Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.2021, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 01.12.2021, Blaðsíða 19
L ÆKNABL AÐIÐ 2021/107 583 R A N N S Ó K N erfiðleikar) til 5 (verulegir erfiðleikar).28 Einnig fylgir matstækinu sjónmatskvarði (0-100) þar sem svarandi metur heilsu sína í dag. Hærri stig tákna betri heilsu. Viðbótarspurningar voru samdar af rannsakendum og tveimur brunasjúklingum og eru þær byggðar á erlendum rann sóknum, reynslu sjúklinganna og klínískri þekkingu heilbrigðisstarfs- manna. Spurt var um 5 líkamleg einkenni sem þekkt eru í kjöl- far bruna, og 5 spurningar voru um tilfinningar og samskipti, og voru svarkostir á 5 punkta Likert-kvarða (frá 1 = mjög mikil einkenni eða áhrif til 5 = engin einkenni eða áhrif). Einnig voru opnar spurningar um hvað var erfiðast að glíma við eftir að fyrstu sjúkrahúsdvöl vegna brunans lauk og um tillögur að umbótum í heilbrigðisþjónustu fyrir brunasjúklinga. Almennar spurningar voru um aldur, kyn, menntun, at- vinnu, hjúskaparstöðu, brunavald, hvar brunaslysið átti sér stað, staðsetningu áverka, tap á líkamshluta og húðflutning. Tölfræðiúrvinnsla Tölfræðiúrvinnsla var unnin í IBM SPSS-forritinu, 26. útgáfu (IBM, Armonk, New York, USA). Lýsandi tölfræði, meðaltöl, mið gildi, staðalfrávik og spönn voru reiknuð fyrir lýðfræðilegar breyt- ur, brunatengdar breytur og spurningar á BSHS-B- og EQ-5D5 - listunum. Óstikuð (non-parametric) próf voru notuð í ályktunartöl- fræði þar sem breytur voru ekki normaldreifðar. Spearmans rho var notað til að reikna út fylgni á milli aldurs og svara á BSHS-B og EQ-5D-5 en Mann-Whitney-próf til að kanna mun á milli hópa (kyn, bruni í andliti/höfði, brunaslys á barns- eða fullorðinsaldri, húðflutningur og tap líkamshluta). Cronbach’s alfa var notað til að reikna út áreiðanleika BSHS-B-spurningalistans og kvarða hans. Gerð var staðfestandi þáttagreining til að kanna hugtakaréttmæti BSHS-B-listans. Beitt var meginþáttagreiningu (principal component analysis) með hornréttum (varimax) snúningi og óskað eftir 9 þátt- um í samræmi við greiningu Kildal og fleiri26 á próffræðilegum eiginleikum BSHS-B-listans. Til að kanna samleitniréttmæti var skoðuð fylgni á milli kvarða BSHS-B-listans við spurningu um heilsu á EQ-5D-5. Gert var ráð fyrir að mörg stig á BSHS-B, sem endurspegla lítil áhrif bruna, hefðu jákvæða fylgni við mörg stig á EQ-5D-5-heilsuspurningu, sem endurspeglar góða heilsu. Mark- tæknimörk voru sett við p≤0,05. Aflgreining var ekki gerð þar sem fyrst og fremst var um lýsandi rannsókn að ræða, auk þess sem heildarþýði var boðin þátttaka. Niðurstöður Spurningalistanum svöruðu 66, eða 34%. Meirihluti þátttakenda var karlar (77%) og var meðalaldur 45,7 ár (sf=18,3; spönn 18-82 ár). Nánari upplýsingar um þátttakendur er að finna í töflu I. Meðal- aldur hópsins sem ekki svaraði var 44,3 ár (sf=17,4; spönn 19-93 ára) og 73% voru karlar. Meðalaldur þátttakenda þegar brunaslysið átti sér stað var 34,0 ár (sf=20,1; spönn frá 1. ári til 75 ára) og var 21 (32%) þátttakandi yngri en 18 ára þegar hann brenndist. Miðgildi tíma frá bruna var 11,5 ár (spönn 1-44), að meðaltali 15,1 (sf 8,2) ár hjá þeim sem brenndust á barnsaldri en 10,6 (sf 7,1) ár hjá þeim sem brenndust fullorðnir (p<0,05). Meðalaldur þátttakenda sem brenndust sem börn var 26,4 ár, (± 6,4) en 55,6 ár, (± 14,0) hjá þeim sem brenndust fullorðnir. Algengast var að fólk brenndist heima n (%*) Kyn Karl 51 (77) Kona 15 (23) Hjúskaparstaða Í hjúskap/sambúð 44 (67) Fráskilin(n)/einhleyp(ur)/ekkja(ekkill) 20 (30) Svarar ekki 2 (3) Atvinna Útivinnandi 38 (58) Öryrki 11 (17) Á eftirlaunum 6 (10) Námsmaður/heimavinnandi 3 (5) Annað 2 (3) Svarar ekki 5 (7) Menntun Grunnskóli 21 (32) Framhaldsskóli 25 (48) Háskóli 15 (23) Veit ekki/svarar ekki 5 (8) Brunavaldur Vatn/vökvar 22 (33) Eldur 15 (23) Málmar 8 (12) Eldsneyti (gas, bensín) 7 (11) Annað 5 (8) Rafmagn 4 (6) Flugeldar 3 (5) Ætandi efni 1 (2) Svarar ekki 1 (2) Vettvangur þegar brenndist Heima 28 (42) Vinna/skóli 20 (30) Í fríi 5 (8) Annars staðar 9 (14) Veit ekki/svarar ekki 3 (5) Staðsetning brunaáverka Neðri útlimir 38 (58) Búkur 34 (51) Efri útlimir 32 (49) Andlit/höfuð 16 (35) Kynfærasvæði 3 (5) Húðflutningur Já 35 (54) Tap á líkamshluta Já 8 (13) Aldursskeið þegar brenndist Barn (<18 ára) 21 (32) Fullorðinn 44 (68) *Vegna námundunar er samanlögð tala ekki alltaf 100% Tafla I. Lýðfræðilegar upplýsingar og bakgrunnur þátttakenda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.