Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.2021, Blaðsíða 27

Læknablaðið - 01.12.2021, Blaðsíða 27
L ÆKNABL AÐIÐ 2021/107 591 ljós að 58% lækna töldu sig „ekki geta uppfyllt kröfur eða ráðið við tímaþröng í starfi.“6 Læknar í Bandaríkjunum virðast í meiri hættu á kulnun í starfi, þunglyndi, fíkn og sjálfsvígum en gerist meðal almennings.7 Samantekt rannsókna um þá þætti manngerð- ar lækna sem hafa sterkustu tengslin við velfarnað í starfi leiddi í ljós að þótt heiðarleiki, velvilji, sanngirni og dómgreind væru talin læknum mikilvæg almennt, skiluðu von (bjartsýni), þraut- seigja, sjálfræði, samstarfshæfni (í teymum) og brennandi áhugi velfarnaði og starfsánægju til lengri tíma.8 Áhrif starfsumhverf- isins á möguleika lækna til að nýta sér mannkosti sína hafa ekki verið mikið könnuð og er þetta fyrsta rannsóknin hérlendis um þá hlið mála. Í könnun okkar voru lagðar fyrir þátttakendur samtals 15 spurningar, í fjórum efnisklösum, sem varða upplifun lækna af starfsumhverfi sínu. Spurt var hvort (I) starfið hamli því að mannkostir læknanna njóti sín, (II) læknar njóti stuðnings, (III) njóti sjálfsákvörðunar og sjálfræðis og (IV) hversu tilfinninga- lega tengdir læknarnir séu við starf sitt. Margir læknar líta á starf sitt sem hugsjón og hún endurspeglast í þeim gildum og faglegu mannkostum sem þeir hafa þroskað með sér.9 Fyrsti klasinn varð- ar fyrrnefnd tengsl þess að geta nýtt mannkosti sína í starfi við starfsánægju og upplifun þess að starfið hafi tilgang. Annar klas- inn, um stuðning, kemur inn á líðan í starfi og ýmsa þætti sem geta haft áhrif á mannkosti sem tengjast velfarnaði í starfi, eins og þrautseigju og samstarfshæfni. Þriðji klasinn varðar tengsl mann- kosta og sjálfsákvörðunar og fjórði klasinn áhugahvötina. Rannsóknin byggði á hugmyndum dygðasiðfræðinnar sem eiga rætur í siðfræði Aristótelesar þar sem manngerðin er í fyr- irrúmi.10 Greint er á milli siðferðilegra dygða eða mannkosta sem mynda siðgerð manna og vitrænna dygða sem birtast í dómgreind og fræðimennsku.11 Rannsóknin beindist einkum að samspili vinnuumhverfisins við siðgerð lækna, það er þá siðferðilegu og klínísku mannkosti sem þá prýða. Vitrænu dygðirnar eru samofn- ar siðgerðinni því skorti lækna fræðilegan skilning hefur það áhrif á dómgreind þeirra til að taka siðferðilegar ákvarðanir í starfi. Sið- gerðin varðar dýpri afstöðu og tilfinningar gagnvart starfinu og frá henni er drifkraftur hugsjónar hvers læknis fenginn. Góð og nærgætin samskipti lækna við sjúklinga, annað fagfólk og stjórnendur eru ákveðinn lykill að markmiðunum. Óhóflegt vinnuálag, ásamt stöðugum kröfum um hagkvæmni og skilvirkni, getur fært samskiptin úr jafnvægi og dregið úr jákvæðum tilfinn- ingum gagnvart starfinu.12 Rannsóknin stefndi að því að kanna of- angreinda þætti í upplifun lækna af starfi sínu og starfsumhverfi. Efniviður og aðferðir Fjöldi þátttakenda og samsetning Könnun á efnisatriðum rannsóknarinnar beindist að tveimur úrtakshópum á misháu stigi menntunar og starfsreynslu. Ann- ar samanstóð af læknakandídötum og læknum með almennt lækningaleyfi á 1.