Skessuhorn


Skessuhorn - 15.12.2021, Side 72

Skessuhorn - 15.12.2021, Side 72
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 202172 Valentina Kay er fædd í Suður Úkraínu og bjó þar sín fyrstu ár. Fimm ára gömul flutti hún með for- eldrum sínum og eldri systur norð- ar í Úkraínu, rétt hjá Kænugarði, þar sem hún ólst upp. Í dag hefur Valentina búið í rúm 19 ár í Ólafs- vík þar sem hún er skólastjóri Tón- listarskóla Snæfellsbæjar. Í Úkraínu gekk Valentina í tónlistarskóla þar sem hún lærði á takkaharmónikku og píanó. Hún lauk grunnstigsprófi og miðstigsprófi samhliða grunn- skólanámi en vildi læra enn meira og 18 ára gömul flutti hún því enn norðar, til Hvíta-Rússlands til að fara í tónlistarmenntaskóla. Eft- ir útskrift hélt hún lengra norður og fór í háskóla í Karélia í norð- urhluta Rússlands. Þar bjó hún í Petrozavodsk borg og kláraði bæði bakkalár og masterspróf í tónlist. „Eftir háskólanámið fór ég enn og aftur aðeins norðar og flutti hing- að til Ólafsvíkur,“ segir Valentina og hlær. „Ég elska Norðurlöndin og langaði alltaf að koma hing- að. Ég hef aldrei viljað fara suður og sitja undir sólinni, þá líður mér bara illa,“ segir Valentina. „En eft- ir næstum tuttugu ár á Íslandi þyk- ir mér samt gott að komast í sólina í smá stund í einu,“ bætir hún við og hlær. Frábær tilfinning að koma til Ólafsvíkur Þegar Valentina var að leita að vinna eftir háskólanám horfði hún strax til Norðurlanda. „Ég hafði samband við menntamálaráðu- neytið og skoðaði aðeins Ísland. Mér þótti góð hugmynd að koma hingað, þetta er fallegt land, fal- leg og hrein náttúra og hreint vatn. Mér þykir það skipta máli. Svo er þetta lítil þjóð en ég hafði alltaf búið í stórborg og fannst spennandi að flytja í svona lítið samfélag,“ seg- ir Valentina. Fljótlega eftir að hafa haft samband við menntamálaráðu- neytið fékk hún tölvupóst um lausa stöðu í Ólafsvík og pakkaði þá nið- ur og flutti til Íslands með dóttur sína. „Þetta gerðist mjög hratt og mamma og pabbi voru í sjokki. En ég treysti Norðurlöndum og var aldrei hrædd að koma hingað. Þegar við komum á flugvöllinn í Keflavík stóð skólastjóri tónlistar- skólans á vellinum með spjald með mínu nafni. Við fórum með honum beint hingað í Ólafsvík og ég man hvað það var frábær tilfinning. Ég hugsaði með mér að ég væri komin í paradís,“ segir Valentina. Tónlistartungumálið er alþjóðlegt Valentina byrjaði strax að vinna og segir allt samfélagið í Ólafsvík hafa tekið mjög vel á móti þeim mæð- gum. „Ég byrjaði að kenna daginn eftir að við komum og var strax með 20 nemendur. Ég get ekki sagt að ég hafi séð þetta fyrir mér þegar ég útskrifaðist úr háskólanum en hér hef ég verið í næstum 20 ár. Þetta sýnir okkur það að við vitum ekkert um framtíð okkar,“ segir Valentina og brosir. En var ekki erfitt að byrja að kenna án þess að kunna tungu- málið? „Nei. Í tónlist getum við kennt án þess að tala sama tungu- mál því tónlistartungumálið er eins alls staðar. Auðvitað vildi ég samt læra tungumálið og við dóttir mín fórum strax á námskeið til að læra íslensku. Það var líka gott að við vorum þær einu hér frá Rússlandi og við þurftum því bara að læra ís- lensku. Ég bað krakkana alltaf að kenna mér og geri það enn í dag. Ef ég segi eitthvað vitlaust vil ég að fólk leiðrétti mig því ég vil tala rétt.