Skessuhorn


Skessuhorn - 15.12.2021, Qupperneq 106

Skessuhorn - 15.12.2021, Qupperneq 106
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2021106 Fáir, ef nokkrir, hafa jafn mikla þekkingu á jörðum á Íslandi og Magnús Leópoldsson löggiltur fasteignasali. Meðfram almennri sölu fasteigna í fyrirtæki sínu, Fasteignamiðstöðinni, hefur hann sérhæft sig í jarðasölu og skoðað meirihluta bújarða á landinu. Við það nýtur hann þekkingar sinn- ar og reynslu en hann var áður bóndi í Kjós og er nú með bú- rekstur í Borgarfirði. Þá kynntist hann sveitalífinu hjá föður sínum í Hreðavatnsskála, en Leópold Jó- hannesson var þar veitingamaður um árabil. Líf og fjör „Ég er af fyrra hjónabandi pabba og fæddur í Keflavík og síð- an alinn upp í Kópavogi. Pabbi flutti af heimilinu þegar ég var orðinn stálpaður. Hann vann þá hjá Vegagerðinni og hafði ver- ið þar í áratugi. Síðan kaupir pabbi Hreðavatnsskála og gerðist veitingamaður þar og rak staðinn ásamt síðari konu sinni í tæp tutt- ugu ár. Við bræðurnir vorum þar bensíntittir á sumrin frá 11 – 14 ára aldurs. Þar var sérstakur afgreiðsluskúr þar sem við höfðum afdrep. Þegar viðskiptavinur kom að kaupa bensín hlupum við út og dæld- um á bílana. Oft fóru viðskipta- vinirnir inn í Hreðavatnsskála eða versluðu hjá okkur í bensínskúrn- um. Við sáum svo um að passa að bílarnir væru tilbúnir þegar þeir komu aftur. Það var mjög mikið líf þarna. Hreðavatnsskáli hentaði vel sem áfangastaður. Oft áðu þar veg- farendur á leið vestur eða norð- ur í Botnsskála eða Olíustöðinni í Hvalfirði. Eftir áningu í Hvalfirði hentaði vel að taka næsta stopp í Hreðavatnsskála. Fyrir okkur tvo unga stráka var þetta rosalega spennandi. Við fengum að vaka fram á nætur þegar böllin voru. Það var mikið fjör úti í hrauninu allt um kring,“ bætir Magnús við og kímir. ,,Kynslóðin á undan mér var þarna á ferð, fólk fætt 1925 – 1945.“ Úr fjötrum í frelsi Líf Magnúsar er mikil örlagasaga. Ungur maður var hann saklaus hnepptur í langt gæsluvarðhald þegar rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu var á frum- stigi. Það varð til þess að lífsfer- ill hans tók aðra stefnu en upp var lagt með. „Það var 26. janúar 1976 sem barið var á dyr heima hjá mér klukkan sex að morgni og lög- reglumenn sögðust vera komnir til að handtaka mig. Ég var þá fram- kvæmdastjóri Klúbbsins, kvæntur maður og átti tvær dætur, sjö og níu ára gamlar. Lögreglan færði mig í Síðumúlafangelsið þar sem ég mátti dúsa alsaklaus maður í al- gjörri einangrun í 105 daga, sak- aður ásamt þremur öðrum mönn- um um að hafa orðið mannsbani. Um síðir kom sannleikurinn í ljós þar sem á okkur fjórmenn- ingana höfðu þrjú ungmenni tek- ið sig saman um að bendla okk- ur við hvarf Geirfinns Einarsson- ar ef upp kæmist um þátt þeirra að aðild þeirra að málinu. Okk- ur var sleppt út 9. maí 1976 og þá tók við nokkurra missera barátta við að færa sönnur á sakleysi okk- ar. Það tókst og mín mesta gleði- stund í málinu var, þegar Guðjón Skarphéðinsson gaf skýrslu fyr- ir lögreglu í nóvember 1976, að við fjórmenningarnir sem höfðu verið hnepptir í gæsluvarðhald snemma á árinu, hefðu allir ver- ið saklausir og ekkert komið ná- lægt hvarfi Geirfinns