Skessuhorn


Skessuhorn - 15.12.2021, Síða 71

Skessuhorn - 15.12.2021, Síða 71
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2021 71 Óskum starfsmönnum og Vestlendingum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári SK ES SU H O R N 2 01 8 ar datt ég í lukkupottinn með það. Frá fyrstu tíð ákvað ég að láta sjúk- dóminn ekki slá mig út af laginu og leyfði mér ekki að láta hann taka stjórn á lífinu. Þannig held ég að fólk geti með jákvæðu hugarfari lært að lifa með þessum sjúkdómi og gera það besta úr stöðunni. Ég leit því á Parkinson sem hvert ann- að verk efni, datt aldrei í hugsanir á borð við; „af hverju ég!“ Þessi sext- án ár frá greiningu hef ég því unnið með mínu fólki í búðinni okkar og farið í gegnum bankahrun og ýmsa erfiðleika í rekstri sem kannski hafa tekið stærri toll en sjúkdómurinn sjálfur. Það er því með mikilli gleði sem við stefnum á að halda upp á þrjátíu ára afmæli Módels á næsta ári, með miklu betri heilsu,“ segir Guðni. Fagleg þjónusta Guðni ber íslenska heilbrigð- iskerfinu vel söguna og ekki síður þeirri þjónustu og viðtökum sem þau fengu í ferðinni örlagaríku til Svíþjóðar í haust. „Allt sem við kom ferðum eða uppihaldi í Sví- þjóð var alveg frábært. Þar vil ég m.a. þakka Sjúkratryggingum Ís- lands og sænska heilbrigðisstarfs- fólkinu. Okkur var skaffaður leið- sögumaður, sem tók á móti okk- ur ytra og tryggði meðal annars fullkomna túlkaþjónustu. Iceland- air stóð sig frábærlega og starfs- fólkið á flugvöllunum úti og hér heima. Allir eiga þakkir skyld- ar. Úti á Karólínska voru tveir ís- lenskir svæfingalæknar og einn ís- lenskur taugalæknir sem túlkaði ásamt konu frá Sjúkratryggingum Íslands. Þannig var tryggt að við næðum að skilja allt sem fram fór í greiningu, rannsóknum og að- gerðinni. Það tryggði betri líðan, enda kannski dálítið fyrirkvíðan- legt að fara í langa aðgerð á heilan- um sem öllu stjórnar.“ Dregur úr skjálfta Guðni segir að almennt sé með þessari nýju tækni verið að bæta lífsgæði þeirra sem taldir eru tæk- ir til að gangast undir svona að- gerðir. „Ég er þakklátur fyrir það og að hafa fengið þetta tækifæri. Það eru því miður ekki allir jafn heppnir hvað það snertir. Ég er bú- inn að vera rosalega heppinn með lækna og aðra sem tengjast mínum sjúkdómi og meðferð. Vala Guð- rún Pálmadóttir taugalæknir hef- ur verið að annast mig en hún er nýlega komin heim úr sérnámi sínu í taugalækningum í Boston. Þessi aðferð að græða rafskaut í heila Parkinsonsjúklinga hefur ver- ið þekkt frá aldamótum og byrjað var að beita henni árið 2013 með eins póla tækni. Nú er búið að bæta fleiri pólum við og gerir það að verkum að sjúklingar fá miklu betri möguleika til að halda niðri ósjálf- ráðum hreyfingum. Þannig má í gríni segja að við verðum miklu stilltari en áður,“ segir Guðni og hlær. Að halda coolinu Heilinn í okkur fólkinu er sjálf- ur tilfinningalaus þótt hann stjórni tilfinningum okkar að öðru leyti. Samt sem áður segir Guðni að það hafi komið honum á óvart eftir að- gerðina í haust að hann hafi ekki einu sinni fengið höfuðverk. „Heil- inn er bara stjórnstöð sem send- ir boð, þú finnur einungis áhrifin þegar önnur líffæri svara kalli hans og eru þá að láta vita um að eitt- hvað sé að.“ Þegar rafstraumi var hleypt á nýju vírana í heila Guðna nú í október segist hann hafa feng- ið smá kippi í fæturna og ekkert litist á það í fyrstu. Þá hafi tækið bara verið stillt og hætti skjálftinn um leið og hefur hann ekki fund- ið fyrir honum síðan. Nú er í gangi ferli við að minnka lyfjagjöfina hjá honum. „Hliðarverkanir með sjúk- dómnum sem lyfin eru að orsaka, eru m.a. skjálfti og ósjálfráðar hreyfingar. Samhliða því að lyf- in draga úr ósjálfráða hreyfingum hægist á fólki. En Parkinson tekur á sig ólíkar myndir. Það velur auð- vitað enginn að fá Parkinson. Fyr- ir marga er sjúkdómsgreiningin þungbær en umfram allt hvet ég fólk til að halda „coolinu“ ef það mögulega getur. Stundum getur verið besta leiðin sú að gefa sjúk- dómnum ekki leyfi til að ná yfir- höndinni. En vissulega get ég ekki talað fyrir hönd annarra en sjálfs mín,“ segir hann að lokum. mm Hér má sjá skýringarmynd úr bæklingi Karolínska af þeim búnaði sem komið er fyrir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.