Skessuhorn


Skessuhorn - 15.12.2021, Side 98

Skessuhorn - 15.12.2021, Side 98
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 202198 eftir stóðhestum og hryssum. „En góður geldingur sem búið er að leggja mikla alúð í er alveg einstak- ur og þeir eru núna að verða vin- sælli.“ Aðspurð segir Sigrún að alltaf sé mjög erfitt að kveðja hesta sem búið er að leggja mikla vinnu í og tengjast vel. „En það er alltaf jafn frábært að sjá fólk fá draumahest- inn í hendurnar. Það eru forréttindi að fá að sjá fólk upplifa það.“ En hefur hún séð eftir hesti? „Al- gjörlega! En við erum svo hepp- in með kaupendur að þeir eru oft í sambandi við okkur og koma jafn- vel hingað í heimsókn. Við höfum því oft fengið myndir og fengið að fylgjast með. Sumir koma hingað til að sjá uppeldisbæ hestsins eða bara til að hitta okkur. Þetta á sér- staklega við um þá eigendur þeirra hesta sem maður sér einmitt helst eftir. Um leið og það getur ver- ið erfitt að kveðja erum við líka lánsöm að fá að kynnast öllu þessu dásamlega fólki og ég fæ alltaf jafn heitt í hjartað þegar ég fæ sendar myndir af hesti í góðum aðstæðum með ánægðan eiganda.“ Mikilvægt að velja hest sem hentar Fólk í leit að hesti á það til að vera með óraunhæfar væntingar og leita að hesti sem hentar ekki. „Margir eru að leita að hestum sem eru númerum of stórir. Þá er gott fyr- ir okkur að hafa fleiri hesta fyrir fólk að prófa svo það geti áttað sig á muninum. Flestir finna strax hvað hentar,“ segir Sigrún og rifjar svo upp sögu af því þegar danskur mað- ur kom til þeirra að kaupa mikið taminn gelding. „Hann hafði áður fengið hjá okkur hest og hring di í mig til að boða komu sína. Hann sagði áður en hann kom að hann vildi alls ekki hryssu eða ótaminn hest. Hann vildi bara mikið tam- inn gelding og annað kom ekki til greina. Þegar hann svo kom til okkar fórum við fyrst upp í fjall að kíkja í stóðið, eins og við gerum oft. Heima biðu svo tveir geldingar fyr- ir hann að prófa og velja á milli. Þegar hann var að skoða gelding- ana hafði hann bara engan áhuga á þeim og vildi fara aftur í stóð- ið. Hann hafði þá rekið augun í þriggja vetra alveg ótamda hryssu sem hann varð svo heillaður af og áhuginn á geldingunum hvarf al- veg,“ segir Sigrún og hlær. Hryssan sem var seld til Danmerkur Eftir að hafa kíkt aftur í stóð- ið fóru þau heim og settust nið- ur með kaffibolla til að ræða mál- in. „Maðurinn hafði engan áhuga á að prófa geldingana og spurði bara um merina, sem var smá ves- en því ég átti þessa meri ekki ein. Ég ákvað að láta hinn eigandann vita, sem átti meira í merinni, og hann sagði mér að þetta væri ekk- ert vesen. Ég ætti bara að verð- leggja merina svo hátt að maður- inn myndi aldrei kaupa hana. Við ræddum um tölu sem okkur þótti alveg örugg og ég fór aftur inn í eldhús. Þegar ég svo nefndi töluna rétti þessi maður út höndina um leið og samþykkti,“ segir Sigrún og hlær. Merin flutti því til Danmerk- ur. Um tuttugu árum seinna var Sigrún á ferðinni til Danmerkur að dæma á hestamannamóti og ákvað að kíkja í heimsókn á manninn sem keypti merina. „Hún var þá kom- in langt yfir tvítugt og var enn mik- ið eftirlæti þessa manns og hann var alltaf jafn kátur með hana. Það varð bara einhver tenging þeirra á