Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.2021, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 01.12.2021, Blaðsíða 29
L ÆKNABL AÐIÐ 2021/107 593 Y F I R L I T S G R E I N isþátta. Við skoðum hér fyrst saman í töflu svör við spurningum sem byggja á upplifun þess að vinnan hamli því að mannkostir læknanna njóti sín (tafla III). Út frá meðaltalinu er dreifing svara í átt til þess hjá flestum að vinnan hamli því stundum til sjaldnast (63,6%) að mannkostir læknanna fái að njóta sín fremur en oftast eða alltaf (24,0%). Svörin við 2. spurningu skera sig þó úr á hinn veginn en þar svara K-Alm marktækt oftar (63,9%) en RSér (32,1%) að oftast upplifi þeir mikið vinnuálag. Það vekur eftirtekt að læknar telja sig oftast eða alltaf (34,8%) ekki fá nægan tíma til að vinna eftir þeim gæðastaðli sem þeir telja réttan, en færri (27,0%) upplifa það sjaldnast eða aldrei. Marktækur munur er þó á úrtakshópunum hvað þetta varðar. Á númeruðum skala frá 1 til 5 er nokkur munur á milli K-Alm og RSér sem nær marktækni. Vinnan er því oftar hamlandi á mannkosti lækna hjá K-Alm en RSér. Í næstu töflu skoðum við saman svör þess klasa spurninga sem varpa ljósi á þann stuðning sem læknar fá í vinnunni (tafla IV). Það er áberandi að 61,3% lækna finna alltaf eða oftast fyrir þess- um þáttum stuðnings í vinnunni og aðeins 11,4% finna þá sjaldnast eða aldrei. K-Alm finna marktækt oftar oftast fyrir stuðningi starfs- félaga (spurning 3) en RSér finnst þeir marktækt oftar oftast geta nýtt eigin hugmyndir (eða haft áhrif á mikilvægar ákvarðanir) í vinnunni (spurning 5), ásamt því að þeim líði oftast þar líkt og ‚heima‘ (spurning 10). K-Alm upplifa marktækt oftar en RSér að þeir mæti bara stundum sanngirni. Í heild upplifa RSér marktækt meiri stuðning samkvæmt númeraða skalanum en K-Alm. Því næst lítum við á svör við þeim klasa spurninga sem varpa ljósi á sjálfsákvörðun og sjálfræði læknanna í vinnu (tafla V). Þessi niðurstaða bendir til að sjálfræði lækna sé vel viðunandi þar sem 75,8% upplifa það ástand oftast eða alltaf. RSér upplifa þetta marktækt oftar en K-Alm eins og sjá má á mismun númeraða skalans. Fullyrðingunni „Mér er gert kleift með því sem völ er á að skila vinnunni eftir þeim gæðastaðli sem ég tel réttan“ var svarað í 24,7% tilvika með stundum og 7,9% með sjaldnast. Um þriðjungur álítur að vinnuumhverfið hamli því að hluta að læknar geti unnið eftir þeim gæðastaðli sem þeir telja réttan. Loks ber að líta á svör þess klasa spurninga um upplifun á því hversu tilfinningalega tengdir læknar eru við starf sitt (tafla VI). Hér er afgerandi niðurstaða í átt til jákvæðra og sterkra tilfinn- inga til læknisstarfsins, en 94,8% þátttakenda telja sig oftast eða alltaf hafa slíkar tilfinningar. Ekki er mikill munur á K-Alm og RSér í heildina (þótt marktækur sé á númeraða skalanum) en RSér velja oftar alltaf en K-Alm oftar oftast. Umræða Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að vinnuumhverfi lækna hafi ýmis áhrif á það hvort þeir nái að rækta mannkosti sína og njóti sín í starfi hérlendis. Áhrifin eru til verri vegar í nokkrum mikilvægum þáttum starfsins en í heild jákvæðu megin við miðju matsþáttanna og læknar virðast djúpt tengdir fagi sínu. Neikvæð áhrif vinnuumhverfisins koma einna helst fram í klasanum um Tafla IV. Upplifun lækna um stuðning á vinnustöðum hérlendis. (Allir / K-Alm | RSér (%)) Alltaf (5) Oftast (4) Stundum (3) Sjaldnast (2) Aldrei (1) 3 Starfsfélagar (kollegar) mínir hjálpa mér og styðja 22,5 19,4 | 24,5 61,8 72,2* | 54,7 12,4 8,3 | 15,1 2,2 0 | 3,8 1,1 0 | 1,9 4 Það er komið fram við mig af sanngirni 10,1 5,6 | 13,2 50,6 44,4 | 54,7 27,0 38,9* | 18,9 10,1 11,1 | 9,4 2,2 0 | 3,8 5 Ég get nýtt mínar eigin hugmyndir í vinnunni 14,6 5,6 | 20,8* 42,7 25 | 54,7* 33,7 52,8* | 20,8 7,9 13,9* | 3,8 1,1 2,8 | 0 14 Mér er unnt að hafa áhrif á ákvarðanir sem eru mikilvægar fyrir vinnu mína 8,0 0 | 13,5* 46,6 41,7 | 50 33,0 38,9 | 28,8 11,4 16,7 | 7,7 1,1 2,8 | 0 10 Mér líður líkt og ‚heima‘ í vinnunni 5,6 2,8 | 7,5 43,8 25 | 56,6* 30,3 38,9 | 24,5 14,6 22,2* | 9,4 5,6 11,1* | 1,9 Meðaltal 12,2 6,7 | 15,9 49,1 41,7 | 54,1 27,3 35,6 | 21,7 9,2 12,8 | 6,8 2,2 3,3 | 1,5 K-Alm og RSér á Íslandi og RSér Bretlandi eftir númeruðum skala K-Alm Ísland: 3,18 * 5 1 RSér Ísland: 3,51 * 5 1 RSér Bretland: 3,76 5 1 Tíðnibil númeraðs skala, % 4,1 til 5,0 3,1 til 4,0 2,1 til 3,0 1 til 2 K-Alm - Ísland 5,6 80,6 11,1 2,8 RSér - Ísland 18,9 71,7 9,4 0 RSér - Bretland 24,6 65,9 8,7 0,7 Liður 4 var orðaður með neikvæðu formerki í könnuninni, það er „Það er ekki komið fram við mig af sanngirni“ en til þess að halda jákvæðu svörunum sömu megin í töflunni er „ekki“ tekið út hér. * p≤0,05: tölfræðilega marktækur munur á milli kandídata/almennra lækna (K-Alm) og reyndra sérfræðinga (RSér). Númeraði skalinn er myndaður frá meðaltali vala (1, 2, 3, 4 eða 5) hvers þátttakanda við spurningunum í klasanum þar sem „Aldrei“ er 1, „Sjaldnast“ er 2 og svo framvegis. Tölur liggja ekki fyrir til að meta tölfræðilegt marktæki munar á milli RSér íslensku og bresku rannsóknarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.