Skessuhorn


Skessuhorn - 15.12.2021, Side 68

Skessuhorn - 15.12.2021, Side 68
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 202168 Skessuhorn tók á dögunum tali sagn- fræðinginn, rithöfundinn og hlað- varpsstjórnandann Sigrúnu Elí- asdóttur. Spjallið leiddi út um víðan völl, enda hefur Sigrún tekið sér ým- islegt áhugavert fyrir hendur í gegn- um árin. Hún er einstæð móðir sem missti líkamlega heilsu ung, hún hef- ur alla tíð glímt við kvíða sem hún er ófeimin að ræða og hefur mikinn húmor fyrir sjálfri sér. Sigrún hefur gert áhugaverða hlaðvarpsþætti auk þess sem hún hefur gefið út bækur. Hún er fædd og uppalin á Ferjubakka í Borgarfirði og gekk í Varmalands- skóla, sem þá var heimavistarskóli. „Vá! Mér líður smá eins og ég sé há- öldruð að segja frá því að ég hafi ver- ið í heimavist. Krakkar vita varla hvað þetta er í dag,“ segir Sigrún og hlær. Flutti til Noregs Að loknum grunnskóla lá leiðin í Menntaskólann á Akureyri. „Ég skil nú ekkert í mér að hafa ákveðið að fara aftur á heimavist eftir tíu ár á heimavistinni á Varmalandi. Ég var svo innilega búin að fá nóg af heimavistarlífi. En þetta var eitthvað snobb í mér að fara í Menntaskólann á Akureyri og hélt að það væri eitthvað rosalega merkilegt,“ segir Sigrún. Foreldrar hennar fluttu til Noregs og Sigrún fylgdi skömmu síðar á eft- ir. „Ég hætti í menntaskólanum eft- ir eitt af mörgum kennaraverkföllum og ákvað að fara á eftir mömmu og pabba og fara í menntaskóla í Þránd- heimi. Þarna var ég 17 ára gömul að upplifa það í fyrsta skipti í lífinu að fara heim í kvöldmat alla daga. Ég hugsaði bara: „Er fólk búið að vera að gera þetta bara allan tímann. Má það bara?“,“ segir Sigrún og hlær. Eftir eitt ár í Noregi flutti hún aftur til Ís- lands og þá í Breiðholtið þar sem hún fór að vinna í SEM húsinu við þrif og eldamennsku. „Ég fór líka smá í FB en fannst ég hafa misst svo mikið úr og langaði að klára þennan fram- haldsskóla sem fyrst. Ég ákvað því að fara aftur til Noregs því þar gat ég tekið á einu ári sem ég hefði þurft að taka á tveimur hér heima,“ segir hún. Lærði sagnfræði Sigrún flutti þá ein til Noregs til að ljúka við síðasta árið í framhalds- skóla en foreldrar hennar voru á þessum tíma komin aftur til Íslands. „Þetta var náttúrulega ekkert vit fyr- ir mig, að fara svona ein. Ég held það hafi ekki gert mér neitt gott enda er ég mikill kvíðasjúklingur. Ég ætlaði bara að lækna mig af þessum kvíða og hætta að vera svona aumingi og bara láta mig hafa þetta. Það virkaði ekki alveg þannig,“ segir hún. „Ég var mjög hörð við mig þegar ég var ung og lét lítið eftir mér. En með þroskan- um hef ég orðið mikið mýkri við mig og alveg örugglega of mjúk stund- um,“ segir Sigrún og hlær. Næst lá leiðin í Háskóla Íslands í sagnfræði. „Ég ætlaði alltaf í bókasafnsfræði því mér fannst svo töff að fá svona titil og starfsheiti. Sagnfræði gefur þér ekk- ert svoleiðis og maður gengur ekkert út úr skóla með gráðu í sagnfræði þar sem bíða þín fullt af störfum. En ég var ekki skynsöm og valdi sagnfræði því mig langaði það mikið meira. Ég hef alltaf verið svona nörd og haft mikinn áhuga á styrjöldum og öðrum áhugaverðum sögum. En ég hugsaði bara með mér að ég myndi taka mast- er í öðru, einhverju sem myndi hjálpa mér að fá vinnu. Ég gerði það ekki! Ég tók master í sagnfræði,“ segir hún með kímni í röddinni. Skrifaði bók um afa sinn Spurð hvað það sé við sagnfræðina sem heilli verður Sigrún hugsi í smá stund áður en hún svarar því að lík- lega sé hún bara gömul sál. „Ég er alin upp svolítið gamaldags. Ég átti gamla ömmu og afa og skrifaði einmitt bók um afa minn einu sinni því mér þótti líf hans mjög áhuga- vert, bókin heitir „Kallar hann mig, kallar hann þig. Leitin að afa“ og er blanda af hans lífshlaupi og mínum minningum um hann. Hann var þessi 20. aldar maður sem náði að lifa