Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.2021, Blaðsíða 57

Læknablaðið - 01.12.2021, Blaðsíða 57
L ÆKNABL AÐIÐ 2021/107 621 Í kjölfar heimsfaraldurs COVID-19 hafa útgjöld til heilbrigðismála aukist verulega. Þannig hækkaði meðaltal heilbrigðis- útgjalda sem hlutfall af landsframleiðslu í ríkjum OECD úr 8,8% árið 2019 í 9,7% árið 2020. Ísland er þar engin undantekning þar sem heilbrigðisútgjöld sem hlutfall af landsframleiðslu fóru úr 8,6% árið 2019 í 9,8% árið 2020. Sé litið á mannaflaþróun sést að læknum og hjúkr unarfræðingum hefur fjölgað undanfarinn áratug í nær öllum OECD-ríkjum.1 Á Íslandi var fjöldi starf- andi lækna á hverja 1000 íbúa um 3,9 árið 2019 (OECD) og hjúkrunarfræðinga um 9,52 (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga). Meðaltal OECD-ríkjanna þetta sama ár á hverja 1000 íbúa var um 3,6 læknar og 8,8 hjúkrunarfræðingar. Þótt læknum og hjúkrunarfræðingum hafi fjölgað undan- farinn áratug er skortur viðvarandi víða, meðal annars vegna breyttrar aldurs- samsetningar og nú síðast viðbótarálags vegna COVID-19, sem hefur myndað um- frameftirspurn eftir heilbrigðisþjónustu. Heilbrigðiskerfið hefur því víða lent í klemmu vegna þessa mikla bils sem er á milli framboðs og eftirspurnar. Það er því ekki að undra að lífleg umræða hafi skapast um heilbrigðisþjónustu hér á landi sem og annars staðar. Fjöldi sjúkrarúma gefur vísbendingu um úrræði sem eru tiltæk til að veita nauðsyn- lega heilbrigðisþjónustu. Á árunum 2009 til 2019 fækkaði sjúkrarúmum á hverja 1000 íbúa í mörgum OECD-ríkjum. Mest fækkaði í Finnlandi, eða um rúmlega helming, það er um það bil þrjú rúm á hverja 1000 íbúa. Á Íslandi, Lett- landi, Lúxemborg, Noregi og Hollandi fækkaði á þessum árum um eitt rúm eða fleiri á hverja 1000 íbúa. Hluta af fækkuninni má rekja til framfara í heilbrigðistækni sem meðal annars hefur leitt til þess að fleiri sjúklingar fara heim samdægurs eftir skurðaðgerð. Einnig Fjöldi sjúkrarúma á Íslandi miðað við nágrannaþjóðirnar Ingvar Freyr Ingvarsson hagfræðingur Læknafélags Íslands ingvar@lis.is hefur fækkun orðið vegna aukinnar nýt- ingar á dagdeildarþjónustu sem er hluti af víðtækri stefnu um að fækka innlögnum á sjúkrahúsum. Myndin hér fyrir neðan sýnir fjölda sjúkrarúma á hverja 1000 íbúa í Evrópuríkjum árið 2019. Þar má sjá að árið 2019 var Þýskaland með hlutfallslega flest sjúkrarúm, eða 8 á hverja 1000 íbúa. Flest Evrópulönd eru með á bilinu þrjú til sjö sjúkrarúm á hverja 1000 íbúa. Í löndum OECD voru árið 2019 að meðaltali 4,4 sjúkrarúm á hverja 1000 íbúa. Fjöldi sjúkrarúma á Íslandi árið 2019 var undir báðum meðaltölum, eða 2,8 sjúkrarúm á hverja 1000 íbúa. Til að bregðast við gífurlegri eftirspurn og þá sérstaklega til að hámarka legupláss gjörgæsludeilda hefur verið gripið til eft- irfarandi aðgerða: • Skipulögð umbreyting annarra klínískra deilda í COVID-deildir • Stofnun vettvangsjúkrahúsa • Flutningur sjúklinga á stofnanir með laus rými • Samstarf við einkasjúkrahús Annar mikilvægur þáttur hefur verið að fresta valkvæðum innlögnum og að- gerðum. Þá hafa lönd brugðist við skorti á heilbrigðisstarfsmönnum með því að kalla eftir starfsfólki á eftirlaunum ásamt því að fá lækna- og hjúkrunarnema til starfa.3 Sum lönd hafa einnig getað feng- ið starfsfólk frá löndum þar sem áhrifa heimsfaraldursins hefur gætt minna. Af mörgum ástæðum, til að mynda vegna landfræðilegrar legu Íslands og smæðar heilbrigðiskerfisins, er örðugra og jafnvel ómögulegt að grípa til margra af þeim aðgerðum sem nefndar eru hér að fram- an. Íslenska heilbrigðiskerfinu er þannig að mörgu leyti sniðinn þrengri stakkur en nágrannaríkjunum, þegar kemur að neyðarúrræðum. Mikilvægt er að efla getu heilbrigð- iskerfisins til að bregðast við alvarlegum uppákomum, til dæmis hópslysum, öldr- unartengdum sjúkdómum og árstíðar- bundnum smitsjúkdómum ásamt heims- faraldri eins og nú geisar. Eins þarf að tryggja mönnun heilbrigðiskerfisins bæði nú og í náinni framtíð. Mikilvægt er að stefnumótendur tryggi mannafla og fjölda sjúkarúma á sjúkrahús- um til þess að geta tekist á við framtíðar- áskoranir í heilbrigðisþjónustu. Heimildir 1. Health at a Glance 2021: OECD Indicators. OECD, París. 2. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga: hjukrun.is/um-fih/ frettir/stok-frett/2021/09/01/OECD-a-villigotum/ - nóv- ember 2021. 2. Health at a Glance: Europe 2020: State of Health in the EU Cycle. OECD/Evrópusambandið, París.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.