Skessuhorn


Skessuhorn - 15.12.2021, Síða 74

Skessuhorn - 15.12.2021, Síða 74
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 202174 Kvikmyndin „Hvernig á að vera klassa drusla“ var frumsýnd 5. febrúar á þessu ári en höfund- ur og leikstjóri myndarinnar er Ólöf Birna Torfadóttir. Blaðamað- ur Skessuhorns kíkti í heimsókn til Ólafar á Akranesi og fékk að kynn- ast henni aðeins betur. Spurð hvað- an hún komi segist Ólöf ekki geta nefnt neinn einn stað sem „heima“ í hennar huga. „Ég á ættir að rekja á Vestfirði og á Drangsnes. Svo er ég líka eitthvað ættuð frá Keflavík. En þegar ég var að alast upp flutt- um við mikið og ég gekk í sjö grunnskóla um allt land. Ég á því ekki neinn einn stað sem ég get sagt að ég komi frá,“ svarar Ólöf. Hún flutti með kærastanum sínum, Orra Ingólfssyni, og tólf ára dóttur á Akranes árið 2017 og líkar þeim mjög vel við að búa þar. „Besta vin- kona mín, sem er líka handritshöf- undur og leikstjóri, býr hér á Akra- nesi og hún var mikið aðdráttarafl fyrir okkur. Við erum bara rosalega ánægð hér og vorum að kaupa okk- ur íbúð og erum ekki að fara neitt strax,“ segir Ólöf og brosir. Ætlaði að verða arkitekt Ólöf fór í fjölbrautaskóla í Keflavík þar sem hún lauk stúdentsprófi. „Ég valdi Keflavík því systir mín bjó þar og ég gat búið hjá henni,“ útskýrir Ólöf og bætir við að hún hafi á þeim tímapunkti stefnt að því að verða arkitekt. „Mér hefur alltaf þótt gaman að teikna og fannst það því góð hugmynd fyrir mig.“ En eftir stúdentspróf ákvað hún að taka sér tveggja ára pásu frá námi og fór í kjölfarið inn á aðra braut í lífinu. Hún skráði sig í snyrtifræði við Snyrtiakademíuna í Kópa- vogi árið 2012 og lauk því námi ári seinna. „Í náminu lærðum við smá um förðun og slíkt og þá kvikn- aði áhugi hjá mér að læra fantasíu- förðun og förðun fyrir bíómyndir. Ég prófaði aðeins að gera það og málaði fyrir nokkrar stuttmyndir en fann þá áhuga kvikna á að gera mínar eigin sögur til að segja,“ seg- ir Ólöf og bætir við að hún hafi því skráð sig í Kvikmyndaskólann árið 2014 þar sem hún lærði handrits- gerð og leikstjórn. Alltaf verið listræn „Það búa margar sögur í mér,“ seg- ir Ólöf og bætir við að hún hafi byrjað ung að skrifa og segja sögur og á hún nokkrar bækur sem hún skrifaði frá 14-18 ára aldri. „Ég hef ekki farið neitt lengra með þær bækur og á þær bara til fyrir mig,“ segir hún og hlær. „En þegar ég var krakki langaði mig að verða leik- kona og vildi reyna að stytta mér leið inn á það svið. Ég fékk því þá frábæru hugmynd að skrifa bók sem ég sá svo fyrir mér að einhver framleiðandi myndi kaupa og vilja gera mynd um og ég myndi þá fá að leika í myndinni,“ segir Ólöf og hlær. Spurð hvort það séu leikar- ar eða listafólk í fjölskyldunni seg- ir hún svo ekki vera. „Mamma og pabbi voru bændur og ég ólst upp í sveitinni. Ég á fjögur systkini og ekkert þeirra er í neinu svona. En ég hef alltaf verið listræn. Þegar ég var í grunnskóla á Hvanneyri var ég með myndlistarkennara sem spurði hvort ég mætti koma heim til hennar eftir skóla því hún sá eitthvað í mér og langaði að kenna mér að gera leirpotta og allskonar svoleiðis á rennibretti. Ég fékk að gera það og fór stundum til henn- ar. Ég gerði