“ Vildi strax komast inn í samfélagið Valentina ákvað strax að hún vildi vera partur af samfélaginu í Ólafs- vík og reyndi því að taka þátt í öllu því félagsstarfi sem hún gat. „Ég fór fljótlega að spila blak og fór með konunum úr blakinu í ferða- lag sem var ótrúlega skemmtileg og góð leið til að komast inn í sam- félagið og læra íslensku. Ég vildi kynnast fólki og læra allt sem ég gat um Ísland og menninguna hér. Ég er mikil félagsvera og vil ekki sitja bara heima,“ segir Valentina. „Ólíkt því sem ég hafði áður þekkt er samfélagið hér eins og ein stór fjölskylda. Ég hafði bara búið í stórborgum þar sem fólk þekkti ekki hvert annað. En hér þekkjast allir og hjálpast að. Við fluttum til að byrja með í blokkina hér í Ólafs- vík og fyrstu dagana var fólk alltaf að koma með eitthvað fyrir okkur. Það voru stórir pokar fyrir framan hurðina okkar á hverjum degi með fötum og fallegu dóti. Það hjálpaði mikið því við komum bara hingað með tösku fulla af nótnabókum,“ segir Valentina og hlær. Fyrst og fremst tónlistarkona Við spólum aðeins til baka og spyrj- um Valentinu um tónlistaráhug- ann, hvaðan hann kom og hvort hún hafi alltaf ætlað sér að starfa eingöngu við tónlist. „Ég er fyrst og fremst tónlistarkona og hef alla tíð bara viljað spila og semja tónlist. Ég hef aldrei unnið við neitt annað og aldrei haft áhuga á neinu öðru,“ segir hún. Valentina byrjaði fimm ára að læra á hljóðfæri og valdi takkaharmonikku því pabbi henn- ar átti eina slíka. „Það var harmon- ikka frá afa mínum en afi hafði ver- ið að semja tónlist. Hann vann samt ekki við tónlist en hafði hæfileika, sem ég fékk örugglega frá honum,“ segir hún. Spurð hvort fjölskyldan sé öll tónlistarfólk segir Valentina foreldra sína hafa verið músíkölsk. „Þau voru samt ekki tónlistarfólk. Mamma söng rosalega fallega og systir mín gerir það líka. Það var alltaf spiluð tónlist heima hjá okkur og þegar vinir foreldra minna komu í heimsókn var ég alltaf beðin um að spila fyrir gestina á harmonikku. Það var því mikil tónlist á heimil- inu en ég er sú eina sem starfa við tónlist.“ Komst nálægt því að fara inn á allt aðra braut Valentinu gekk vel í námi sem barn og unglingur og að lokn- um grunnskóla stóðu henni all- ar dyr opnar. „Ég kláraði 10. bekk með gullmedalíu þar sem ég fékk 10 í einkunn í öllum fögum. Sam- kvæmt reglum í mínu heimalandi getur maður farið beint í háskóla ef maður hefur svona gullmedalíu, og sleppt þá menntaskóla. En mað- ur getur samt ekki farið í tónlist- arháskóla nema klára menntaskóla. Það sögðu allir við mig að ég ætti að fara beint í háskóla og klára að mennta mig sem fyrst. Fólk sagði að það væri bara sóun að eyða fjór- um árum til viðbótar í menntaskóla fyrst ég þurfti þess ekki. Ég vildi samt svo mikið vera áfram í tónlist en ákvað að hlusta á það sem fólk var að segja og fór til Hvíta-Rúss- lands með mömmu til að skrá mig í háskóla. Ég ætlaði að verða arki- tekt. Ég fór í viðtal í skólanum í júnímánuði þar sem ég var boð- in velkomin og fékk öll gögn sem ég þurfti og átti svo að mæta bara í skólann í ágúst. Mamma beið eft- ir mér fyrir utan, sat á bekk í