Skessuhorn


Skessuhorn - 15.12.2021, Page 90

Skessuhorn - 15.12.2021, Page 90
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 202190 Borgarnes er ekki vel í sveit sett hvað útgerð varðar, þó þar séu ýms- ir aðrir landkostir. Engu að síður var þar um skeið rekin blómleg út- gerð og Borgnesingar áttu um tíma aflahæsta skipið á síldveiðum, hina víðfrægu Eldborg. Sagt er að sæ- barðir menn, sem alist höfðu upp í útgerðarplássum víða um land, hafi furðað sig mjög á því að borgfirskir sveitastrákar hefðu skotið þeim ref fyrir rass. Grímshúsfélagið var stofnað til að varðveita þessa einstöku sögu. Á meðal þess sem félagið gerði var að endurbyggja Grímshúsið, en það var reist árið 1942. Það var út- gerðarfélagið Grímur hf. sem stóð að því. Húsið á sér langa sögu og hefur gegnt ýmsum hlutverkum, meðal annars hýst hreppsskrifstofu Borgarneshrepps. Nú stendur til að koma þar fyrir sýningu, bæði á sögu staðarins og eins tengdri ginfram- leiðslu Martins Miller Gin. Sveinn Hálfdánarson var einn af forsprökkum Grímshúsfélagsins. Hann man tímana tvenna, var um árabil forkólfur í verkalýðshreyf- ingunni og þekkir atvinnusögu hérað sins vel. Hann er orðinn lang- eygur eftir því að markmið Gríms- húsfélagsins verði að að veruleika og vill sjá húsið í fullum rekstri. Miklu hafi enda verið kostað til við endurgerð þess. Fyrst og fremst vill hann þó gera útgerðarsögunni hátt undir höfði, enda er hún stórmerki- leg. Bjargaði fátækum Borgnesingar voru stoltir af sínum skipum, þegar þau voru og hétu. Það þótti ekki leiðinlegt að eiga aflakónginn, Ólaf Magnússon skip- stjóra á Eldborg, og sigling með fisk til Bretlands skilaði miklum tekjum. Sveinn segir þó að til út- gerðarinnar hafi ekki endilega ver- ið stofnað með gróðavonina eina að vopni. Þetta hafi ekki síður verið félagsleg aðgerð. „Þessi útgerð bjargaði á sínum tíma fátækum fjölskyldum í stór- um stíl. Hafnaraðstaða var hér engin. Það var ekki hægt að komast inn nema á flóði. Héðan var ekki hægt að gera út dagróðrabáta eins og á Akranesi, það var ekki hægt. Heimamenn stofnuðu þessar út- gerðir og voru fyrst og fremst að búa til vinnu fyrir fólk. Hér hafði fólk ekkert að gera nema bara rétt yfir sláturtíðina og yfir sumartím- ann var þjónusta við landbúnaðar- héröðin. Þetta var því fyrst og fremst liður í því að efla Borgarnes sem bæjarfé- lag. Hér voru stórar og barnmargar fjölskyldur, tíu tólf börn. Ég gæti nefnt dæmi um mann sem kom upp ellefu börnum, var með þrjár fjór- ar kýr fyrir heimilið, nokkrar roll- ur og hænsni. Hann vann fullan dag í sláturhúsinu og kjötvinnslu þess á milli, og hann byggði lítinn bæ upp fyrir sig og fjölskylduna og ræktaði tún fyrir ofan. Þetta hefði aldrei lif- að af, allur þessi barnaskari, ef hann hefði ekki haft þessa vinnu í kring- um útgerð og fleira. Hann sagði það sjálfur, hann hefði aldrei lifað af með sína hópa ef þessi útgerð hefði ekki komið til. Þetta sögðu fleiri.“ Félag um Grímshús Grímshúsfélag var stofnað árið 2011. Ári áður hafði Snorri Þor- steinsson, fyrrum fræðslustjóri, skrifað grein í Skessuhorn og varp- að þeirri hugmynd fram að Gríms- hús yrði endurgert. Sveinn var einn af forvígismönnum félagsins, ásamt Sigvalda Arasyni. Félagið lét byggja líkön af öllum skipum Borgnesinga sem það gaf til sveitarfélagsins. „Við vildum byggja þetta á meðan einhver sem við treystum til að gera þetta almennilega væri á lífi. Eiga þetta til þegar við værum búnir að koma Grímshúsinu í lag.