meira að segja bolla sem ég held að mamma eigi enn uppi í skáp,“ segir Ólöf. Allt sem tengist list og sköpun segir Ólöf að höfði til hennar, hvort sem það er að velja búninga fyrir kvik- myndir, leikstýra, farða, teikna eða skrifa. „Pappírsvinna og allt sem því tengist er aftur á móti ekki fyrir mig. Það verður allt svo yfirþyrm- andi og mér líður alltaf eins og það muni engan endi taka og ég næ bara alls ekki utan um þessi verk- efni,“ segir hún. Leikstjórinn ber ábyrgðina „Leikstjórar bera mikla ábyrgð á sínum verkum. Þeir bera verk- in í raun einir og verkin standa eða falla með þeim. Allt sem sést á skjánum er ákvörðun leikstjóra, hvort sem það eru búningar, leik- mynd, leikur og hvernig atriði eru skotin. Vissulega vinnur leikstjór- inn þetta í samstarfi við aðra lykil- starfsmenn á setti en leikstjórinn á samt lokaorðið og ákveður hvernig allt á að vera. Ef leikur hjá einhverj- um er flatur eða lélegur í mynd er það leikstjóranum að kenna. Það er hann sem á að segja til og leið- beina. Leikstjórinn ber verkið frá a-ö. Verkið verður bara eins gott og hann getur gert það.“ Í kvik- myndinni „Hvernig á að vera klassa drusla“ voru stórleikarar á borð við Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur, Ólafíu Hrönn Jónsdóttur, Þorstein Bachmann og fleiri. Hvernig var það að vera óþekktur og óreyndur leikstjóri að ætla að leiðbeina þess- um leikurum? „Það var erfitt og ég var alltaf stressuð þá daga sem þau voru með okkur. Ég hugsaði alltaf: „Hver er ég að segja þeim hvað þau eiga að gera? Þau eru búin að vera að þessu svo lengi og vita mik- ið betur en ég.“ En ég varð bara að setja á mig stóru buxurnar og sinna mínu hlutverki. En við átt- um rosalega gott samtal fyrir tök- ur og það róaði mig mikið og þetta fór allt vel. Ég var mest stressuð að leikstýra Ólafíu Hrönn, hún er svo rosalega stórt nafn. En það var svo ekkert mál, hún svo æðisleg og mjög gott að leikstýra henni. Svo er ótrúlega gaman að hugsa til þess að ég hafi í alvöru bara leikstýrt Ólafíu Hrönn,“ segir Ólöf og hlær. Mikið hark að komast af stað Spurð hvernig maður tekur fyrstu skrefin inn á þetta svið segir Ólöf það fyrst og fremst vera mikið hark. Ýmsir styrkir standi til boða en erfitt er að fá slíka styrki fyr- ir sína fyrstu mynd. „Það vilja all- ir sjá eitthvað frá þér áður en þú færð „já“. En þegar þetta er fyrsta mynd er ekkert til sem hægt er að sýna. Ég prófaði að sækja um og fékk alltaf bara „nei“ en ég bara var ekki tilbúin að hlusta á það. Ég hafði trú á þessari mynd og lang- aði að láta hana verða að veruleika. Ég þurfti því að taka þetta í eig- in hendur og vera mjög dugleg að leita allra leiða. Þetta var ekkert nema hark,“ segir Ólöf. Hún fékk lánað það sem hún gat og leitaði að góðum tilboðum hjá tækjaleig- um til að komast í gegnum tökurn- ar sjálfar. Á þeim tímapunkti fékk hún framleiðanda með sér í lið og með honum komu peningar fyrir alla eftirvinnslu. „Framleiðandinn kom með hærri upphæðir sem sáu til þess að klára myndina og gera hana eins og hún er í dag.