Skessuhorn


Skessuhorn - 15.12.2021, Side 92

Skessuhorn - 15.12.2021, Side 92
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 202192 Um miðja næstsíðustu öld var á Akureyri járnsmiður að nafni Jón Jónsson og var bróðursonur Níels- ar skálda. Giftur Þórunni Kristjáns- dóttur frænku Jónasar Hallgríms- sonar. Hinn 7. apríl 1859 fæðist þeim hjónum annað barn þeirra og fær í skírninni nafnið Kristján Ní- els. Þar með er kynntur til sögu sá maður sem flestir Íslendingar þekkja undir nafninu Káinn og gerð verður lítils háttar tilraun til að fjalla um í þessum þætti. Jón járnsmiður var sjálfstætt starfandi og þar af leiðandi nokkuð sjálfráð- ur um vinnutilhögun sína og talinn hafa sinnt vináttu sinni við Bakkus konung af nokkurri einurð á stund- um. Annar járnsmiður og nágranni þeirra feðga hét Steinn Kristjáns- son. Sá átti meðal annars stóran járnpott sem hann notaði til lifrar- bræðslu og eitt sinn er nokkrir ungir og uppvaxandi athafnamenn (og gætu jafnvel þeir frægu bræð- ur Nonni og Manni hafa verið þar á meðal) léku sér að því að henda steinum í pottinn varð einum þeirra á að brjóta af honum eyrað. Baldvin Baldvinsson sem síðar varð ritstjóri og fylkisritari í Manitoba var yngstur drengjanna en ráða- bestur og hrópar upp; „Berið þið skít í sárið“. Löngu seinna skrif- aði Káinn honum bréf á gamlárs- kvöld og endaði á þessum orðum: Blaðið þrýtur Baldi minn, burtu flýtur árið, ef þú brýtur boðorðin, -berðu skít í sárið. 1873 andast Þórunn Kristjáns- dóttir og heimilið leysist upp. Ká- inn fer til Davíðs Kristjánssonar móðurbróður síns á Jódísarstöðum, þess sem orti um sjálfan sig: Mín er lundin þykkjuþver þungum bundin trega. Bakkus stundum bætir mér bölið undarlega. Þó Davíð Kristjánsson væri ólærður í hinum æðri skólum var hann dýralæknir sveitarinnar og þótti heppinn að lækna kýr af ýms- um kvillum og hvað sem Káinn kann að hafa lært af frænda sínum var hann mjög natinn við skepn- ur og sérstaklega kýr. Þótti enda mjólkin góð og orti síðar: Gaman er að gleðja fólk á gömlu tungu Braga. Hún hefur verið móðurmjólk mín um lífsins daga. Tvö ár var Káinn til heimilis hjá frænda sínum en síðan vinnumaður í Helgárseli til 1878 að hann ákveð- ur að flytja búferlum til Ameríku og stígur þar á land hinn 1. ágúst og lá leið hans fljótlega til Winnipeg eins og flestra Vestur-Íslendinga: Mér var í æsku markað skeið mörgum öðrum varið. Út í heiminn aðra leið ekki gat ég farið. Winnipegborg var á þeim tíma mjög á æskuskeiði og varla nema nafnið en þar var þó að minnsta kosti fátækrahverfi nefnt Shantytown. Einhverjir Íslendingar bjuggu þar við svipað basl og þeir höfðu yfirgefið í gamla landinu og um lifnaðarhætti Shanty búa kvað Káinn blessaður: Á strætunum lærði hann að stela, stelpur að fífla og véla, svo drakk hann og „pleiaði pool“. Aldrei gat orðið að manni, alla tíð bölvaður glanni og „ignorant“ andskotans „fool“! Þó ástandið væri ekki burðugt í Winnipeg á þessum árum fór þó fljót- lega að rætast úr og á þessum upp- gangsárum Winnipegborgar voru nokkrir Íslendingar með smábúskap og óku um og buðu mjólk til sölu. Um þá orti Káinn „Minni mjólk- urmanna“ og þar í eru þessi erindi: