Skessuhorn


Skessuhorn - 15.12.2021, Síða 108

Skessuhorn - 15.12.2021, Síða 108
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2021108 Drónar eru orðnir áberandi víða, meðal annars í fjölmiðlum. Það birtist varla sú frétt að ekki fylgi mynd tekin úr dróna. Dróna- fræðin eru ung að aldri en einn af þeim sem fróður er um dróna er Jón Halldór Arnarson. Jón Hall- dór lærði hátækniverkfræði í Há- skólanum í Reykjavík og lauk síðan meistaragráðu í drónafræðum við háskólann í Southampton og hef- ur reyndar hannað þá nokkra slíka. Við settumst niður með Jóni Hall- dóri og forvitnuðumst um hvernig hann datt inn í drónaheiminn. „Ég var í Háskólanum í Reykja- vík og aðalvandamálið okkar sem fátækra námsmanna var að kaffi- kostnaðurinn var hár en kaffið var hins vega fríkeypis í meistara- deildinni. Við höfðum ekki aðgang þar inn þannig að við skráðum okk- ur þar inn í rannsóknarvinnu fyrir ómönnuð flugför. Þannig fengum við aðgang að stofu sem var full af allskonar dóti en enginn haus til að stýra henni. Náunginn sem hafði verið að kenna þarna var farinn að kenna úti í Ameríku. Við þurft- um því að finna út úr þessu sjálf- ir. Fyrsti dróninn sem ég kom ná- lægt þá varð til þegar við þrír verk- fræðingar vorum í einar fjórar vikur að búa til eitthvað sem flaug mjög illa. Það var að minnsta kosti eitt bílþak sem hann lenti á og nokkrum sinnum krassaði hann á grasflötum við skólann eða úti í Öskjuhlíðinni. Maður hugsaði ekki út í það þá að þarna voru nemendur að leika sér við flugvöllinn með eitthvað sem við höfðum enga stjórn á. Ég er ekki viss um að þessu yrði vel tek- ið í dag.“ Jón Halldór segir að þegar hann var í hátæknifræðinni hafi hann farið að skoða skóla og fundið tvo skóla, annan í Bandaríkjunum og hinn í Bretlandi. „Þetta var nýtt nám og annað árið sem þetta var kennt. Þegar ég kem til Íslands aft- ur þá er ég með gráðu sem enginn hafði heyrt um.“ Fyrst leikföng Hann segir að mikil þróun hafi átt sér stað í drónum í dag. „Ég var á ráðstefnu í London 2015. Þá voru 90% dróna notaðir við kvikmynda- tökur og í ljósmyndun. Fyrst þegar drónarnir komu voru þetta leik- föng. Síðan áttuðu menn sig á að hægt væri að hengja á drónana myndavélar. Þá fóru drónarnir að gefa nýja vinkla og einfalda hluti. Áður var mikið víravirki sem not- að var til að flytja myndavélar en það er nú úr sögunni. Fyrsta pen- ingainnskotið í drónaheiminn var því til þess að bera myndavélar. Upp úr því fer iðnaðurinn að upp- götva að hægt er að gera svo miklu meira með drónum. Á sömu ráð- stefnu, tveimur árum síðar 2017, höfðu hlutirnir snúist við. 90% af veltu drónamarkaðins var tilkomin frá ýmiskonar iðnaði.“ Smíðaði dróna fyrir hreindýrasmölun Kínverska fyrirtækið DJI er það stærsta á drónamarkaðnum. „Ástæðan fyrir því að þeir urðu svona stórir er að þeir lögðu mesta áherslu á að gera drónana að- gengilega fyrir alla, þeir lækkuðu kunnáttustigið sem þarf til þess að geta flogið drónum.“ Blaðamaður Skessuhorns, sem notar dróna tals- vert í sinni vinnu, getur tekið undir það að drónarnir frá DJI eru „idiot- -proof.“ Dróninn flýgur að miklu leyti sjálfur og ekki krefst mikill- ar þjálfunar eða þekkingar að stýra honum. Meðal dróna sem Jón Halldór hefur komið að er dróni sem hann- aður var og smíðaður fyrir hrein- dýrabændur í Grænlandi. Hann er með 2,8 metra vænghaf, flugþol upp á fjórar klukkustundir og um 50 km drægni og er notaður við hreindýrasmölun þar í landi. Þegar hann var smíðaður var enginn slík- ur til á markaðinum. „Við þurftum bara að finna út úr þessu og vorum í rúmt ár að búa til þetta „combo“ sem virkaði svona vel. Ári seinna sá ég samskonar dróna sem hægt var að kaupa beint frá Kína.