sól- inni og hjá bekknum var veggur með myndum af lífinu í skólanum. Þegar ég kom út fann ég hvern- ig mér leið strax illa og fannst eins og tónlistin væri bara búin. Þegar ég skoðaði svo myndirnar á veggn- um sá ég bara eina mynd sem sýndi tónlistarlífið í skólanum og hugs- aði með mér að ég gæti ekki gefið upp tónlistina. Ég vildi ekki verða arkitekt. Ég hljóp aftur inn og skil- aði gögnunum, baðst afsökunar og sagðist ekki vilja vera hér. Kon- an brosti bara til mín,“ segir Val- entina sem fór þess í stað í fjögur ár í menntaskóla til að geta haldið áfram á tónlistarbraut. Saknar menningarlífsins Spurð hvort hún hafi aldrei hugs- að um að flytja aftur út neitar hún því en segist hafa hugsað um að flytja til Reykjavíkur. „Ólafs- vík, og Snæfellsnesið allt, er yndis- legur staður að búa á. En eftir um hálft ár hér fann ég hvað ég sakn- aði menningarlífsins. Ég var vön miklu menningarlífi þar sem ég átti alltaf miða á allskonar tónleika og ársmiða á tónleika sinfóníuhljóm- sveitar og svona. Enda bjó ég í borg þar sem voru um 500 þúsund manns og tónlistin var allt í kring- um mann. En hér upplifði ég mig smá eins og fisk á þurru landi í smá tíma. En þetta leið hratt hjá og eft- ir um eitt ár hér langaði mig aldrei aftur að flytja í borg. Þá sá ég hvað það er dásamlegt að búa þar sem náttúran er falleg og maður getur lifað lífinu og séð himininn en er ekki bara hlaupandi á milli strætis- vagna að reyna að komast yfir allt sem þarf að gera. Ég elska þetta ró- lega líf hér í Ólafsvík þar sem hægt er að lifa lífinu án þess að vera alltaf á hlaupum,“ segir Valentina. Í Ólafsvík kynntist hún Ólsaranum Antoni Gísla Ingólfssyni og giftu þau sig. „Við erum með fjölskyldu hér og svo er líka hluti af minni fjölskyldu hér í Ólafsvík. Dóttir okkar er gift manni frá Ólafsvík og eiga þau tvær frábærar stelpur sem eru tveggja og sex ára. Svo flutti dóttir systur minnar til Ólafsvík- ur og býr hér með manninum sín- um og þau eiga tvö börn; strák sem er að læra í Keili að verða flugmað- ur og stelpu sem er í 4. bekk,“ segir Valentina og brosir. Elskar sinfóníutónlist Valentina segist enn sakna tón- listarlífsins í Ólafsvík en reynir að sækja tónleika til Reykjavíkur þegar hún getur. „Það er bara erfitt fyr- ir okkur sem búum úti á landi að fara á tónleika með sinfóníuhljóm- sveitinni því hún er alltaf með tón- leika á fimmtudögum. Ég elska sin- fóníutónlist og skrifa mikið þannig tónlist,“ segir Valentina og bætir við að hún eigi mörg verk sem hún hefur skrifað fyrir sinfóníuhljóm- sveit og vonast til að þau verði spil- uð einn daginn. „Það er erfitt að koma sínum verkum að og löng bið, allavega þrjú ár. Ég hef ekki haft tíma til að reyna að koma verk- unum mínum í spilun en kannski einn daginn,“ segir hún. En hvern- ig tónlist hlustar Valentina helst á? „Ég hlusta lítið á tónlist heima því ég fæ alveg nóg af tónlist í vinnunni. En í bílnum hlusta ég mikið á tón- list og þá helst á djass eða sinfóníu- tónlist. En ég er opin fyrir allri „Þegar ég hlusta á fallega tónlist er allt svo fallegt“ Segir Valentina Kay tónlistarskólastjóri í Snæfellsbæ Valentina Kay tónlistarskólastjóri í Snæfellsbæ.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.