Einarssonar. Guðjón sagði að hann hefði tek- ið það nærri sér að vita af okkur í gæsluvarðhaldi þar sem hann vissi að við vorum saklausir. Í mínum huga varð vendipunktur í þessari rannsókn þegar Guðjón Skarp- héðinsson gaf þessa skýrslu. Í kúabúskap Þessi svívirðilegi glæpur að bera menn röngum sökum til að dylja eigin glæpi hefur sett mikið mark sitt á líf okkar allra og fjölskyldna okkar. Þegar mér var loksins sleppt hafði ég ákveðið að flytja fljótlega úr borginni og hefja bú- skap til þess að breyta algjörlega um stefnu í lífinu. Einnig höfðu hestakaup sem ég gerði sem ung- ur maður vakið áhuga minn á sveitinni. Ég byrjaði á að fara upp í Kjós, og keypti ásamt þá- verandi eiginkonu, jörð sem heit- ir Sogn á árinu 1979. Búið var í fullum rekstri og vorum við með 20 kýr og 150 kindur. Á þeim tíma þótti það bara ágætlega myndar- legt bú og vel hægt að lifa af því. Það var svo sem enginn lúxus, en í dag væri þetta bara kotbúskapur og menn myndu ekki lifa af nema með að stunda aðra vinnu sam- tímis.“ Magnús var áratug í Kjós en seldi þá jörðina og flutti aftur í bæ- inn. Hann hafði áður leitað fyrir sér um starf í borginni en upplifði þá að honum reyndist erfitt að fá vinnu og fólk greindi ekki mikið á milli þeirra sem höfðu á þessum tíma verið sakfelldir fyrir að hafa verið valdir að hvarfi Geirfinns og hinna sem þar höfðu saklausir verið bendlaðir við málið. Í fasteignaviðskipti ,,Það varð úr að ég kaupi fast- eignasölu í fullum rekstri. Fljót- lega fór ég í nám í Endurmenntun í Háskóla Íslands og lauk prófi sem fasteignasali og hef verið í þessu síðan. Alveg frá því að ég lenti í þessum hrakningum hef ég bara lifað algjörlega á því sem ég gerði sjálfur. Ég hef því orðið að standa mig í því sem ég hef tekið mér fyrir hendur. Reyndar hafði ég áður verið í atvinnurekstri því ég var ekki nema tæplega tvítug- ur þegar góður vinur minn og ég festum kaup á versluninni Esju á Kjalarnesi sem við rákum saman í nokkur ár. Ég hafði kynnst Sig- urbirni Eiríkssyni veitingamanni í Glaumbæ sem jafnframt var bóndi í Álfsnesi. Var Sigurbjörn góð- ur viðskiptavinur okkar og með okkur tókst góður kunningsskap- ur. Það endar svo þannig að þegar Esja var seld fór ég að vinna sem framkvæmdastjóri í Glaumbæ og síðar Klúbbnum. Þar kynntist ég gríðarlega mikið af fólki sem leit- að hefur til mín á undanförnum árum vegna fasteignaviðskipta. Við kaup og sölu fasteigna hitti ég auðvitað einnig mikið af fólki eins og í veitingarekstrinum en þar þó einn stór munur á. Það eru allir allsgáðir þegar fasteignakaup eiga sér stað en í Klúbbnum var fólk oftast við skál,“ segir Magn- ús og brosir. Sjálfur hefur Magnús aldrei notað áfengi, þótt hann hafi annast rekstur veitingahúsa. Sérhæfir sig í jörðum Reynsla Magnúsar af búskap varð til þess að hann fékk áhuga á jörðum, eins og hann kemst að orði. Hann gerði sér grein fyr- ir því að honum þótti áhugavert og skemmtilegt að koma að sölu þeirra. „Ég fór að sinna jarðasölu með- fram hefðbundinni sölu fast- eigna m.a. af því að ágætur mað- ur, Helgi Ólafsson fasteignasali, sem nú er látinn, hafði bent mér á það, þar sem hann var að draga sig í hlé. Hvatti mig til að þjón- usta bændur meira en aðrir fast- eignasalar gerðu á þessum tíma. Þá var ég reyndar sjálfur búinn að hugleiða það. Síðan hafa skipst á skin og skúrir og það hafa al- veg komið tímabil þar sem þetta er mjög dauft. Alltaf hef ég þó þraukað, einhverra hluta vegna.