Skessuhorn


Skessuhorn - 15.12.2021, Page 102

Skessuhorn - 15.12.2021, Page 102
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2021102 „Það verður að hafa fyrir hlutun- um og leggja sig fram til að ná til- ætluðum markmiðum sínum í líf- inu og þá er alveg sama hvað þú tekur þér fyrir hendur. Hafa gam- an af þegar gengur vel og takast á við mótbyrinn.“ „Þetta eru orð föð- ur míns sem ég hef haft að leiðar- ljósi á atvinnumannaferli mínum í knattspyrnunni. Hann sagði að þú færir ekki inn á knattspyrnuvöll- inn nema að gefa allt sem þú ættir í leikinn og skildir svo allt þitt eft- ir inni á vellinum að leik loknum. Bara þannig munt þú bæta þig og ná árangri. Þetta gerði hann sjálfur og sömu kröfu gerði hann til mín,“ segir Teitur Þórðarson í viðtali við Skessuhorn. Hér verður rætt við hann um magnaðan knattspyrnu- og þjálf- araferil hans á Íslandi, í Svíþjóð, Frakklandi, Sviss, síðan aftur í Sví- þjóð, þá í Noregi, frá Noregi til Eistlands, síðan til baka til Noregs, þaðan til Íslands, síðan til Kanada og síðan aftur til baka til Noregs, Ferill sem enginn annar Íslending- ur getur státað af fyrr eða síðar. Teitur vann í byrjun ferils síns fjóra Íslandsmeistaratitla með Skagamönnum áður en hann hélt í atvinnumennsku til Svíþjóðar. Varð þrívegis sænskur meistari með Öst- er og markahæstur í liðinu á sínu fyrsta ári hjá þeim árið 1978. Hann var svo þriðji markahæsti leikmað- ur frönsku deildarkeppninnar með Lens tímabilið 1981 til 1982, skor- aði 19 mörk, en til gamans má geta þess að það var Michel Platini sem varð í öðru sætinu með 20 mörk. Þá var Teitur landsliðsþjálfari Eist- lands árin 1995 til 2000 auk þess að þjálfa félagsliðið Flora Tallinn. Undir hans stjórn hækkaði Eist- land verulega á heimslista alþjóða knattspyrnusambandsins þar sem liðið fór úr 145 sæti FIFA listans og upp í 68 sætið þ.e.a.s. upp um 77 sæti. Eftir veru hans í Eistlandi var Teiti veitt Marinland krossinn af forseta Eistlands fyrir störf sín við uppbyggingu knattspyrnunn- ar í Eistlandi. En viðurkenningin er veitt þeim sem skarað hafa fram úr við uppbyggingu landsins á hin- um ýmsu sviðum. Hann náði einnig frábærum árangri sem þjálfari hjá Brann, Lyn og Lilleström í Noregi. Varð síðan fyrsti Íslendingurinn til þess að stýra liði í MLS deildinni í Norður Ameríku sem þjálfari Vancouver Whitecaps. Pabbi setti bolta í kranabómu Teitur hafði fyrir hlutunum til þess að ná markmiðum sínum. Eftir að hafa leikið með Skagamönnum upp yngri flokkana, lék hann með meistaraflokki ÍA á árunum 1969- 1977. Spilaði alls 187 leiki og skor- aði í þeim 95 mörk. „Þegar ég var að alast upp á Skaganum fór ég ekkert leynt með það að ég átti mér draum um að komast erlendis til þess að leika knattspyrnu. En það var nú frekar lítið gert úr því enda draumurinn fjarlægur. Á unglings- árum mínum með náminu vann ég öllum stundum í fyrirtæki pabba hjá Bifreiðastöð ÞÞÞ. Alltaf þegar færi gafst utan skóla og vinnu var náð í boltann og æft á fullu. Á Sóleyjar- götunni, þar sem við bjuggum, var oft einn kranabíll fyrirtækisins fyrir utan og setti pabbi stundum bolta í bómuna svo ég gæti hamast við að hoppa upp og skalla og sparka í boltann. Svo var Merkurtúnið við hliðina og þar var mikið æft. Eft- ir skyldunámið fór ég að læra tré- smíði hjá Guðmundi Magnússyni og lauk því iðnnámi. Eftir tíu tíma vinnu í trésmiðjunni fór ég gjarn- an að vinna í fyrirtækinu hjá pabba á kvöldin og var oft unnið langt fram á kvöld og þá oft eftir að fót- boltaæfingum lauk. Þar sem ég var mjög ákveðinn í að reyna að kom- ast áfram í boltanum og ég vildi allt gera til að sjá hvort mér tækist það að þá setti ég mér ákveðin mark- mið og þá var ekki óalgengt að ég vaknaði klukkan fimm á morgn- ana fjórum sinnum í viku og hljóp á Langasandinum áður en ég