Skessuhorn


Skessuhorn - 15.12.2021, Page 50

Skessuhorn - 15.12.2021, Page 50
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 202150 Kveðjur úr héraði Jólakveðja frá Akranesi Jólin eru best með sínum nánustu Kona, sem hefur í meira en ára- tug verið eins og það er kallað „eft- irlaunaþegi,“ varð bara alveg hissa þegar glaðleg ung rödd kynnti sig í símann sem blaðamann á Skessu- horni og erindið var að biðja þessa eftirlaunakonu um smá jólakveðju til birtingar í blaðinu. Fyrsta hugs- unin var: „Hvað gæti svona göm- ul kelling haft að segja sem lesend- ur nenntu að lesa?“ Kannski bara minningar um jól, sem voru svo allt öðruvísi en þau eru nú um stund- ir? Veit ekki, geri það samt. Eig- inlega skiptast þessar minningar upp í ólík tímabil, jafnvel þrjú eða fjögur. Fyrst eru það bernsku- jólin með mömmu og pabba, síðar stofna flestir fjölskyldu, eiga börn og buru og verða sjálfir gerendur í jólahaldinu. Svo erum við flest svo lánsöm að eignast barnabörn og jafnvel barnabarnabörn sem verða mesta jólagleði afa og ömmu. Á því sem er þá fjórða stigið, erum við gestir og dekurrófur afkomend- anna, alla vega í minni fjölskyldu og njótum þess af öllu hjarta. Jól á heimili foreldra minna á áratugnum 1945-1955 eru minn- isstæð. Eftir lok seinni heimsstyrj- aldar voru Íslendingar fátæk þjóð og margt sem þykir sjálfsagt í dag, var annað hvort ekki flutt inn eða hafði ekki verið fundið upp. Jólatré var heimasmíðað úr tré og grein- ar vafðar með grænum kreppapp- ír og „serían“ vaxkerti með alvöru logandi ljósum, mjög hættulegt. Eitt sinn fór illa og jólatréð stóð í björtu báli og faðir minn brenndist talsvert á höndum við slökkvistarf- ið. Næstu jól á eftir hafði ekki tek- ist að fá neitt jólatré, svo einn eld- húskollurinn var sveipaður í bleyju- gas og jólatrésskrautið hengt í það og svo kertastjaki með einu kerti á matardiski ofan á kollinum. Ekki tekin áhætta á fleiri eldsvoðum. Árvisst spennufall á rafmagni og rökkrið í Akranesbæ síðdegis á aðfangadag var mjög rómantískt. Álagið varð of mikið þegar all- ir bakaraofnar bæjarins voru sett- ir í gang áður en lagt var af stað til kirkju og steikin mallaði á meðan. Annað minnisstætt er að sum jól voru án pabba, en hann var togara- sjómaður og sigldi með fisk til Bret- lands árin eftir stríð, þegar allt var í kaldakoli þar eftir þessa hræðilegu stríðstíma. Þá var lítið að borða hjá mörgum í Evrópu og íslenskir sjó- menn meðal þeirra sem reyndu að hjálpa og margar fjölskyldur á Ís- landi áttu feður úti á sjó um jólahá- tíðina, sem væri brot á kjarasamn- ingum nú til dags. Sem betur fer réttum við smám saman úr kútnum og innflutnings- höft og skömmtunarseðlar heyrðu sögunni til. Jólin sem mín kyn- slóð gat haldið með sínum börnum urðu mun líkari því sem við þekkj- um í dag, þó enn væru mæðurnar að sauma öll föt á börnin, allt frá náttfötum að yfirhöfnum, baka 10 – 20 sortir, hreingera húsin hátt og lágt, líka allar skúffur og skápa og skrúbba útitröppurnar. Þá vorum við jú allar „bara heima“ eins og sagt var og lögðum mikið á okkur við undirbúning jólanna. Jólagjafir urðu líka fleiri og stærri og enginn fór í jólaköttinn. Það þótti vont að fá enga nýja flík fyrir jólin og fara þar með í jólaköttinn. Hann er þó enn til og enn eru því miður ein- hverjir meðal okkar sem lifa við þær aðstæður að ekki er ráð á nýrri flík og er sorglegt til þess að vita hjá þessari litlu þjóð, þar sem langflest- um á að geta liðið vel. Svo þegar allar konur fóru að vinna utan heimilis þá varð jóla- undirbúningurinn smám saman annar. Aðeins hefur dregið úr bakstri og hreingerningum en kannski meira um skreytingar og ljós sem létta okkur skammdegið. Einnig er hægt að eiga góðar og gefandi stundir á margs konar við- burðum sem haldnir eru á aðvent- unni. Þar verða líka til minningar sem tengjast jólum og jólahaldi. Best af öllu er þó að upplifa jóla- gleðina með sínum nánustu, allt frá því maður var sjálfur barn og til dagsins í dag, þar sem ég er langamman, þegar fjórar kynslóðir koma saman um jól og áramót og búa til minningar saman. Jólin 2019 voru gleðirík og nota- leg og venjuleg kannski, en jólin 2020 voru mörgum erfið og öðru- vísi en venjulega hjá mjög mörgum og haldin í alls konar „jólakúlum“ sem reynt var að gera það besta úr, kannski nokkurs konar stríðsástand sem við höfðum ekki þekkt áður. Við Skagamenn höfum fengið okk- ar veiruskammt eins og aðrir lands- menn, en höfum reynt að fara eft- ir boðum og bönnum eins