Skessuhorn


Skessuhorn - 15.12.2021, Side 44

Skessuhorn - 15.12.2021, Side 44
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 202144 Fréttaannáll ársins 2021 í máli og myndum Laxveiðin hefur verið betri Það hefur oft veiðst betur í landshlutanum en þetta laxveiði- ár. Laxinn var víða tregur að taka agn veiðimanna í sumar og virtist hreinlega áhugalaus. Þó voru nokkrar ár sem bættu sig milli ára og töluvert var af fiski víða. Þegar árið var gert upp reyndist laxveiði þessa árs 20% minni en í meðalári. LazyTown studio í Borgarnesi Um miðjan október var haldinn kynningarfundur um upp- byggingu LazyTown studios í Borgarnesi. Verkefnið LazyTown studio er í stuttu máli skilgreint sem upplifunar- setur heilsu og hollustu í anda þess boðskapar sem þættirnir um Latabæ boðuðu. Viðskiptahugmyndin byggist á að byggja upp ferðaþjónustustað þar sem lögð verður áhersla á afþr- eyingu og upplifun í formi þema um Latabæ og viðburðaset- urs, en auk þess veitingasölu. Sú staðsetning sem nú er horft til er Digranesgata 4 og 4a í Borgarnesi þar sem veitingastað- urinn Food Station er nú en auk þess á samliggjandi óbyggðri lóð sem nær að Arion bankahúsinu, eða væntanlegu Ráðhúsi Borgarbyggðar og jafnvel upp á klettinn milli húsanna. Hryllingur á hrekkjavöku Hrekkjavaka nýtur ört vaxandi vinsælda hér á landi og var hún haldin hátíðleg víða í landshlutanum. Börn gengu milli húsa klædd upp sem allskyns furðuverur og fylltu poka af sæl- gæti. Á Akranesi var sett upp hryllingsvölundarhús þar sem uppvakningar og draugar tóku á móti gestum - sem þangað þorðu. Skólastofur á ferð Í byrjun nóvember ók bílalest með færanlegar kennslustof- ur í gegnum Akranes þar sem þær voru svo settar upp á lóð Grundaskóla. Er þeim ætlað að mæta vaxandi fjölda nemenda auk þess sem hluti skólahússins er nú í endurbyggingu. Varð Norðurlandameistari í karate Kristrún Bára Guðjóns- dóttir hjá Karatefélagi Akraness varð Norður- landameistari í hópkara- te ásamt þeim Móeyju Maríu Sigurjónsdóttur McCure frá Breiðabliki og Freyju Stígsdóttur frá Þórshamri. Mótið var haldið í Stavan- ger í Noregi í lok nóv- ember en Ísland hefur einu sinni áður unnið til Norðurlandameistara- titils í liðakeppni en það var árið 2012. Kosið var til Alþingis Landsmenn gengu að kjörborðinu laugardaginn 25. septem- ber til að velja alþingismenn fyrir komandi kjörtímabil. Fyrri talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi lauk á sunnudags- morgni en þegar leið á daginn kom í ljós skekkja sem leiddi til þess að ákveðið var að telja öll atkvæði í kjördæminu aft- ur. Breyttust tölur nóg til að jöfnunarþingsæti fóru á flakk um allt land og hafði það áhrif á tíu manns; fimm sem misstu sín sæti á þingi og fimm sem komust inn í stað þeirra. Þegar nán- ar var skoðað kom í ljós að meðferð kjörgagna hafði ekki ver- ið eins og lög gera ráð fyrir þegar þau voru skilin eftir óinn- sigluð í ólæstum sal á Hótel Borgarnesi á milli fyrri og seinni talningar. Málinu lauk á þingi í nóvember þegar 42 alþingis- menn kusu gild kjörbréf þeirra þingmanna sem fengu sæti samkvæmt niðurstöðu síðari talningar í NV kjördæmi. Slökkvilið Borgarbyggðar æfði sig Í október fékk Slökkvilið Borgarbyggðar kærkomið tækifæri til æfingar. Sótt hafði verið um leyfi fyrir niðurrifi á gömlu húsi sem stóð í Galtarholtslandi og var ákveðið að kveikja eld og leyfa slökkviliðsmönnum að spreyta sig. Við slíkt tæki- færi er einnig upplagt að taka góða hópmynd en meðfylgjandi mynd tók Rolando Diaz sem jafnframt er lengst til vinstri á mynd.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.