Skessuhorn


Skessuhorn - 15.12.2021, Síða 96

Skessuhorn - 15.12.2021, Síða 96
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 202196 „Vertu velkomin hingað upp í fjöll,“ segir Sigrún Ólafsdóttir brosandi þegar hún tekur á móti blaðamanni Skessuhorns á heimili sínu í Hall- kelsstaðahlíð í Hnappadal. Mót- tökurnar eru hlýlegar og Sigrún býður til sætis í stofunni. Veðrið er stillt og snjóföl yfir öllu, sem ger- ir útsýnið úr stofunni alveg einstak- lega fallegt. Sigrún er fædd og uppalin í Hall- kelsstaðahlíð hjá móður sinni, ömmu og móðursystkinum. „Ég átti því alveg fullt af mömmum og pöbbum,“ segir Sigrún og bros- ir. „Faðir minn drukknaði í Odda- staðavatni þegar ég var rúmlega árs gömul,“ bætir hún við. Eins og svo margir af landsbyggðinni þekkja þurfti Sigrún að flytja að heiman 16 ára gömul til að fara í framhalds- skóla og flutti þá til Reykjavíkur. „Ég ætlaði alltaf að læra söðlasmíði en það var mjög erfitt að komast á samning. Ég lét það ekki stoppa mig og fór í Iðnskólann og kláraði bóklega námið. Að því loknu sá ég að ég hefði svigrúm til að taka fleiri áfanga og valdi grunndeild í tré- smíði,“ segir Sigrún og bætir því við að bæði Skúli maðurinn henn- ar og Mummi sonur hennar eru húsasmiðir. „Svo er ég semí smið- ur,“ segir hún og hlær. Byggðu hús í Hallkelsstaðahlíð Sigrún hélt fast í drauminn um að verða söðlasmiður og eftir mikla leit fann hún mann sem vildi taka hana á samning. „Helgi Finnlaugs- son söðlasmiður á Selfossi ætlaði að taka við mér og við vorum búin að ganga frá öllu þegar hann veikt- ist af krabbameini. Því miður gekk það mjög hratt og illa hjá honum og varð því ekkert úr þessum samn- ingi,“ segir Sigrún sem á þessum tímapunkti snéri sér því að tamn- ingum og þjálfun hrossa og flutti í Borgarnes með Skúla þar sem þau bjuggu í tólf ár og Sigrún vann í Sparisjóði Mýrasýslu og á Hótel Borgarnesi. Árið 1992 fluttu þau svo í Hallkelsstaðahlíð. „Fyrst kom- um við bara til að prófa að búa hér en haustið 1993 vorum við ákveðin í að hér ætluðum við að vera og byggðum okkur hús og keyptum helminginn af jörðunum af bræðr- um mömmu sem höfðu búið hér í félagsbúi. Nokkrum árum seinna keyptum við þetta svo allt,“ seg- ir hún. Móðursystkinin bjuggu þó áfram í Hallkelsstaðahlíð og Sig- rún og Skúli nutu aðstoðar þeirra eins lengi og líf og heilsa entist en það eru aðeins tvö ár síðan yngsti bróðirinn flutti í Brákarhlíð í Borg- arnesi. „Þar býr hann núna með systur sinni en hinir bræðurnir eru látnir. Það var mikil gæfa að hafa þeirra aðstoð og við fundum það vel þegar þau voru farin. Þó þau hafi ekki verið fullvinnandi undir það síðasta þá var samt mikil hjálp í þeim. Þau gengu milli glugga og fylgdust vel með öllu, töldu folalds- merar og fyldust með því hvort kindur væru fastar í skurðum og svona. Það munaði alveg um það,“ segir Sigrún og brosir við endur- minningarnar. „Urð, Álma, Lúða, Löt“ „Þegar ég ólst upp var hér blandað bú með bæði sauðfé og kýr en hér var seld mjólk til ársins 2000. Ég var snemma orðin mjög áhugasöm um bæði kindur og hesta. Já, og bara fyrir öllu því sem snýr að sveitinni,“ segir Sigrún og bætir við að áhugann hafi hún frá móð- urbræðrum sínum. Þeir voru mjög