“ Teflt á tæpasta vað Jón Halldór eyddi miklum tíma á þessu ári í kringum eldgosið á Reykjanesi. Hann segir sögu af fólki sem gekk á hrauninu þó það væri bara nýstorknað. „Það voru tvær konur að ganga yfir hrauntunguna í Nátthaga, önnur í gulri úlpu og hin í rauðri. Ég tók mynd af þeim og sýndi þeim svo myndina. Þær töl- uðu um hvað væri flott að sjá svona tvo litaða punkta á svörtum fleti. Síðan skipti ég yfir á hitamyndavél- ina og benti þeim á tvo bláa punkta og sagði við þær: „Þetta eruð þið, þið eruð köldu punktarnir, allt yf- irborðið í kringum þær var um eða yfir 40°C. Það var hraunlaug undir þeim en undir þeim fljótandi hraun sem var kannski um 1600 gráð- ur.“ Jón lýsir því líka að í gegn- um drónann hafi hann séð stórar hraunlaugar, allt að 1.000 fermetra, myndast mjög hratt. Yfirborðið bráðnaði skyndilega en hálfri mín- útu síðar var allt storknað aftur. Vinnur við varmaorkuvirkjanir Jón Halldór starfar í dag fyr- ir sænska fyrirtækið Climeon sem sérhæfir sig í varmaorkuvirkjun- um. Climeon framleiðir vélar sem íslenska fyrirtækið Varmaorka not- ar í virkjanir á Íslandi. Climeon er tíu ára gamalt sprotafyrirtæki og virkjanirnar á Íslandi á Flúðum og í Reykholti eru fyrstu virkjanirnar í heiminum sem nota vélar frá fyr- irtækinu. Sérstaða þeirra er að þær nýta lágan hita og lágan þrýsting til þess að framleiða orku eða það sem kalla má afgangs hita eða „waste heat“. Vélar fyrirtækisins eru fyr- irferðarlitlar og hafa um 30 vél- ar verið settar ofan í skip af ýms- um stærðum og gerðum. Þar nýt- ast þær sem kælikerfi fyrir skipsvél- arnar auk þess að framleiða orku úr hitanum frá vélinni sem ella hefði glatast og verið dælt út í sjó. Ástæðan fyrir aðkomu Jóns Hall- dórs að fyrirtækinu var þannig að hann starfaði hjá fyrirtækinu Drone fly. Þýskur háskóli var á þeim tíma í drónaverkefnum á Íslandi. Fulltrúar háskólans komu með dróna á verkstæðið sem lét illa að stjórn. Jón útskýrði fyrir Þjóðverj- unum hvernig stæði á því en segul- áhrif á Íslandi hafa áhrif á drónana. Dróninn sem Þjóðverjarnir voru að nota var eingöngu sjálfstýrður. „Ég benti þeim á að það gengi ekki upp. Þið verðið að vera með auka- kerfi sem ver drónann fyrir segul- áhrifunum. Þjóðverjarnir sögðu þá að þeir þyrftu bara að pakka saman og fara aftur heim til Þýskalands. Viku seinna hefur einn þeirra sam- band við mig og vill fá mig til sam- starfs. Það leiddi síðan til þess að áðurnefndur dróni sem notaður er við hreindýrasmölun á Grænlandi varð til. Í kjölfarið kemur upp þetta tækifæri, að fara að vinna með Cli- meon í Svíþjóð, en þessi Þjóðverji hafði tengsl inn í varmaorkubrans- ann.“ Oft mikil leynd Jón Halldór hefur verið að vinna með Dronefly að ýmsum dróna- verkefnum. „Ég er búinn að taka þátt í yfir eitt hundrað verkefn- um; auglýsingum, bíómyndum og sjónvarpsþáttum. Yfir sumarið er ekki óalgengt að við séum að taka þátt í tveimur slíkum verkefnum í hverri viku. Þetta er orðið það mik- ið að ég hef eiginlega ekki tölu á öllum verk efnunum. Í þessum ver- kefnum er eiginlega ætlast til þess að við séum ekki að spyrja spurn- inga og við vitum því ekki endilega Kaffiþorstinn kom honum í drónafræðin Rætt við einn helsta drónafræðing landsins um drónaflug og ýmis áhugamál Hreindýradróninn sem Jón Halldór hannaði og smíðaði. Með honum á myndinni eru Ingvar Garðarsson og Stefán Magnússon hreindýrabóndi á Grænlandi. Jón Halldór með samnemendum sínum í háskólanum í Southampton. Á verðlaunapalli eftir bogfimimót í Bretlandi. Jón Halldór kemur inn til lendingar eftir fallhlífarstökk.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.