Hlutur enginn hér á jörðu heiðri þeirra sé til rýrðar. Allar kýr í öllum heimi öskri þeim til lofs og dýrðar. Meðan sól af austurunnum árla morguns rís í heiði blessist þeirra kýr og kálfar, kúaólán hjá þeim sneiði. Vorri kæru fósturfoldu þeir fagran minnisvarða reisi Bresti þá aldrei neitt af neinu nema skort á mjólkurleysi. Landar í Vesturheimi gátu á þess- um árum fundið sér ótrúlegustu hluti til að rífast um og skipti litlu hvort það voru trúmál eða tungumál. Með- al annars lagði vor elskaði Káinn þetta til (tungu)mála: Hér um finnst mér heimskulegt að deila, hrófatildur slíkt er byggt á sandi; íslensk sál í amerískum heila er eins og tindaskata á þurru landi. Gleymd er okkar gamla sögu- eyja, grafin, staursett, lá mér við að segja. Enskan hefur alltaf nóg að segja, íslenskan má halda kjafti og þegja. Snillingur var hann þó sjálfur í að blanda saman tungumálum meðvitað og viljandi og kvað um pókerspil sitt á Shantyárunum: Hér hef ég ása fengið fæv og fyrsta hross, ó Díses. Bæ the Moses bet you læf ég bít þig ol to píses. Nú verður að fara nokkuð fljótt yfir sögu næstu ár þar sem aðalstörf eru verkamanna- og byggingarvinna og uppskerustörf sem þóttu erf- ið skorpuvinna. En eftir erfiðið þarf líka að slaka á. Góðvinur Káins lenti í viðskiptalegum deilum við konu af blönduðum uppruna eða „Half breed“ sem í munni Íslendinga varð að brítu en fékk þessa ráðleggingu: Aldrei að jagast við erlendar þjóðir á Íslandi var okkur kennt. Vertu ekki að ragast við „brítuna“ bróðir, borgaðu fimmtíu cent. Haustið 1894 var svo barið að dyr- um hjá ekkjunni Önnu Geir og úti stóð heldur fátæklegur meðalhár maður, þrekinn um herðar og spyr; „Vantar þig ekki vinnumann?“ Og hún svarar; „Jú það kann að vera.“ Þar með tókust þau kynni sem héldu meðan bæði lifðu. Hjá tveimur Önn- um hafði Káinn verið fyrirvinna áður en líkað misvel og orti um þær: Þungar má ég þrautir kanna á þessum vetri. Nú er komin önnur Anna -ekki betri. Anna Daða er dapurleg og druslum vafin. Enginn maður eins og ég er Önnum kafinn. Káinn var mikil barnagæla og barnavinur og um sonardóttur Önnu Geirs, hana Christine sem hann kall- aði Stínu, er þessi vísa: Síðan fyrst ég sá þig hér sólskin þarf ég minna, gegnum lífið lýsir mér ljósið augna þinna. Káinn var orðlagt snyrtimenni til allra verka og mun það hafa ráð- ið nokkru um að hann var beðinn að taka að sér starf grafara við Eyford- kirkju. Bregða ljóma á lífsins strönd ljóssins gjafir bestar. Sömu blómum sama hönd sáir á grafir flestar. Gárungar spurðu hann eitt sinn hver græfi grafarann en Káinn leiddist heldur vaðall þeirra og kem- ur hér síðasta erindi úr svarinu: Ljóðasvanir syngja, silfurklukkur hringja -allir signa sig- Þegar því er lokið „Þá er best þið mokið mold og skít á mig.