“ Upp úr aldamótunum var Hvassafell II í Norðurárdal aug- lýst til sölu. Leópold, faðir Magn- úsar, hefði sagt við hann á sín- um tíma að það væri áhugaverð jörð sem hann ætti að hafa auga með. Það varð úr að Magnús og eiginkona hans Árný Helgadótt- ir hjúkrunarfræðingur keyptu jörðina. Þar hafa þau komið sér upp búi, voru með um 150 kindur og nokkuð af hrossum. „Síðan hefur þetta verið upp- byggingarstarf. Það kom sér mjög vel fyrir mig að hafa búið áður. Ég var smágutti í sveit að Hrútsholti á Snæfellsnesi hjá móðurbróður mínum á sínum tíma og Árný kona mín er fædd og uppalin á Setbergi rétt hjá Hornafirði, þannig að við höfðum bæði ákveðna innsýn í búskap. Það er reyndar svo að bú- skapurinn í Borgarfirðinum hef- ur meira lent á Árnýju heldur en mér. Einnig hafa ættingjar, vinir og góðir grannar lagt okkur lið.“ Flókið ferli Reynsla Magnúsar af bústörfum nýtist honum vel þegar hann er að meta jarðir. Það hjálpar að geta rætt við bændur um búskap þegar hann heimsækir þá. Það er nefni- lega flókið ferli að meta og selja jarðir, mun flóknara en að selja fasteign í Reykjavík. Magnús hef- ur mikla reynslu og gott orðspor og allir sem vilja selja jarðir vita af honum og sama á við um þá sem eru að leita sér að jörðum. Raun- ar er jarðasala langt ferli, fólk hr- ingir og fær gróft mat með það í huga að ræða við hann þegar að sölu kemur eftir einhverja mánuði og jafnvel lengri tíma. Og það er að ýmsu að hyggja við matið. „Það er vitaskuld mjög margt sem gæta þarf vel að. Aðalatriðið er að átta sig á öllum einkennum jarðarinnar, gæðum hennar og hlunnindum. Landstærðin, þ.m.t. hluti ræktaðs lands, m.a. stærð og gæði túna skipta miklu. Svo þarf ég að sjá húsakostinn. Aldur húsa- kostsins skiptir máli, hvort húsið sé byggt á milli ´50 og ´60 eða ´60 og 70. Ég er búinn að skoða tæpar 4000 jarðir, af um 7000 á landinu öllu. Ég hef ekki tölu á hvað ég hef selt þær margar, en er auðvit- að búinn að skoða fjöldann allan þótt þær komi ekki endilega í aug- lýsta sölu. Reynslan í þessum viðskiptum skiptir langmestu máli fyrir utan góða staðarþekkingu. Ég segi ekki að ég þekki hverja einustu jörð en þær eru ekki margar sem ég veit ekkert um. Sumar jarðir hef ég selt aftur og aftur fyrir utan jarðarskika og óbyggt land. Veiði- tekjur skipta máli, hitaveita, ljós- Hefur skoðað hátt í fjögur þúsund jarðir Rætt við Magnús Leópoldsson um jarðasölur, gæsluvarðhald að ósekju og tilveruna Magnús Leópoldsson fasteignasali býr yfir gríðarlegri þekkingu á jörðum þessa lands, enda hefur hann metið meirihluta þeirra og sumar oftar en einu sinni. Ungur drengur var hann bensíntittur í Hreðavatnsskála og er nú búsettur á Hvassafelli II í Norðurárdal. Systkinin Magnús, Hallur og Anna ásamt Leópold við eldhússkúr í vega- vinnu við Brúará í Biskupstungum. Magnús og Guðmundur kaupmenn í versluninni Esju á Kjalarnesi. Magnús heima á Hvassafelli í sumar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.