Skessuhorn


Skessuhorn - 15.12.2021, Side 99

Skessuhorn - 15.12.2021, Side 99
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2021 99 Dagur í lífi... Nafn: Stúfur Grýlu- og Leppalúðason Fjölskylduhagir/búseta: Ein- stæður hellisbúi, bý með móð- ur minni Grýlu og föður mínum Leppalúða. Á tólf hrekkjótta bræð- ur og einn snarvitlausan jólakött. Starfsheiti/fyrirtæki: Sjálfstætt starfandi jólasveinn. Áhugamál: Syngja jólalög og gefa krökkum í skóinn, svo finnst mér rosalega gaman að stríða jólak- ettinum. Dagurinn: 13. desember 2021 Klukkan hvað vaknaðirðu og hvað var það fyrsta sem þú gerðir? Ég sef lítið þessa dag- ana, minnir að ég hafi vaknað síð- ast klukkan 14:30, þann 11. des- ember síðastliðinn. Mitt fyrsta morgunverk var að veiða mús úr hárinu á Grýlu, hugleiða og sækja fötin mín og húfuna í hreinsun til Þrifkrafts Skessusonar, nágranna okkar. Hvað borðaðirðu í morgun- mat? Ég fæ mér alltaf hafragraut í morgunmat sem útbúinn er úr sérstökum tröllahöfrum. Hvenær fórstu til vinnu og hvernig? Hreindýrasleðinn klikk- ar ekki, lagði af stað rétt eftir miðnætti í gærkvöldi. Fyrstu verk í vinnunni? Fara yfir skógjafirnar og sjá til þess að allt sé klárt í pokann. Hvað varstu að gera klukkan 10? Klukkan 10 er fyrsti kaffitími dagsins, þá fæ ég mér rótsterk- an expressó og borða piparkök- ur með. Hvað gerðirðu í hádeginu? Ég er vanur því að borða hádegis- mat á vinnustaðnum með bræðr- um mínum. Það er allur gangur á því hvað við borðum en við reyn- um að halda okkur við það sem úti frýs. Í dag voru það snjóbolta- bollur og við drukkum fíflamjólk með. Til þess að búa til notalega stemningu kveiktum við bræðurn- ir á nokkrum grýlukertum. Hvað varstu að gera klukkan 14? Undirbúa sleðann fyrir bróð- ir minn Þvörusleiki, við græj- um alltaf sleðann svo hægt sé að bruna af stað upp úr miðnætti. Ég fór síðan heim, enda tek ég venju- lega styttingu vinnuvikunnar út á mánudögum. Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Ég var búinn að gefa í síðasta skóinn um klukkan sex og þá fór ég aft- ur á sleðann og brunaði upp í fjall þar sem hellirinn okkar er stað- settur. Hvað gerðirðu eftir vinnu? Ég æfði mig aðeins í steppdansi og hjálpaði pabba að hengja upp síðu nærbrækurnar sínar út á snúr- ur. Pabbi á því miður bara ein- ar nærbuxur, svo það er oft ansi skrautlegur dagur þegar þær eru í þvotti. Hvað var í kvöldmat og hver eldaði? Það var tánaglasúpa í kvöldmat, mamma eldaði. Við borðum saman við matarborðið en við þurftum að senda matinn upp til pabba, það er þetta með nærbuxurnar og þvottadaginn. Hvernig var kvöldið? Kvöldið var eðalfínt, við bræðurnir horfð- um á uppáhalds jólamyndina okk- ar, Love Actually. Við bræðurn- ir erum mikið fyrir rómantískar gamanmyndir en stundum skæl- um svo mikið að það myndast rakaskemmdir í hellinum. Það er ekki á ástandið bætandi, enda höf- um við verið að glíma við myglu- vesen. En samkvæmt Grýlu er ekkert að óttast, þetta séu að- eins væg loftgæða vandamál. Varla verra en prumpið úr honum pabba okkar. Hvenær fórstu að sofa? Ég hef líklega sofnað klukkan hálfsjö um morguninn. Hvað var það síðasta sem þú gerðir áður en þú fórst að hátta? Ég kom svo seint heim að ég þurfti að læðast inn í rúmið til að vekja ekki bræður mína. Þeir Stekkjarstaur og Giljagaur eru svo lúnir ennþá eftir sínar reisur og mamma segir að ég megi alls ekki vekja þá. Ég læddist því inn í hellinn okkar og gaf Jólakettinum smá harðfisk. Ég er að lesa svo spennandi bók um ástir og örlög jólaálfa á Norðurpólnum. Bókin er partur af rauðu jólaseríunni og ég fæ hreint ekki nóg af þeim. Hvað stendur upp úr eft- ir daginn? Það skemmtilegasta sem ég geri er að gleðja börnin og ég bíð allt árið eftir því að fá að skottast um borg og bæ með gjaf- ir í poka. Eitthvað að lokum? Við bræð- urnir viljum hvetja öll börn til að njóta aðventunnar og reyna að gera eins og eitt góðverk í desem- ber og vera góð hvert við annað. Jólasveins Sendum öllum félagsmönnum og fjölskyldum þeirra hugheilar óskir um gleðilega hátíð og farsæld á komandi ári. Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða. Stjórn SDS S K E S S U H O R N 2 01 4 Starfsmannafélag Dala- og Snæfellsnessýslu Sjóvá Akranesi, sími 440-2360 Sjóvá Borgarnesi, sími 440-2390 Óskum Vestlendingum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða. Kæru nemendur, foreldrar og starfsfólk Grunnskólans í Borgarnesi Sendum ykkur okkar bestu jóla- og nýárskveðjur með þökk fyrir ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða Skólastjórnendur S K E S S U H O R N 2 01 9 Sólbakka 8 • Borgarnesi • ejiehf@simnet.is Eiríkur 894 5151 • Ingólfur 892 8610 Óska starfsmönnum mínum og viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þakka samskiptin á árinu sem er að líða. Eiríkur Ingólfsson SK ES SU H O R N 2 01 4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.