Skessuhorn


Skessuhorn - 15.12.2021, Page 52

Skessuhorn - 15.12.2021, Page 52
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 202152 Kveðjur úr héraði „Trúirðu á Jólasveininn Lilja,“ spurði einn snáðinn á skóla- bókasafninu hjá mér í síðustu viku. Jú, ég hélt það nú, jólasveinninn væri klárlega til, líka strumparnir sem byggju í Frakklandi og ég sagð- ist vera að safna fyrir ferð til Frakk- lands til að þefa uppi strumpana og Kjartan galdrakarl. Strákur horf- ir á mig í smá stund en segir svo. „Mundu bara að taka mynd og setja á Instagram, annars trúir þér enginn.“ Það er nefnilega málið. Ef ekki er mynd á Instagram þá gerð- ist það ekki. Jólagleðin hefur örlítið færst yfir á samfélagsmiðla. Allir sem vilja vera með eru búnir að setja upp jólatréð og taka mynd, baka sörur og laufabrauð og taka mynd. Og ég sem er að drukkna í parketafskurði, hálfum málningardósum og hleyp svo um allt til að leita að gardínu- hringjum sem ég hef pottþétt verið búin að henda. Ég elska þessa miðla núna á aðventunni því núna hef ég tíma af mjög skornum skammti, er ekkert byrjuð að baka, jólakortin eru í hálfum smíðum og seríurnar hálfar í hnút oní kassa. Ég nefni- lega asnaðist til að opna kaffihús og litla búð á þessu ári og þar hef ég eytt mest öllum tímanum sem af er á aðventunni. Heimtaði svo nýtt parket á íbúðina sem og nýjan lit á stofuna, korter í jól. Minn eðaltími er því seint á kvöldin. Þá sest ég að- eins niður, opna símann og leyfi mér að njóta allra myndanna sem fólk er að setja inn af jólaundirbún- ingnum sínum. Á þessu skrolli mínu inn í persónulegt líf annars fólks hef ég komist að því að jólin eru bara býsna hógvær og góð. Fólk virðist njóta aðventunnar í nálægð sinna nánustu og jólaljósin og jólalög- in eru glaðleg í þessu líka dóms- dagsmyrkri sem hrjáir Grundar- fjörð á þessum árstíma. Þessi mýta um kapítalísk jól og hátíð kaup- manna er bara þvæla. Því eins og allir vita eru jólin hátíð bóksala og svo heppilega vill til að ég er núna einn slíkur og jólin því minn uppá- haldstími. En aftur að jólasveinunum og strumpunum. Jólin eru fyrir suma trúarleg hátíð. Og fyrir aðra eru þau það ekki og svo eru einhverj- ir sem þrefa um hvort þau eigi að vera trúarleg eða eitthvað annað. En öll viljum við hins vegar telja börnunum trú um að jólasveinn- inn sé til. Af því að það sé svo gam- an fyrir þau, eða okkur. Ég á fjög- ur börn, öll uppkomin og hætt að fá glaðning frá sveinka á aðvent- unni. Öll grétu þau af hræðslu við þá á einhverju aldursbili og öll urðu þau svo fyrir andlegu áfalli þegar upp komst um þessa rauð- klæddu piparsveina. Ekki misskilja mig, ég fagna jólasveinunum og trúnni á þá en ég fagna líka að fólk skuli vilja trúa á eitthvað fallegt sama hvaða nafni það nefnist (því heimurinn er langt í frá fallegur, hann er eiginlega bara skelfileg- ur oft á tíðum). Og ég trúi á jóla- sveinana, strumpana og Jesú, sem allir stefna að því sama, að láta gott af sér leiða. Árið 2021 er búið að vera skemmtilegt þrátt fyrir allt. Eins og ég ýjaði að hér ofar þá opn- aði ég, ásamt fleirum, kaffihús í Grundarfirði, sem jafnframt er bókabúð og garnverslun. Þar hef ég notið aðventunnar og prangað lesefni inn á lestrarhesta og verð- andi lestrarhesta. Það fer minna fyrir garnsölunni hjá mér þar sem ég þekki vart muninn á heklunál og prjónum. En það kemur von- andi og svo