“ Sam- hliða þessari vinnu var Ólöf að vinna fyrir Íslandspóst á Akranesi og sá um að keyra póstinn heim á bæi í Hvalfjarðarsveit. Það var einmitt þannig sem hún fann töku- staði, en myndin er að mestu tek- in upp í Hvalfjarðarsveit. „Ég bara bankaði hjá fólki og spurði hvort ég mætti taka upp mynd á hlaðinu hjá þeim. Það var mjög erfitt fyr- ir mig því ég er lítið fyrir að biðja um greiða, sérstaklega þegar ég get ekki borgað fyrir. En það kom mér verulega á óvart hvað allir tóku mér vel og þótti þetta spennandi,“ segir Ólöf. Pressa fyrir næstu mynd „Hvernig á að vera klassa drusla“ fékk frábærar móttökur og eftir frumsýningarhelgina fór hún beint í fyrsta sæti á aðsóknarlista. Alls komu um 7000 manns á myndina í kvikmyndahúsum. „Ég held að það sé ótrúlega gott í ljósi covid hafta og líka þar sem þetta var fyrsta myndin mín. Ég hefði verið þakk- lát fyrir svona 500-1000 manns svo þetta var langt fram úr mín- um björtustu vonum. Ég viður- kenni að ég hugsaði samt með mér: „Ég vissi þetta, öll þið sem sögð- uð nei“,“ segir Ólöf og hlær. Spurð hvort fleiri stór verk séu á dagskrá segist hún vonast til að hefja tökur á nýrri mynd næsta sumar. „Hand- ritið er hjá Kvikmyndamiðstöðinni núna og er búið að fá tvo styrki og núna erum við að sjá hvort við fáum þann þriðja. Ef það tekst hefjast tökur næsta sumar. En núna er ég loksins farin að geta fengið styrki því ég hef mynd til að sýna.“ En er ekki erfitt að fylgja eftir svo vel heppnaðri fyrstu mynd? „Jú. Ég viðurkenni að ég finn smá pressu. Fólk er með ákveðnar væntingar til mín núna. En ég tek því fagn- andi og ætla að standa undir þessari pressu. Ég hef líka mikla trú á næsta verkefni,“ svarar hún. Önnur kómedía Aðspurð segir hún næstu mynd einnig vera kómedíu. „Hún verður þó ekki jafn súrrealísk og „Hvernig á að vera klassa drusla“, heldur að- eins jarðbundnari og konseptið er eitthvað sem ég hef ekki séð áður hér heima. Ég hef mest verið að skrifa svona kómedíur með sterk- um kvenkyns persónum í aðalhlut- verki. Ég held ég sé frekar fyndin, fólk hlær allavega að mér,“ segir Ólöf og hlær. „Svo er ég sjálf kona og mér hefur fundist vanta fleiri myndir þar sem konur fá að vera fyndnar. Mér þykir svo auðvelt að gera konur fyndnar og mér finnst þær mikið flóknari og áhugaverðari en karlar,“ segir Ólöf og bætir við að í síðustu kvikmynd hafi hún notað sína eigin persónu til að skrifa tvær aðal persónur myndar- innar. „Þær eru held ég báðar með eitthvað af mér sjálfri í sér. Ég get verið vandræðaleg og kjánaleg týpa og það má hlæja að því,“ seg- ir hún og hlær. Aðspurð segist hún lítið meira geta upplýst um næstu mynd. „Ég get ekki sagt margt en ég er ótrúlega spennt fyrir henni og hef mikla trú á þessari mynd,“ segir Ólöf Birna Torfadóttir leik- stjóri og handritshöfundur. arg/ Ljósm. aðsendar Skaust upp í fyrsta sæti aðsóknarlista með sína fyrstu kvikmynd -Rætt við leikstjórann og handritshöfundinn Ólöfu Birnu Torfadóttur Ólöf Birna Torfadóttir leikstjóri og handritshöfundur. Ljósm. arg. Fyrsta kvikmynd Ólafar í fullri lengd „Hvernig á að vera klassa drusla“ skaust upp í fyrsta sæti aðsóknarlista eftir frumsýningu í febrúar. Frá frumsýningu kvikmyndarinnar „Hvernig á að vera klassa drusla.“ Skjáskot úr kvikmyndinni „Hvernig á að vera klassa drusla“ eftir Ólöfu Birnu Torfadóttur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.