Skessuhorn


Skessuhorn - 15.12.2021, Síða 82

Skessuhorn - 15.12.2021, Síða 82
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 202182 Guðrún Tryggvadóttir fæddist á Arnarstapa í ársbyrjun 1940 og var önnur í röð fimm systkina, dóttir Tryggva Jónssonar og Sigríðar Sal- bjargar Guðmundsdóttur. Blaða- maður Skessuhorns kíkti í heim- sókn til Guðrúnar á heimili henn- ar í Ólafsvík og ræddi við hana um lífið, fjölskylduna, starf eldri borg- ara og fleira. Við fáum okkur sæti í notalegu eldhúsi á annarri hæð á heimili Guðrúnar, með útsýni nið- ur að sjó. Veðrið var gott og snjó- þekja yfir öllu. Guðrún tekur til kökur og osta og hellir kaffi í bolla áður en við hefjum samtal. Í glugg- anum er lítil sería með hekluð- um dúllum á hverri peru. „Þetta er nú ekki jólaskraut, þessi sería fær að vera uppi allt árið,“ útskýr- ir Guðrún um leið og hún fær sér sæti gegnt blaðamanni. „Það er svo notalegt að hafa smá svona ljós,“ heldur hún áfram. Flutti í Mosfellssveitina Þegar Guðrún var ung flutti fjöl- skyldan frá Arnarstapa til Ólafsvík- ur þar sem hún ólst upp fyrstu árin. Árið 1946 flutti fjölskyldan suður í Mosfellssveit þar sem pabbi Guð- rúnar fékk starf á Laxnesbúinu fyr- ir Jónas Sveinbjörnsson lækni. „Þar var framleidd svokölluð heilsu- mjólk en það var ógerilsneydd mjólk sem fór beint úr mjólkur- vélunum í gegnum kælikerfi og var mjólkin við frostmark þegar hún kom í flöskurnar,“ útskýr- ir Guðrún. Mjólkin var svo keyrð til Reykjavíkur þar sem hún var svo skilin eftir á tröppunum hjá fólki. Aðspurð segist Guðrún ekki vita hvers vegna foreldrar hennar hafi ákveðið að flytja suður á sínum tíma en segist hún vera þeim það mjög þakklát. „Við áttum yndisleg ár í Mosfellssveitinni og ég þakka alltaf fyrir það að hafa fengið að prófa að búa annars staðar. Það er held ég hollt að víkka svona sjón- deildarhringinn,“ segir Guðrún og brosir. „Þegar ég var barn talaði fólk oft um að það skildi ekki af hverju einhver myndi vilja flytja suður. Það þótti eitthvað skrýtið að vilja búa þar. Ég skildi aldrei af hverju fólki fannst þetta. Það var nefnilega líka dásamlegt að búa í Mosfellssveit eins og í Ólafsvík, og ég er viss um að allir hafi gott af því að prófa að búa á fleiri en ein- um stað,“ segir hún. Þegar Guðrún var tólf ára flutti fjölskyldan aftur til Ólafsvíkur eftir að bátur í eigu föðurbróður hennar fórst. „Pabbi tók þá við skipstjórn á öðrum báti sem bróðir hans hafði átt,“ útskýr- ir hún. Húsmæðraskólar voru miklar menntastofnanir Að loknu skyldunámi fór Guðrún í Húsmæðraskólann að Löngumýri í Skagafirði og átti þar yndislegan tíma. „Húsmæðraskólar voru því- líkar menntastofnanir þar sem maður lærði gríðarlega mikið. En það sorglega var að við fórum al- veg réttindalausar úr þessum skól- um, þrátt fyrir þetta mikla nám,“ segir Guðrún. „Við vorum að læra næringarfræði, allt um mat- argerð, geymslu og hreinlæti mat- vara og allt um meðferð ungabarna og svo margt fleira. Það var aldrei viðurkennt hversu góðir skólar húsmæðraskólar voru. Í raun vor- um við vel í stakk búnar fyrir ýmis störf að námi loknu. Með smá sam- stöðu milli skóla og kannski aðeins lengra námi hefði verið hægt að út- skrifa okkur með réttindi til dæmis sem matráðar eða þess vegna hefð- um við getað stjórnað hótelum,“ segir Guðrún. Eftir námið fór Guðrún aftur heim í Ólafsvík þar sem hún gift- ist Konráð Gunnarssyni og saman eignuðust þau sex börn; Sigur- laugu, Tryggva, Sölva, Jónu, Kára og Agnesi. Konráð var skipstjóri í Ólafsvík en hann lést árið 2000. Guðrún segir mikið líf og fjör hafa verið á heimilinu þegar börnin voru ung. „Þessi fimm elstu fædd- ust á átta árum en svo kom ein níu árum seinna. Þetta var góður tími og nóg að gera,“ segir hún. Þegar börnin þeirra voru komin á full- orðinsár fóru þau hjónin út í ferða- þjónustu á Arnarstapa með sonum sínum. „Tryggvi sonur okkar byrj- aði að fara með ferðamenn í ferð- ir upp á jökul. Í kjölfarið stofn- aði hann með okkur og bræðr- um sínum ferðaþjónustuna Snjó- fell og við keyptum gamla bursta- bæinn á Stapa af Landsbankan- um og vorum þar með veitingar Segir það gott að vera eldri borgari í Snæfellsbæ Guðrún Tryggvadóttir á heimili sínu í Ólafsvík. Fjölskylda Guðrúnar lét reisa Bárð Snæfellsás á Arnarstapa til minningar um ömmu og afa Guðrúnar. Ljósm. úr einkaeigu. Guðrún kom af stað átaksverkefni um endurhleðslu gömlu Ólafsvíkurréttar. Ljósm. úr einkaeigu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.