lengi lærir sem lifir. Árið 2022 leggst svo afskaplega vel í mig þar sem ég ætla að byrja strax í janúar á að bjóða velkomið fyrsta ömmubarnið mitt en ömmustelp- an leggur á ferðalag í heiminn í kringum miðjan janúar. Af okkur Grundfirðingum er svo það að frétta að við erum ný- stigin upp úr öldudal veirunn- ar sem ekki skal nefna á nafn. Og þegar gefur á bátinn sér mað- ur svo vel hvernig það er að búa í Grundarfirði. Bærinn er fullur af fólki sem kann að sýna samstöðu, samkennd og hjálpsemi. Ég sendi jólakveðjur úr þess- um fallega firði, var líka beðin fyr- ir jólakveðju frá Kraftastrumpi og Gáttaþef sem saman sitja núna á toppi Kirkjufells og horfa yfir öll jólaljósin í bænum. Verum góð og sýnum náunganum kærleika og alúð á jólunum sem og alltaf. Lilja Magnúsdóttir, Grundarfirði Jólakveðja frá Grundarfirði Jólasveinarnir, Strumparnir og Jesú stefna að sama markmiðinu Jólakveðja úr Dalabyggð Ekki þarf allt að breytast „Ég man þau jólin mild og góð er mjallhvít jörð í ljóma stóð...“ Vil- hjálmur og Ellý Vilhjálms gera þetta vel. Ég heyri lagið hljóma í höfði mér þrátt fyrir að hafa í raun ekki heyrt það spilað alveg nýlega. Ein minna bernskuminninga frá aðventunni er sú þegar skorið var út laufabrauð í eldhúsinu á Stóra- -Vatnshorni. Platan Hvít jól sett á fóninn og allar dyr hafðar opnar svo tónlistin heyrðist nú örugglega úr herberginu og alla leið inn í eld- hús. Notalegt var það. Eitt var það rými sem hafði meira aðdráttarafl en önnur á að- ventunni á mínu heimili, búrið nefnilega. Á mínum yngri árum var stór eplakassi keyptur fyrir jólin. Í honum voru stór rauð epli sem í minningunni brögðuðust svo vel. Raðað í kassann með fjólubláum pappa á milli svo þau skemmdust síður. Þetta var hátíð. Í búrinu var fleira geymt en eplakassinn. Fal- leg, skrautleg box stóðu í hillunum. Þau geymdu jólasmákökurnar og biðin eftir að mega borða þær var löng. Það er kannski í lagi núna, nokkrum árum síðar, að uppljóstra að maður stalst smá í boxin, bara smá. (Fyrirgefðu mamma). Fyrir minn tíma í búrinu var tími eldri systkina minna. Eitthvert þeirra lagði á sig að taka límbandið af sem hélt lokinu og setja aftur á án þess að sæist að boxið hefði verið opnað. Mamma hefur líklega alveg vitað af þessu þó hún segði nú ekki neitt. Jólaseríur voru merkilegt fyrir- bæri finnst mér núna. Þær kostuðu þó nokkuð, entust flestar lengi og allar höfðu þær fallegar kórónur í kringum peruna. Við ljósaseríurn- ar þurfti svolítið nostur. Á hverju ári þurfti að skipta út einhverjum perum og það tók dágóðan tíma að stússa við það. Ef ekki tókst að ná ljósi á seríuna þá fór hún í við- gerð í Ásubúð og varla klikkaði að hún kom með ljósum til baka eftir smá tíma. Uppáhalds ljósaseríu átti ég, það var útiserían. Þegar hún var komin upp með sínum gulu, rauðu, grænu og bláu ljósum voru jólin komin fyrir mér. Þegar ég horfi til baka til æskuár- anna sem er ekkert svo voða langt síðan þá hefur ýmislegt breyst en annað ekki. Ég, ásamt samkennara mínum, tók smá spjall við nem- endur mína í Auðarskóla um hvað þeim þyki jólalegast. „Ljósin, sam- vera með fjölskyldunni, fara í jóla- fötin, gjafir, matur, jólaskraut og gleðin,“ sögðu þau. Það þarf ekki allt að breytast... Er það? Kæru Dalamenn og aðrir sem þetta lesa, Gleðileg jól Jóhanna Sigrún Árnadóttir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.