áhugasamir um sauðfjárrækt og lögðu mikið upp úr því að skrá nið- ur allar upplýsingar í bækur sem til eru enn í dag. „Stofninn okkar byggir því á ansi gömlum grunni og til eru margar gamlar upplýs- ingar og heimildir um ræktun- ina hér. Gömlu rollubækurnar eru enn teknar upp og þeim flett reglu- lega. Það er líka gaman að segja frá því að löngu áður en ég var læs fór ég með rollubækurnar til Ragnars móðurbróður míns og bað hann að lesa upp úr þeim. Þannig lærði ég einmitt ákveðna setningu sem ég þuldi gjarnan upp sem krakki og hljóðar hún svona: „Urð, Álma, Lúða, Löt.“ Þetta er bara lína nið- ur blaðsíðuna með upptalningu á ákveðnum rollum og Ragnar hef- ur lesið þessa síðu svona oft fyrir mig að ég lærði hana utanbókar,“ segir Sigrún og hlær. „Þeir bræð- ur voru líka áhugasamir hestamenn og voru aðeins að rækta hross í litl- um mæli, mest til heimabrúks. Það var samt alveg metnaður í ræktun- inni hjá þeim.“ Þá rifjar Sigrún upp hvern- ig sunnudagar voru alltaf heilagir dagar í Hallkelsstaðahlíð á sumrin þegar hún var ung og tilheyrðu þeir dagar alltaf hestunum. „Það skiptir engu hver staðan var á heyskap eða öðrum bústörfum, hestarnir voru alltaf sóttir á laugardegi og látnir skíta úr sér svo hægt væri að fara í reiðtúr á sunnudegi. Þetta var alveg heilagt,“ segir hún. „Ég man samt ekki eftir því að þetta hafi neitt komið niður á heyskapnum,“ bæt- ir hún við. Nesoddaferðirnar Sigrún rifjar upp stemninguna sem var í kringum hestamennskuna á þessum árum og allt fram á miðj- an tíunda áratuginn. „Það var alltaf mikil stemning í kringum hestana og eitt af því sem stendur upp úr þegar horft er til baka eru ferðirn- ar á Nesodda. Hingað kom alltaf hópur af fólki úr sveitinni og gisti áður en lagt var af stað í Dalina. Við fórum fossaleiðina yfir á Dunk þar sem við gistum og svo var farið á Nesodda daginn eftir. Þetta voru ógleymanlegar ferðir sem voru farnar í áratugi. Ég náði því miður bara hluta af þeim en maður heyrir fólk enn tala um þær með stjörnur í augunum,“ segir Sigrún. „Þegar þessar ferðir hættu urðu ákveðin tímamót sem fólk notar enn til að miða við, svona fyrir og eftir Nesodda. En mikið voru menn oft þreyttir í blóðinu á sunnudeginum þegar riðið var af stað heim,“ segir Sigrún og heldur áfram: „Við fór- um þá oftast veginn heim og stopp- uðum á Emmubergi þar sem alltaf voru mjög svo höfðinglegar mót- tökur.“ Ekki kynslóðabil í hestamennsku Eftir að Nesoddaferðirnar lögðust af bjuggu Sigrún og Skúli til nýjar hefðir í kringum hestaferðir. Þau byrjuðu á að fara í ferðir á hverju sumri í nágrenni við Hallkelsstaða- hlíð og bjóða þá starfsfólkinu sínu með. „Þessar ferðir hafa svo vax- ið og fyrrverandi starfsfólk haldið áfram að koma til að fara með í ferðirnar. Fólk hefur svo verið að fjölga sér í gegnum árin, eins og „Toppurinn er alltaf að fara í skemmtilegar hestaferðir í góðra vina hópi á góðum hesti“ Segir Sigrún Ólafsdóttir bóndi í Hallkelsstaðahlíð Sigrún Ólafsdóttir bóndi í Hallkelsstaðahlíð. Ljósm. arg Hópmynd úr hestaferð í Hallkelsstaðahlíð. Bræðurnir Ragnar og Sveinbjörn úr Hallkelsstaðahlíð að járna. Úr reiðhöllinni í Hallkelsstaðahlíð.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.