Skessuhorn


Skessuhorn - 15.12.2021, Page 63

Skessuhorn - 15.12.2021, Page 63
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2021 63 Það var kátt hjá vatnsleikfimigörp- um í sundlauginni í Borgarnesi í síðustu viku þegar Íris Grönfeldt, íþróttafræðingur og vatnsleikfimis- leiðbeinandi, mætti með hangikjöt á sundlaugarbakkann að loknum leikfimitímanum. Um er að ræða jólahefð til tveggja áratuga. „Þetta byrjaði í kringum 2001 þegar af ein- hverjum ástæðum mér dettur í hug að koma með smakk af hálfu hangi- kjötslæri fyrir fólkið í vatnsleikfim- inni og ég fer með fyrsta hangikjöt- ið frá Brekku niður í íþróttahús,“ rifjar Íris Gönfeldt upp. „Hangi- kjötið er heimareykt af Þórhildi og Elvari á Brekku en þar er löng hefð fyrir að reykja sitt eigið kjöt. Þau tóku við keflinu af foreldrum Þór- hildar, þeim Önnu og Þorsteini, og hafa haldið hefðinni á lofti. Þetta er náttúrulega allt annað en það sem þú færð út í búð. Þetta er alvöru hangikjöt hjá þeim Elvari og Þór- hildi,“ bætir Íris stolt við. „Af því ég fékk alltaf fyrsta hangikjötið úr framleiðslunni hjá þeim, þá átti ég alltaf að láta þau Elvar og Þórhildi vita hvernig smakkaðist, og hvort kjötið væri ekki alveg rautt í gegn.“ Einn veturinn kom Íris með heilt læri sem var ætlað öllum sundgörp- unum, bæði konum og körlum. „Lærið kláraðist af kvennahópn- um og karlarnir fengu ekki neitt það árið. Síðan þá hef ég alltaf tek- ið með mér tvö læri. Uppsetningin er afar einföld hjá okkur, eingöngu hangikjöt, jólaöl, kaffi og konfekt,“ segir Íris. Hörku æfingar í vatni Íris byrjaði með vatnsleikfimina þegar hún flutti heim frá Bandaríkj- unum árið 1987 og hefur verið að bjóða Borgnesingum og nærsveit- ungum upp á þessa alhliða heilsu- rækt síðan. „Það hefur alltaf verið mjög góð aðsókn og góð endurnýj- un yfir árin í vatnsleikfiminni. Fólk heldur oft að þetta sé bara fyrir ein- hverja eldri borgara, en þetta eru alvöru þrekæfingar í vatni og eru fyrir alla ef út í það er farið,“ út- skýrir Íris sem segir jafnframt að af- reksíþróttafólk geri mikið af þolæf- ingum í vatni til að minnka álag á fótleggina. „Æfingarnar eru bæði fyrir þol og aukinn styrk og í raun er hægt að útfæra allar þrekæfingar úr líkamsræktarsal yfir í vatn,“ bæt- ir hún við. Góður hópur stundar vatnsleik- fimi hjá Írisi þetta tímabil, eða 23 konur og 13 karlar. Tímabilið var- ir frá 1. september ár hvert fram að 31. maí, alla þriðjudaga og fimmtu- daga eða sex tíma samtals á viku. „Við erum yfirleitt í innilauginni. En ég þurfti að bæta við útitíma þegar Covid skall á í fyrra vegna þess hversu margar konurnar voru og til að tryggja hæfilega fjarlægð á milli iðkenda. Útitíminn er gíf- urlega vinsæll og hefur haldist síð- an þá. Við förum út í öllum veðr- um, hagléli eða roki, skiptir engu máli. Ég skelli mér bara í gallann, set dúndrandi góða tónlist í há- talara kerfið og við tökum hörku útiæfingu í sundlauginni,“ segir Íris kát að endingu. glh Hangikjötsveisla á sundlaugarbakkanum í Borgarnesi Kátar konur á sundlaugarbakka. Íris Grönfeldt, íþróttafræðingur og sundleikfimikennari. Baldur Jónsson bíður þolinmóður eftir að menn setjist við borð. Hangikjöt frá Þórhildi og Elfari á Brekku í Norðurárdal. Kátir karlar. Reykkofinn á Brekku.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.