsmatur: Hakk og spagettí. Uppáhaldshljómsveit: Ósammála – Atli bróðir. Uppáhaldskvikmynd: Turning Red. Fyrsta minning þín? Að tjalda úti í garði með au-pairinni okkar. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Já, ég æfi sund og spila á flautu. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Dýralæknir. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Það var þegar ég fór á hestbak með Atla án þess að láta vita. Hvað ætlarðu að gera skemmtilegt í sumar? Ég vil vera í stuttbuxum í vatnsbyssustríði. Og fara í skemmtilega fjöldskylduferð. Næst » Ég skora á Jóhönnu Mattý Arnardóttur, bestu vinkonu mína, að svara næst.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.