“ Þá gaf félagið út bók um út- gerðina og var Ari Sigvaldason höf- undur hennar. Víst þeir sóttu sjó- inn, er titill hennar, en þá skemmti- legu tvíræðni sem í honum felst má rekja til Hólmfríðar, dóttur Sveins, sem stakk upp á titlinum þegar til hennar var leitað. Stærsta verkefni félagsins var þó að endurgera sjálft Grímshús. Mikið verk „Við ákváðum það að endurbyggja Grímshús. Við fengum þetta hús afhent, Grímshúsfélagið. Þetta var orðinn 100-200 manna hóp- ur, því það voru margir mjög hrifn- ir af þessari hugmynd. Þetta hús var búið að brenna tvisvar og var í niðurníðslu. Var bara beðið eftir því hvenær því yrði ýtt niður af bakk- anum og í sjóinn. Við vorum ósátt- ir við það og vildum varðveita það og gera eitthvað í þessu húsi sem myndi minna á þessa útgerðarsögu. Hún verður ekki endurtekin hérna langt inni í landi þar sem eru engar aðstæður til að vera með útgerð. Við tókum að okkur að varðveita þetta hús. Einangruðum, smíðuð- um nýja glugga eins og glugga- skipanin var í upphafi, nýtt þak og klæddum að utan,“ segir Sveinn. Húsið var mun verr farið en reiknað var með og er þá nokkuð sagt, því allir gerðu sér grein fyrir að mikið verk væri við að endur- gera það. Það var ekki í notkun nema sem veiðarfærageymsla og gegndi því hlutverki, að geyma út- gerðarvörur og veiðarfæri, lengi. Saltfiskur hafði verið verkaður þar, þó ekki nema lítilræði, og áður höfðu útgerðirnar skrifstofur, sem og hreppurinn, eins og áður var nefnt. Þakið var ónýtt eftir eldsvoðana tvo og var það endurbyggt úr nýju efni. Skipta þurfti um alla glugga, gera við múrskemmdir, klæða að utan og ýmislegt fleira. Hlutverkið uppfyllt Grímshúsfélagið hefur kostað miklu til í uppbyggingu hússins og notið við það stuðnings ótal margra. Sveinn er orðinn langeyg- ur eftir því að húsið fái það hlutverk sem því var fundið. Ákveðið var, árið 2018, að ginframleiðandinn fengi aðstöðu þar og um leið væri hægt að kynna héraðið í því. „Svo dróst þetta og dróst og lítið hefur gerst. Ég er dauðhræddur við að það verði ekkert úr þessu og húsið verði ekki notað neitt. Við settum fleiri tugi milljóna í að endurgera þetta. Þetta var gjör- samlega ónýtt og hefði bara átt að hugsa um not hefði verið lang skynsamlegast að rífa það. En við vildum varðveita þessa sögu,“ seg- ir Sveinn. Hann er ekki í nokkrum vafa um að saga útgerðarinnar eigi að leika aðalhlutverk í húsinu, enda sé hún merkilegt dæmi um samtakamátt samfélagsins þegar fólk tók hönd- um saman um að skapa störf og bæta bæinn sinn. „Útgerðarsagan átti að vera hornsteinninn í þeirri kynningu sem yrði í húsinu, vera helsta skrautfjöðrin. Þetta átti ekki að vera dautt safn með skipslíkönum og veiðarfærum og einhverju þess háttar, heldur lifandi saga,“ seg- ir Sveinn, um leið og hann hvetur fólk til dáða um að klára að koma Grímshúsi í þá notkun sem að var stefnt. kóp Útgerðarbærinn Borgarnes Sveinn Hálfdánarson vill sýna útgerðarsögu bæjarins Sveinn Hálfdánarson var einn af forvígismönnum Grímshúsfélagsins og vill sjá sögu útgerðar Borgarness gerð góð skil í húsinu sem fyrst. Grímshús var reist árið 1942 af útgerðarfélaginu Grímur hf. Um hríð voru þar hreppsskrifstofur Borgarneshrepps. Þannig leit Grímshúsið út áður en Grímshússfélagið tók við boltanum og hóf endurbyggingu þess.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.