fór til vinnu. Þannig að það var mik- ið á sig lagt til að reyna að ná þeim áfanga“ segir Teitur. Knattspyrnuskóli um jól og fram í janúar Teitur fékk smjörþefinn af atvinnu- mennskunni strax 16 ára gam- all þegar hann fór ásamt Andrési Ólafssyni, öðrum Skagamanni, í fótboltaskóla til Duisburg í Þýska- landi. „Við fórum skömmu fyrir jól til Þýskalands til æfinga og var far- ið með Gullfossi frá Reykjavík til Hamborgar og síðan með lest til Duisburg og síðan byrjaði skólinn strax eftir áramótin og var fram í enda janúar, en það var Ríkharð- ur Jónsson sem hafði komið okkur í samband við knattspyrnuskólann. Eftir dvölina í Þýskalandi hélt ég til Englands og fór til æfinga hjá West Ham United. Þeir hjá West Ham voru ánægðir með mig og buðu mér samning sem ég vildi að sjálf- sögðu þiggja. En þá voru reglurn- ar þannig að ég varð að vera búinn að leika ákveðinn fjölda af A lands- leikjum til þess að fá atvinnuleyfi í Englandi, en þar sem svo var ekki, varð ekkert úr samningnum því miður. Það hefði verið gaman að komast að hjá þeim því West Ham var og er mitt lið á Englandi.“ En það átti síðar eftir að koma tækifæri úr óvæntri átt. Læknirinn hafði milli- göngu um fyrstu skrefin „Ég þurfti að fara til háls, nef- og eyrnalæknis í byrjun árs 1976 og læknirinn sem ég fór til var Daníel Guðnason. Hann tengdist Skagan- um á þann hátt að hann var giftur Gerði Guðmundsdóttur frá Akra- nesi. Hann spurði mig hvort ég hefði áhuga á því að komast til Sví- þjóðar til að spila fótbolta og því svaraði ég auðvitað játandi. Hann hafði lært í Svíþjóð og starfaði á sumrin í Jönköping. Skömmu síð- ar hafði Daníel samband við mig og sagði að Jönköping vildi fá mig til reynslu í eina viku. Ég fór til þeirra og þeim leist vel á og buðu mér samning og vinnu við smíðar. Þetta var svona hálfatvinnumennska sem kallað var. Ég fékk smá greiðslu fyr- ir að leika með félaginu og auk þess átta tíma vinnu á dag við smíðar. Fyrir mig var þetta eins og frí eft- ir að hafa unnið tólf til fjórtán tíma á dag á Íslandi með fótboltanum,“ segir Teitur. „En það er gaman að segja frá því að þegar ég kom til Jönköping í janúar 1977 var ég spurður að því af forráðamönnum félagsins hvort það væri ekki eitthvað sem þeir gætu gert fyrir ÍA þar sem engar formlegar greiðslur kæmu til á milli félaganna, en þá var ákveðið að þeir myndu senda 15 góða fótbolta á Skagann sem greiðslu því það var alltaf þörf fyrir það? Þeir héldu það nú og sögðust senda fimmtán bolta til ÍA sem þeir og gerðu. Svona var þetta nú í þá daga, segir Teitur um greiðsluna sem uppeldisfélag hans fékk fyrir atvinnumanninn sem kominn var til Svíþjóðar frá Akra- nesi. Haldið til Öster Teitur byrjaði keppnistímabilið hjá Jönköping mjög vel og skoraði 12 mörk en liðið lék í næst efstu deild. En hann meiddist alvarlega þegar hann sleit liðbönd undir lok keppn- istímabilsins og þurfti að fara í gifs. „En það kom ekkert í veg fyrir það að Öster og Atvidabergs FF sem léku í Allsvenskan vildu fá hann til liðs við sig. Ég fór og skoðaði mig um hjá báðum liðunum en ákvað að fara til Öster sem var á þeim tíma eitt af bestu liðunum í Allsvensk- an sem er efsta deildin í Svíþjóð. Stjórnarformaður og eigandi Öst- er á þessum árum var Stig Svens- son, sem var goðsögn í sænskum fótbolta. Að kynnast starfsaðferð- um hans nýttust mér síðar mjög vel í því að byggja upp ákveðna menningu meðal leikmanna og innan félags. Hann ásamt þáver- andi þjálfara Öster, Laban Arne- son og síðar einnig í Öster Bo Jo- hansson, sem var landsliðsþjálf- ari Íslands um tíma, ásamt tveim- ur frábærum þjálfurum í Frakklandi þ.e.a.s. þeim Arsene Wenger sem var þjálfari minn í Cannes og Ger- ard Houllier sem var þjálfari minn í Lens, höfðu mikil áhrif á mig í sam- bandi við þjálfun og stjórnun liða,“ Teitur byrjaði af krafti hjá Öster og liðið varð sænskur meistari í ann- að sinn í sögu félagsins árið 1978 og Teitur skoraði ellefu mörk og varð fyrsti erlendi leikmaðurinn til þess að verða sænskur meistari í knattspyrnu. Í kjölfarið varð liðið meistari árið eftir og aftur varð Teitur sænskur meistari með liðinu og skoraði aftur ellefu mörk. Þriðji titillinn varð síðan 1981. Á þessum þremur árum skoraði Teitur alls 35 mörk fyrir liðið. Þessi frammi- staða hans vakti athygli annarra liða í Evrópu. Houllier og Wenger höfðu mótandi áhrif Það komu tilboð frá Glasgow Rangers í Skotlandi, Brentford á Englandi og RC Lens frá Frakk- landi. „Ég ákvað að taka tilboðinu frá Lens og átti frábær tvö ár þar og var um tíma undir stjórn Gerard Houllier, sem síðar varð m.a. þjálf- ari hjá franska landsliðinu, Liver- pool og Lyon. Ég skoraði 20 mörk í 38 leikjum. Ég mundi segja að árin mín hjá Öster og Lens hafi verið há- punkturinn á knattspyrnuferli mín- um. En undir lok seinna tímabils- ins hjá Lens fór ég að finna fyr- ir álagsmeiðslum í nára, sem háðu mér töluvert. Það var mikill mun- ur á sænsku og frönsku deildinni og voru æfingar mun meira krefj- andi í Frakklandi og álagið meira. Eftir tvö ár í Lens fór ég til AS Cannes sem lék í frönsku annarri deildinni. Eftir fyrsta árið í Cann- es gekkst ég undir náraaðgerð sem ég náði mér aldrei fullkomlega af. Það var Jean-Marc Guillou sem var framkvæmdastjóri Cannes sem fékk mig til félagsins en þá var Arsene Wenger þjálfari og það var Wen- ger sem hafði mjög mótandi áhrif á mig á þessum tíma sem ég bjó lengi að.“ Wenger varð síðar far- sæll þjálfari hjá Arsenal eins og öll- um er kunnugt. Haustið 1984 gerði Teitur samkomulag við Yverdon- -Sport, sem var í 2 deildinni í Sviss á þeim tíma, um að leika með þeim eitt tímabil og lék hann þar til vorsins 1985. Hann lék með þeim 13 leiki og skoraði sex mörk. „Á þessum tíma veiktist þjálf- ari liðsins og var ég sem elsti leik- maður liðsins beðinn um að taka að mér þjálfunina á liðinu á með- an hann var að ná sér, sem ég gerði og það var upphafið að áhuga mín- um á þjálfun. Rétt eftir að ég fór til Sviss hafði Öster samband við mig um að koma til baka og ákvað ég að taka því að loknu tímabilinu í Sviss. Þannig að í júní 1985 snérum við til baka til Svíþjóðar, en í tilboðinu hjá Öster fólst einnig tilboð um að vera knattspyrnuþjálfari við Lýðháskóla og þótti mér það mjög áhugavert. Að koma aftur til Öster var eins og að koma aftur heim.“ Teitur lék 18 leiki með Öster á árunum 1985 til 1986 og skoraði í þeim sex mörk. „Eftir tímabilið 1986 var mér boð- ið að gerast spilandi þjálfari Skövde AIK sem þá lék í 2 deildinni í Sví- þjóð. Það fannst mér mjög áhuga- vert og ákvað ég að taka því og var ég því í Skövde tímabilið 1987 þar sem ég lék 16 leiki með liðinu ásamt því að vera þjálfari þess, en þetta var hlutverk sem ég var aldrei alveg sáttur við.“ Boðið til Brann En svo gerist það að eitt af stærstu liðum Noregs, Brann frá Bergen, sýndi Teiti áhuga. „Þetta gerð- ist frekar óvænt. Ég fór að horfa á landsleik á Ullevalla leikvangnum í Osló á milli Noregs og Íslands. Ég var staddur á ákveðnu svæði þar sem forráðamenn norsku fé- lagsliðanna hafa sæti á vellinum. Þá kom til mín Arve Mokkelbost framkvæmdarstjóri Brann. Hann var mikill Íslandsvinur og hreifst af knattspyrnumönnum frá Ís- landi fyrir dugnað sinn og viðraði það við mig hvort ég hefði áhuga á því að taka að mér þjálfun hjá fé- laginu. Þeir voru þá nýlega búnir að segja Tony Knapp upp sem þjálfara liðsins þar sem gengi liðsins hafði ekki verið gott. Ég átti nú samt ekki Fimmtán góðir fótboltar hæfileg greiðsla Rætt við Teit Þórðarson og stiklað á stóru um knattspyrnu- og þjálfaraferil hans
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.