“ Sagt var að Káinn væri fálát- ur ódrukkinn og heldur leiðinlegur ölvaður en manna skemmtilegastur svona rétt „kjafthýr“. Einn vinur hans og drykkjufélagi sem þótti Ká- inn orðinn leiðinlegur og vildi fara að sofa fékk þessa: Huggastu vinur ef sárin þín svíða senn kemur lækningin, vert ekki að kvíða, drenglyndu bræðurnir; Dauðinn með ljáinn og Dakótaskáldið með rekuna, Káinn. Einhverri af mörgum jarðarförum þar sem hann sinnti skyldustörfum lýsti hann með þessum orðum: Syngjarinn var að syngja sönghljóðin hafði röng. Hringjarinn var að hringja harmþungri Líkaböng. Mokarinn var að moka mold yfir dauðan ná, pokarinn var að poka peninga ekkjunni frá. Eins og áður er getið gátu Vest- ur Íslendingar fundið sér trúmál að rífast um ef ekki vildi betur og héldu kirkjuþing sem ýmsir töldu; „Eitt- hvert hið besta og afkastamesta“ og „lá mikið eftir það“. Einhverja líkam- lega fæðu þurftu þó klerkar og leik- menn að hafa meðan á þinginu stóð sem auðvitað skilaði sér eðlilega leið enda kvað Káinn: Í lágri bygging búska hjá bak við skólahúsið að minni hyggju mætti sjá mikið liggja eftir þá. Ekki þori ég að fullyrða hvort þarna er átt við lútherskt kirkjuþing sem haldið var að Mountain árið 1913 en þar var Káinn og einnig fulltrúar frá Minnesóta- ríki en þá var töluvert barist fyr- ir því að koma þar á héraðsbanni á áfengi. Slíkt var ekki efst á vinsælda- lista skáldsins sem kvað um þá góðu fulltrúa: Mammon blóta; Bakkus hóta bana skjótum þar; frá Minneota í Minnesóta margur ljótur var. Um kirkjusókn landa sinna yrk- ir Káinn og ætli trúræknin hafi ekki verið álíka mikil hvaða kirkjudeild menn töldu sig tilheyra: Klerkarnir sínar kirkjur vígðu. Konurnar margar syndir drýgðu. Dansholur allar opnar stóðu inn í þær landar þétt sér tróðu. Á sunnudögum þeir sváfu og hrutu, um sáluhjálp ekkert heilann brutu og andskotinn gat nú orkað þessu að enginn maður kom til messu. Þeir voru góðvinir Káinn og Þor- björn Björnsson sem kallaði sig Þorskabít. Þorskabítur gaf út ljóða- bók 1914. Hún seldist illa en Þorska- bítur þá heilsuveill og blásnauður. Eftir lát hans urðu þó margir til að syrgja hann í orði og fjölyrtu um hve snjallt skáld hann hefði verið. Káinn reiddist þessum tvískinnungi: Fúskara þá ég fyrirlít sem fylla sína eigin hít en þykjast nú syrgja Þorskabít. -Þeir mega allir éta skít. Fyrir utan textann „Úr fimmtíu senta glasinu“ hafa vísurnar um sól- skinið í Dakóta trúlega orðið hvað þekktastar af kveðskap Káins nú í seinni tíð og kannski rétt að kíkja að- eins í þær minna þekktari úr þeim bálki: Þegar vetur víkur frá og veðrið fer að hlýna þá er fögur sjón að sjá sólina okkar skína. Þegar engið er í ljá og allt er grasið slegið þá er fögur sjón að sjá sólina skína á heyið. Þegar maður mjólkar á mörgum lyftast brýrnar, þá er fögur sjón að sjá sólina skína á kýrnar. Sig að skreyta sumum hjá sýnist æðsta hvötin, þá er fögur sjón að sjá sólina skína á fötin. Þegar ég er fallinn frá og fúna í jörðu beinin verður fögur sjón að sjá sólina skína á steininn. Við þessa samantekt hefur helst verið stuðst við ævisögu Káins eftir Jón Hjaltason „Fæddur til að fækka tárum“ auk útgáfu Richard Beck frá 1945 á ljóðum skáldsins. En bestu þakkir fyrir lesturinn og gleðilegar hátíðir lesendur mínir. Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Huggastu vinur ef sárin þín svíða - senn kemur lækningin, vert ekki að kvíða Káinn uppáklæddur árið 1921. Ljósmyndina tók Sunna Furstenau og birtist hún í bókinni Káinn – fæddur til að fækka tárum. Vísnahorn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.