og fyr- ir okkur er lagt. Það hefur vonandi orðið til þess að þetta árið getum við flestöll haldið jólin eins og við elskum að gera, hver með sínum ástvinum og sínum hefðum og sið- um. Ég óska öllum Skagamönnum og öðrum lesendum Skessuhorns, gleðilegra jóla og gleði og friðar á nýju ári. Með hátíðarkveðju, Dagný Hauksdóttir, Akranesi Jólakveðja úr Borgarfirði Skemmtilegar kvenfélagskonur Ég heilsa ykkur, lesendum Skessu- horns, frá Sámsstöðum í Hvítár- síðu. Lífið í sveitinni árið 2021 hefur verið álíka og lífið var 2020, lítið að gerast annað en að bíða eft- ir næsta útspili sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðherra. Spurningin er; mega kórarnir fara að starfa, verð- ur fundur í öllum þeim fjölmörgu félögum og nefndum og ráðum á svæðinu, og mega kvenfélögin fara í heimsókn í Brákarhlíð. Nei, við för- um bara varlega og bíðum. En við höfum lært ýmislegt af þessu. Við aðlögumst nýjum aðstæðum. Til dæmis var kvenfélagið hér í Hvít- ársíðu beðið í byrjun árs að skutl- ast með jólasveina á milli staða því það mátti ekki halda jólaball fyr- ir börnin og aumingja sveinkarn- ir nenntu ekki að þramma um með nammi pokann á bakinu milli bæja. Við höldum netfundi og lærum á nýja tækni. Verslun fer meira fram á netinu og við fáum hluti senda með pósti eða getum náð í vöruna í verslunina. En sumt breytist ekki. Sauðburður, heyskapur, réttir, rún- ingur og fé tekið á hús, allt var þetta á sínum stað. Skil á skýrslum, Fjár- vís, Huppa, Heiðrún, Jörð, haust- skýrsla, vorskýrsla að ógleymdri skattskýrslunni og hvað þetta nú heitir allt saman. Covid eða ekki Covid, það eru alltaf einhverjir fastir punktar sem aldrei breytast. Við viljum að börnin okkar fari í íþróttir og/eða læri á eitthvað hljóðfæri því það er svo gefandi og þroskandi. Börnin hér í Borg- arfirði hafa þessa möguleika, bæði er íþróttastarf í gangi tengt skólum og ungmennafélögum og virkur og góður tónlistarskóli með ýmsa möguleika. En þegar við eldumst þá þurfum við líka að huga að ein- hverri tómstundaiðju, ekki bara hætta öllu. Og möguleikarnir eru margir og þá getur einmitt íþrótta- starfið og tónlistarkunnáttan skil- að sér. Við höfum félög sem starfa mikið í sjálfboðavinnu. Kvenfélög- in eru eitt af þessum félögum sem allt er unnið í sjálfboðavinnu og þátttakendur fá bros og þakklæti fyrir. Ég er í kvenfélagi og sam- félagið hjálpar okkur svo við get- um gefið áfram. Við höldum ýmiss konar samkomur til að afla fjár sem við svo gefum áfram til þeirra sem þurfa á því að halda. En við erum ekki alltaf að baka og gleðja aðra því stundum gerum við líka eitthvað skemmtilegt saman. Mitt kvenfé- lag hefur t.d. verið duglegt að ferð- ast og síðustu árin höfum við farið í ferðir á hverju ári í júní. Við höfum farið um svæðið frá Sauðárkróki að Vík í Mýrdal með mörgum við- komustöðum. Við förum í tveggja til þriggja daga ferðir og höfum skoðað margt, verið túristar í okkar landi, farið á vinsæla ferðamanna- staði og einnig á staði þar sem færri fara á. Við höfum heimsótt brott- flutta Borgfirðinga sem hafa tekið okkur af höfðingjaskap. Við borð- um á hótelum og úti í guðsgrænni náttúrunni. En það sem stendur upp úr svona ferðum er samveran með góðum konum. Landsþing Kvenfélagasambands Íslands var haldið í Borgarnesi í haust, þátttakendur voru tæplega 200 konur alls staðar af landinu. Þarna ríkti mikil gleði og samhug- ur. Það fór vel um okkur á Hót- el Borgarnesi og öll þjónusta til fyrirmyndar. Það kostar að halda svona stórt landsþing og sóttum við styrki til fyrirtækja og stofnana sem studdu við okkur með myndar- skap. Verslanir voru með lengur opið fyrir okkur og það kunnu kon- ur vel að meta og nýttu sér. Hluti af þinghaldinu fór fram á Hvann- eyri í matsal Landbúnaðarháskól- ans og einnig var farið á þær sýn- ingar og söfn sem staðurinn hefur að geyma. Við Borgfirðingar erum rík af söfnum og sýningum vítt og breitt um héraðið sem við megum vera stolt af og eigum að vera dug- leg að heimsækja. Aðventan er gengin í garð og senn koma jólin með öllum sínum hefðum og samveru. Minningar frá liðnum árum lifna oft við á þessum tíma. Við minnumst ástvina sem voru með okkur en eru nú horfn- ir en við þökkum fyrir allt það góða og tökumst á við nýja viðburði og nýtt fólk sem kemur inn í líf okk- ar. Við höldum í hefðir og lærum nýja siði. Njótum samverunnar á aðventunni og jólum. Gleðileg jól, Þuríður Guðmundsdóttir, Sámsstöðum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.