-2. ári starfs síns (K-Alm). Hinn samanstóð af reyndum sérfræðilæknum sem höfðu starfað í 5 ár eða lengur eftir veitingu sérfræðileyfis (RSér). Leitað var eftir þátttöku með opn- um kynnisbréfum á fjölsóttum síðum lækna á samfélagsmiðlum, bæði almennum og síðum sérgreinafélaga lækna. Svarhlutfall var ekki hægt að ákvarða. Söfnun þátttakenda, sending boðsbréfa til þeirra og viðtaka svara úr könnuninni frá rannsóknarhópun- um tveimur stóð frá 28. mars til 9. júní 2019. Hóparnir fengu þrjú minnisbréf hvor um þátttöku á tímabilinu. Þátttakendur meðal sérfræðinga völdu sig sjálfir til þátttöku (utan 5-10 þeirra) með því að bregðast við kynnisbréfum til hópa þeirra á meðal. Könnunin tók ekki til almennra lækna með >2 ár í starfs- reynslu eða sérfræðilækna með 5 ár eða minna í starfsreynslu eftir veitingu sérfræðingsleyfis. Engir læknar á aldursbilinu 35-38 ára voru því meðal þátttakenda. Þessi „millistig“ í reynslu og aldri læknanema og lækna voru skilin eftir í hönnun rannsóknarinnar (líkt og rannsókn Jubilee-setursins) til þess að fá aðgreiningu á milli kynslóða, stigs menntunar og starfsreynslu. Þannig má meta sjálfstætt svör hvers úrtaks (meginrannsóknarhóps) og bera þau saman. Á móti kemur sú takmörkun að ekki er hægt að túlka svör rannsóknarinnar sem tölfræðilega líkleg svör allra lækna því að fjögur ár í aldri vantar. Framkvæmd Rannsóknaráætlun fékk jákvæða umsögn vísindasiðanefndar HÍ (nr. 19-012). Könnunin var á formi netkönnunar í kerfinu Limesur- vey 1.92+ sem rannsóknaraðilar í HÍ fengu frían aðgang að hjá AP Media ehf. Þátttakendur gáfu upplýst samþykki fyrir töku könnunar. Engar úrskráningar bárust á meðan könnunin stóð yfir og fram að skrifum þessarar greinar. Með svörum þátttak- enda voru engar persónugreinanlegar upplýsingar og þátttakend- ur gátu skráð sig nafnlaust úr rannsókninni á hvaða stigi sem er. Þýðingar spurninga voru rannsakenda. Tölfræðileg úrvinnsla Þar sem svör voru á eigindlegu formi raðaðra flokkabreyta var tölfræðilegt mat á þeim gert megindlegt með samanburði á tíðni staðlaðra svara á milli úrtakshópa. Í samræmi við rannsókn Jubilee-setursins var einnig þeirri aðferð beitt að svörum við spurningum sem áttu saman í efnisklasa var snúið yfir á númerað- an skala (strjálla breyta frá 1 til 5) og svo reiknað út meðal tal hvers þátttakanda fyrir klasann áður en meðaltal allra var reiknað.1 Út- koman var því á formi samfelldrar talnabreytu þar sem miðjan markast við 3 (stundum) en jaðrarnir við 1 (aldrei) og 5 (alltaf). Við samanburð á tíðni svara (flokkabreyta) var notað kí-kvaðrat próf en í tilvikum samanburðar á tölugildum var notað tvíhliða ósam- hverft t-próf. Viðmið p-gildis fyrir marktækan mun á niðurstöðum svara var ≤0,05. Niðurstöður Sjá má að hlutfallslega er úrtakið úr hópi reyndu sérfræðinganna minna þó að þátttakendur séu fleiri þaðan. Úrtökin spanna vítt aldurssvið, flestar sérfræðigreinar læknisfræðinnar og fremur jafnt kynjahlutfall, en uppfylla ekki fyllstu stærðarkröfur miðað við leyfð ± 5% skekkjumörk. Í tilviki K-Alm eru 95% líkur á að svar sé innan ± 15% skekkjumarka en innan ± 13,2% hjá RSér (tafla I). Kynjahlutföllin endurspegla kynjahlutföll útskrifaðra lækna meðal árganga K-Alm13 en jöfn skipting kynja (p=0,49) í úrtaki RSér er ekki í takt við að flestir árgangar þeirra sem hafa meira en 5 ára starfsreynslu (um 25 árgangar af um 35), innihéldu fleiri karla en konur. Mögulega er því einhver kynjabjögun í því úrtaki. Því má velta fyrir sér hvort konur séu viljugri til að taka þátt í R A N N S Ó K N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.