milli þarna uppi í fjalli sem varð til þess að hann tók þessa U-beygju og sá aldrei eftir því,“ segir Sigrún og brosir. Smalahundanámskeið Síðastliðinn vetur var haldið smalahundanámskeið í reiðhöllinni í Hallkelsstaðahlíð sem hitti í mark hjá hundaeigendum, sem margir keyrðu langar vegalengdir til að koma. „Það var gaman að brjóta þetta aðeins upp og vera með nám- skeið fyrir hunda í stað hesta og vonandi getum við gert þetta aft- ur mjög fljótlega,“ segir Sigrún. En eru þau sjálf hundaþjálfarar? „Nei, það erum við ekki. Gísli í Mýrdal og Svanur í Dalsmynni voru með kennsluna en við sköffuðum að- stöðu, kindur og kaffi,“ svarar Sig- rún. En hvað er það sem Sigrún gerir í sínum frítíma? „Ég hef gam- an að handavinnu en ég geri lítið af því. Ég elska að fara á hestbak og kýs eiginlega að gera það á meðan skrokkurinn leyfir. Ég sinni handa- vinnunni svo vonandi seinna,“ svarar hún og hlær. „Ég er samt svo heppin að hafa getað stokk- ið til hliðar og prófað aðra hluti þegar mig hefur langað. Árið eftir að við fluttum hingað var ég kosin í hreppsnefnd og var oddviti sveitar- stjórnar í átta ár. Í framhaldinu fór ég í pólitík og var varaþingmaður í fjögur ár, frá 1995. En var ekki svo heppin að fá að taka sæti á þingi því á þessum tíma voru þingmenn lítið á flakki og ég var ekki nógu dug- leg að trana mér fram,“ segir hún. Sigrún hefur einnig starfað í félags- málum hestamanna og var í stjórn Hestaíþróttasambands Íslands, sem svo sameinaðist Landssambandi hestamanna. Þá var hún á tímabili formaður í Félagi tamningamanna og formaður hestamannafélagsins Snæfellings. Jólin Áður en við kveðjum Sigrúnu spjöllum við aðeins um jólin. „Það er nú mikið líf og fjör í fjárhúsunum í jólamánuðinum. Þá er jú fengi- tími og miklar seremóníur í kring- um það allt saman, sem er rosalega skemmtilegt,“ segir hún en í Hall- kelsstaðahlíð eru 600 kindur. „Ég hef alltaf verið mikið jólabarn og þakka ömmu minni fyrir það. Hún kenndi mér ákveðna siði og venjur sem ég hef haldið í og þykir vænt um. Ég hef haft það fyrir reglu að taka til og þrífa fyrir jólin og vin- konur mínar margar froðufella hálfpartinn yfir því og minna mig á að það sé frekar Jesúbarnið en heil- brigðiseftirlitið sem sé að koma! Að sama skapi spyr ég hvenær eigi þá að gera þetta, ekki geri ég það á vorin í sauðburði, hestastússi og því öllu. Nú eða á haustin þegar það eru réttir og allt sem því fylgir. Svo er ég líka alin upp í svolítið sérstöku samfélagi, með mömmu minni, ömmu og móðursystkinum. Hjá þeim var alltaf ákveðin verkaskipt- ing sem tók gildi í lok nóvember og byrjað var á tiltekt og að gera allt fínt, enda var alltaf allt í toppstandi á jólunum, allt hreint og skreytt og eitthvað gott til með kaffinu og góður matur. Þetta situr í mér á já- kvæðan hátt og ég hef því bara vilj- að halda í þessar venjur og þykir mjög vænt um þær,“ segir Sigrún að endingu. arg/ Ljósm. aðsendar Horft yfir Hlíðarvatn og heim að Hallkelsstaðahlíð. Ljósm. mm. Sigrún og Auðséð saman á Löngufjörum en það er fátt betra en að fara ríðandi þar um segir Sigrún. Sigrún á Jörp og Jörp með folald. Sigrún og Mummi á Löngufjörum. Sigrún í réttunum. Sigrún og Karún úti í haga.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.