alla 20. öldina. Hann var fæddur í torfbæ en endaði svo í blokk í Breiðholti þar sem hann var að taka strætó og labba niður í Mjódd og eitthvað. Mér þótti þetta allt mjög áhugavert, að pæla í hvað sagan gerðist hratt á þessum tíma,“ svarar hún. Að loknu BA námi flutti Sigrún á Þingeyri í tvö ár með þáverandi manninum sínum. „Þetta var árið 2004 og við rétt búin með BA í sagnfræði og vissum ekkert hvað við ættum að gera. En á þessum tíma var hægt að fá vinnu sem kennari, þó þú værir ekki með kennaramenntun. Það var nýr skólastjóri á Þingeyri og það vantaði fullt af fólki þangað að kenna þessum 60 börnum sem þar voru. Ég hafði aldrei komið þang- að áður en við fluttum. Við hittum skólastjórann í Baulunni og fengum vinnu á staðnum. Viku seinna vorum við flutt,“ segir hún og hlær. Greindist ung með gigt „Ég var alltaf með heimþrá og sá að hún yrði ekki læknuð nema ég myndi byggja hús í garði foreldra minna, svo ég gerði það. Ég og þáverandi mað- urinn minn byggðum hús sem ég hef búið í síðustu 16 ár. Ég fer örugg- lega aldrei,“ segir Sigrún. Hún vann í smá tíma í Safnahúsi Borgarfjarðar sem munavörður en missti svo heils- una eftir barneignir. „Ég er í dag ör- yrki, eiginlega bara algjört drasl ef svo má segja. Ég var greind með liða- gigt rétt eftir tvítugt og svo vefjagigt upp frá því. En ég var ekki mjög slæm strax í byrjun. Það var eiginlega ekki fyrr en eftir barneignir sem líkaminn bara gafst alveg upp. Ég geri það sem ég get með höfðinu. Það virkar svona þokkalega. En bara til þess að fún- kera í lífinu fer ég í heitan pott tvisvar eða þrisvar á dag alla daga,“ seg- ir hún og bætir við að veikindin lýsi sér þannig að hún á erfitt með svefn, líkaminn verður fullur af bólgum og með vefjagigt þróar fólk með sér óút- skýrða verki sem engin getur fundið orsök fyrir. „Þetta er mjög algeng- ur kvennasjúkdómur í dag. Við erum allar að ganga frá okkur fyrir fertugt, ég þjófstartaði bara aðeins, jafnöldr- ur mínar eru margar að ná mér núna. Það eina sem hægt er að gera til að halda þessu niðri er að hreyfa sig smá og borða skynsamlega. Svo tek ég lyf- in mín við liðagigtinni og þau halda mér gangandi. Án þeirra er ég bara í hjólastól og get ekki einu sinni greitt hárið á mér,“ segir hún. Gaf út þríleik Sigrún hefur fundið ýmis verkefni til að vinna að á eigin forsendum og eft- ir eigin getu, meðal annars skrifað nokkrar kennslubækur hjá Mennta- málastofnun „Það var erfitt að viður- kenna svona ung að ég gæti bara ekki unnið og því hélt ég frekar áfram að mennta mig bara. Þá gat ég sagt að ég væri að gera eitthvað því ég var í raun ekki alveg tilbúin að viður- kenna að ég væri öryrki og vildi ekki sækja um örorku. Mér þótti það eitt- hvað svo vandræðalegt, sem er alveg sturlað samt. En ég skráði mig frekar í annað mastersnám og lærði ritlist. Ég er með fullt af gagnslausum há- skólagráðum,“ segir hún og hlær. „En það hefur skilað mér fullt af frá- bæru fólki sem ég kynntist og góðu tengslaneti. Ég var með rosalega flotta kennara og lokaverkefnið mitt var barnabók sem ég vann hjá Sig- þrúði Silju Gunnarsdóttur, ritstjóra hjá Forlaginu. Hún aðstoðaði mig alveg helling þótt ég sé núna kom- in með annan ritstjóra, hana Sigríði Ástu, sem er líka æðisleg. Sigþrúð- ur sagði mér að ef ég gæti beðið með að gefa handritið út í eitt ár gæti hún fundið pláss fyrir mig hjá Forlaginu. Það var náttúrulega alveg magn- að tækifæri fyrir mig, að geta gefið út bók hjá svona stórum útgefanda. Auðvitað beið ég og bókin kom svo út árið 2019. Það var fyrsta bókin í þríleik og sú síðasta var svo að koma út núna í haust,“ segir Sigrún. Formsatriði að skrifa sögurnar „Þríleikurinn heitir Ferðin á heimsenda og fyrsta bókin, sem var sem sagt lokaverkefnið mitt í rit- listinni heitir „Leitin að vorinu“ og önnur bókin heitir „Týnda barnið“ en sú þriðja heitir „Illfyglið“. Þetta eru svona fantasíu bækur fyrir börn og unglinga sem fjalla um dreka og alls konar skrímsli. Það er mikill hasar og hraði og allskonar skrýtn- ir hlutir gerast. Þegar ég byrjaði að skrifa þetta var ég í raun bara að skrifa bækur sem mér fannst synir mínir þurfa, sem nú eru 10 og 15 ára. Þeir vildu bækur með miklum hraða þar sem allt var í gangi og aldrei dauð stund. Þeir hjálpuðu mér líka oft, til dæmis við að búa til alls kon- ar skrímsli og furðuverur og svo ef ég var stopp aðstoðuðu þeir mig með ýmislegt eins og að koma með hug- myndir að verk efnum og úrlausn- um og að skapa skemmtilegar furðu- verur,“ segir Sigrún. „Þegar ég er að semja svona sögur þá verð ég að sjá þær fyrir mér fyrst eins og bíómynd. Ég sest ekkert niður við tölvuna og bíð eftir því að eitthvað muni gerast. Ég bý fyrst til söguna í höfðinu á mér á meðan ég ligg kannski bara í rúm- inu eða pottinum og svo er formsat- riði að skrifa hana niður,“ segir Sig- rún. Myrka Ísland „Ég er mikil skorpumanneskja og þegar ég er með verkefni í gangi kúp- la ég mig aldrei út úr því. Ég bara er í því þar til það er búið og þá get ég snúið mér að öðru. Svo man ég ekki endilega það sem ég er búin með því þegar verkefni klárast þá loka ég bara þeim kafla og fer alveg 100% í næsta verkefni. Þess vegna get ég líka bara verið með eitt verkefni í gangi í einu,“ segir Sigrún og hlær. Um þessar mundir er hún að vinna að hlaðvarpsþáttunum „Myrka Ís- land“ þar sem hún kafar ofan í sögur af hörmungum Íslandssögunnar og segir Önnu Dröfn Sigurjónsdóttur vinkonu sinni frá. „Anna Dröfn er alltaf með mér því mér þykir mjög asnalegt að sitja bara ein og tala. Hún þjónar hlutverki hins óundirbúna hlustanda sem fær aldrei að vita fyrir- fram hvað verður talað um,“ útskýrir Sigrún. Í þáttunum er fjallað um alls- konar mál úr sögu Íslands; morðmál, þjóðsögur, draugasögur eða aðrar hörmungasögur. „Nú síðast vorum við að klára að taka upp tvo þætti um Tyrkjaránið en það er stórmerkileg saga í raun,“ segir Sigrún. „Ég tek bara lyfin mín“ Sigrún segist vera mjög opin mann- eskja sem hefur gaman að því að hitta fólk. En hvernig fer það saman við kvíðann? „Ég bara tek lyfin mín og hef gert það í 20 ár og ég mun deyja með þau. Ég virka ekki án þeirra og ég ætla aldrei að reyna, allavega ekki eins og staðan er í dag,“ svar- ar hún. „Ég elska að hitta fólk, fara út að dansa og hafa gaman. Ég get verið hávær og talað mikið,“ segir hún. „Ég þarf að hafa margt fólk í kringum mig svo ég klári ekki bara fólk. Ég tala svo mikið að ég þarf að hafa marga til að deila álaginu,“ seg- ir Sigrún kímin. „Ég er mjög opin og á auðvelt með að kynnast fólki og hika ekki við að fara og kynna mig og byrja að spjalla. Það eru ótrú- lega margir hér í samfélaginu sem hafa fengið skilaboð frá mér þegar þeir koma hingað nýir. Þá sendi ég þeim bara: „Halló, viltu kíkja á bar- inn?“ Við erum nokkur í svona bar- grúppu og hittumst stundum og ég vil bara bjóða fólki með. Ég vil búa í samfélagi þar sem fólk er boðið velkomið og þarf ekki að hafa ver- ið hér í fimm ár til að fá boð í partý, ég er óþolinmóð kona, nenni ekk- ert að bíða. Þetta er frábær leið til að kynnast fólki en líka alveg stórskrýt- in leið,“ segir Sigrún og bætir við að hún sé lítið að hugsa út í það hvort fólki finnist hún asnaleg eða skrýt- in. „Það skiptir bara engu máli hvað fólki finnst um mann. Það er alveg bókað fólk þarna úti sem meikar mig ekki og það er allt í lagi. Það þarf ekki öllum að líka við mann alltaf og það er ekkert illa meint,“ segir Sigrún og brosir. arg „Ég vil búa í samfélagi þar sem fólk er boðið velkomið“ Sigrún, ásamt Önnu Dröfn Sigurjónsdóttur, í útgáfuhófi síðustu bókar í þríleik hennar. Sigrún Elíasdóttir sagnfræðingur, rithöfundur og hlaðvarpsstjórnandi.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.